Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 32

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 32
ar. Fyrir hönd stjórnarinnar tekur Gunnar Egilson þátt í umræðunum en hann er einnig skrifstofustjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Einnig bjóðum við velkomna Valdísi Bjarna- dóttur arkitekt, hún á sæti í dómnefnd samkeppninnar. Fyrir hönd popp- og dægurtónlistar sit- ur Egill Ólafsson söngvari og Júlíus Vífill Ingvarsson, óperu- söngvari og formaður samtaka óperusöngvara, hefur einnig ýmislegt að segja. Þuríður Páls- dóttir, söngkennari og söngkona, hefur lifað og hrærst í íslenskum tónlistarheimi um áratugaskeið, hún hefur ýmislegt við tilvon- andi tónlistarhús að athuga. En hvað segir arkitektinn um hönn- un hússins? GUÐMUNDUR: Sem arkitekt varð ég að fylgja þeim upplýsing- um sem lagðar voru fram í forsögninni og var alveg ókunn- ugt um þá umræðu sem fram hafði farið um að hvaða marki húsið ætti að nýtast undir mjög ólíkar tónlistartegundir. Varð- andi óskir um að nýta tónlistar- húsið til óperuflutnings ætti að vera mögulegt að dýpka sviðið og þrengja til hliðanna, sviðið er kannski óhóflega breitt. Á svona teikningum eru hlutirnir einfaldaðir mjög til þess að hug- myndin skili sér sem best og það þarf ekki nema eitt pennastrik og þá er gryfjan orðin nógu stór. ÞURÍÐUR: Fyrir hvað stóra hljómsveit? GUÐMUNDUR: Áttatíutil hundrað manns. Og til að fá sömu sviðsnýtingu er mögulegt að fjarlægja tvær fremstu sæta- raðirnar af núverandi teikningu. FREYR: Hvað með aðra aðstöðu í húsinu, til dæmis til óperuflutn- ings, vantar ekki búningsklefa, förðunaraðstöðu og leikmynda- geymslu? MUNDUR: Þaðþyrfti sennilega að bæta þá aðstöðu því ekki var gert ráð fyrir því í pró- grammi dómnefndar. VALDÍS: Áætlunin gerir ráð fyr- ir breytingarmöguleikum en það var aldrei meiningin að tónlist- arhúsið yrði heimili óperu. Við völdum þessa tillögu meðal ann- ars vegna sveigjanleika hennar, án þess að fara þurfi út í grund- vallarbreytingar á húsinu. Baksviðs eru mjög góð rými, bæði breið og djúp, sem hægt er að nýta á fjölmargan hátt. Her- bergin í hliðarbyggingunni eru líka það óregluleg að vel er hægt að gera þar töluverðar breyting- ar. í gögnum samkeppninnar var lögð áhersla á þennan sveigjan- JULÍUS VÍFILL: Þegar þið talið um óperusvið er Þjóðleikhúsið eða Gamla bíó tekið til saman- burðar. Það er bara bíósvið, tekur engu tali að vera að miða við það. ÞURÍÐUR: Gamla bíó sem óperusvið var neyðarúrræði. JÚLÍUS VÍFILL: Já. En Þjóð- leikhúsið er líka lítið hús, þar er sviðið líka lítið. Það var í lagi á þeim tima sem það var byggt en alls ekki í dag. Samkvæmt þessum teikningum er ekki minnst á sviðsturn, sem er óperu alveg bráðnauðsynlegur. Það á að byggja tónlistarhús sem kost- ar hátt í milljarð. Samtökunum tekst kannski að safna um tíunda hluta kostnaðar sem væri mjög gott. Hitt kemur beint úr vösum skattborgaranna. Það er skoðun okkar óperusöngvara að ekki sé réttlætanlegt að byggja hús sem hefur jafntakmarkaða notkunar- möguleika og þetta hús hefur, þarna er ekki hægt að flytja óperur, við getum sagt það beint út, ekki nema á sama hátt og gert er í Gamla bíói í dag. Sviðs- búnaður á þessu sviði verður aldrei færanlegur. Við