Vikan

Útgáva

Vikan - 03.07.1986, Síða 28

Vikan - 03.07.1986, Síða 28
ólík lönd en eiga það sameigin- legt að þar er þörfin fyrir nýtt afl alveg feikileg. í Finnlandi lamar nálægðin við Rússa alla nýsköpun. Kerfið er orðið svo staðnað og þurrt að það er nauð- synlegt að hrista upp í því. Á írlandi er það sama uppi á ten- ingnum þó þjóðfélagsástæður séu allt aðrar. Þar er örbirgðin svo hroðaleg og svo mikil ör- vænting ríkjandi að eitthvað verður róttækt að gera. Og hug- myndir okkar féllu í mjög góðan jarðveg.“ - Áshildur, hvað með þín fram- tíðarplön? „Ég held áfram starfi mínu innan flokksins og stefni að því að komast inn á þing, vonandi sem allra fyrst, helst eftir næstu kosningar. Framhoðslistinn hér í Reykjavík gæti orðið mjög sterkur, sérstaklega ef formaður flokksins, Pétur Guðjónsson, skipar efsta sætið. Hann hefur rosalega reynslu á ýmsum svið- um, er lærður hagfræðingur og stjórnmálafræðingur. Þá hefur hann búið á ýmsum stöðum, kynnst framandi fólki og margs kyns menningu. Ég er ekki í vafa um að við kæmum mjög sterkt út ef hann yrði í fyrsta sæti.“ - Nú tekur þú mjög mikinn þátt í starfi flokksins. Situr fjöl- skyldan ekki svolítið á hakan- um? „Ég er nú bara í sambúð og á engin börn. Og kærastinn minn er líka á kafi í flokksstarfinu. Ég hugsa að enginn sem ekki væri á sömu línu héldi mig út.“ Áshildur hlær. „Hann yrði svo afbrýðisamur út í flokkinn.“ Og með þessum orðum kveður Áshildur. Við lifum á tímum þar sem alltof margir hafa glatað voninni um framtíð og löngun til lífs. Því er það uppörvun að hitta unga manneskju, fulla af lífs- þrótti, sem berst fyrir þeirri hugsjón að skapa manneskjunni betri framtíð. 28 VI KAN 27. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.