Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.07.1986, Side 44

Vikan - 03.07.1986, Side 44
1 Viðtal og mynd: Jón Karl Helgason M ona, sem bjó í hverfinu þar M sem ég ólst upp, sagði að # hún hefði ekki verið hissa % þótt ég yrði góður í hand- % bolta. Einhvern tíma var % hún að elda kjötsúpu fyrir » manninn sinn, það var að sjóða upp úr og hún tók lokið af. Svo vissi hún ekkert .meira nema hvað hún setti lokið á aftur til að halda suðunni við. Þegar maðurinn kom í matinn fór hún að veiða kjötið upp úr og þá kom rotta í ljós í kjötpottinum. Þetta var náttúrlega dæmt á mig hið snarasta enda passaði það. Ég hafði kastað rottunni inn um galopinn eldhúsgluggann hjá konunni og hún lent ofan í pott- inum.“ Það er Gunnlaugur Hjálmars- son, Labbi, sem segir þessa sögu af sjálfum sér, óforbetranlegum prakkara á sjötta áratugnum í Reykjavík. Og það má segja að krókurinn taki snemma að beygjast; þegar fram líða stundir verður Labhi einmitt hvað þekktastur fyrir hittni og gal- gopaskap. Hvort tveggja var líka tilefni þess að við mæltum okkur mót til að spjalla um feril Gunn- laugs Hjálmarssonar sem handknattleiksmanns með ÍR, Fram og landsliðinu um langan aldur. I Eg byrjaði mjög ungur að leika mér í fótbolta hjá Val eins og allir krakkar gera með einhverju félagi,“ seg- ir Lahbi og strýkur vel hirt yfirvaraskeggið, „en í handbolta spilaði ég minn fyrsta leik eitthvað 11 ára gam- all, einnig með Val. Ég var fæddur og uppalinn Valsmaður en á þeim árum áttu Valsmenn mjög góðan mannskap í hand- boltanum, sennilega sterkasta lið á íslandi, þannig að ég fékk ekki að vera með, var ekki nógu góð- ur. Ég varð því að fara í eitthvert félag þar sem ég fékk að minnsta kosti að vera með á æfingum og þá fór ég í IR.“ Gunnlaugur Hjálmaisson rifjar upp nokkur lauflétt víti 44 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.