óperu- söngvarar höfum í langan tíma sent frá okkur yfirlýsingar um þetta mál til fjölmiðla og viðkom- andi aðila. Það er greinilegt að mjög ákveðin stefna hefur verið tekin í þessu máli og allar aðrar hugmyndir hundsaðar. Ég legg hér fram lista með undirskriftum margra manna, þess efnis að hús- ið verði miðstöð alhliða tónlist- arflutnings, ekki sérhæft draugahús sem nýtist kannski þrisvar í mánuði. Við viljum ganga svo langt að segja að þarna eigi að vera aðstaða fyrir óperufólk sem búið er að vera á götunni frá upphafi. Það er eðli- legt og löngu tímabært að til verði hús sem íslenskt óperufólk og Sinfóníuhljómsveitin geta notað jöfnum höndum. Það er ekkert því til fyrirstöðu. Slík hús eru algeng erlendis. Þar rúmast óperur, sinfóníur og rokktón- leikar undir sama þakinu með hjálp nútímatækni. GUNNAR: Tillaga Guðmundar er unnin út frá forsögn og honum hefur tekist á mjög hugvitsam- legan hátt að vinna með hana. Samtök áhugamanna um bygg- ingu tónlistarhúss voru stofnuð árið 1983. Frá þeim tíma hefur nefnd samtakanna reynt að kom- ast í samband við alla aðila íslensks tónlistarlífs, þar á meðal óperusöngvara. ÞURÍÐUR: Hvaða söngvara? GUNNAR: íslensku óperuna. ÞURÍÐUR: Já, íslenska óperan er ekki það sama og íslenskir óperusöngvarar. Það er fyrir- tæki, ekki samtök óperusöngv- ara. JÚLÍUS: Það var aldrei haft samband við félag óperusöngv- ara. FREYR: Vantaði sérfræði við undirbúning samkeppninnar, Valdís? VALDÍS: Þegar dómnefnd sam- keppninnar hóf störf gekk hún út frá því að nefnd samtakanna væri búin að móta stefnu um hlutverk hússins. Við leituðum að sjálfsögðu upplýsinga frá sér- fróðum aðilum en bjuggumst við fullmótaðri forsögn að leiðar- ljósi. Það hafði ekki náðst samstaða um forsögn þegar við hófum störf, okkur var því falið að skera á hnút sem hafði mynd- ast. Fólk var ekki sammála um hvort ópera ætti að vera eða ekki, eða óperuturn. Dómnefnd varð því að reyna að finna ein- hvern milliveg, skera á hnútinn og fastmóta stefnu. JÚLÍUS: Er það ekki óeðlilegt? VALDÍS: Mjög óeðlilegt. Okkur arkitektunum í dómnefnd datt ekki í hug að við þyrftum að taka lokaákvörðun um hlutverk húss- ins. Æskilegra hefði verið að hafa það fyrirfram ákveðið. Við tókum þá ákvörðun að byggja hreinræktað tónlistarhús sem byði upp á flutning á tónlist, svo sem óperu, með takmörkunum þó, þannig að þeir skertu ekki sal sem hentaði Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Við vildum ekki ganga inn á þá málamiðlun sem fjölnota tónlistarhús býður upp á, en slíkt hús hefði hleypt kostn- aði upp úr öllu valdi. Við lögðum þessar tillögur fyrir stjórn sam- takanna, sem staðfesti þær. ÞURÍÐUR: í forsögninni er gert ráð fyrir aðstöðu til óperuflutn- ings með léttum sviðsbúnaði en samkvæmt þessum tillögum sé ég ekki að það sé mögulegt. Ann- ars er það rétt hjá Gunnari að frá upphafi var gert ráð fyrir húsinu sem heimili Sinfóníunnar og það óttaðist ég mest. Einu sinni enn yrði óperufólk látið éta það sem úti frýs. Öperan hefur verið skilin útundan frá upphafi. Ég er búin að standa í þessu frá 1950 og sagan er alltaf eins. Við höfum lagt á okkur ómælda vinnu, á litlu eða engu kaupi. 32 VIKAN 27. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.