Vikan - 03.07.1986, Page 50
D R A U M A R
EPLAPOKI
Kæri draumráðandi.
Ég vildi gjarnan heyra ráðningu
þína á eftirfarandi draumi. Mig
dreymir afar sjaldan en þegar mig
dreymir man ég draumana vel.
Allan drauminn man ég ekki en
hann var eitthvað á þessa leið:
Mér finnst ég vera að koma
heím til mín með vinkonu minni.
Ég hafði verið í einhvers konar
innkaupaferð fyrir sjálfa mig og
dettur í hug að kaupa epli. Þegar
ég kem heim hefur mamma líka
keypt epli. Þetta hittist svona á í
þetta skiptið en annars kemur
sjaldan fyrir að ég kaupi inn fyrir
heimilið óbeðin. Mamma segir
eitthvað á þá leið að við ættum
að skila öðrum hvorum eplapok-
anum en ég segi bara: Þetta er allt
í lagi, ég klára þau á stuttum tíma
því mér finnast epli svo góð.
Mamma er eitthvað efins i því en
lætur tilleiðast og lætur mig líka
hafa eplapokann sem hún keypti.
En þá kemur það skrýtna fyrir.
Mér finnst ég þurfa að stilla eplun-
um upp. Og þegar ég er að koma
þeim fyrir finnst mér þau vera föst
saman eins og tveir vínberjaklas-
ar, sem sagt vaxa á grein, ca 8-14
stykki á hvorri grein. Síðan kem
ég þeim fyrir hvorum undir sínum
borðfætinum á tréborði sem mér
fannst vera þarna í eldhúsinu. Ég
virti klasana tvo vel fyrir mér og
reyndi að koma þeim sem best
fyrir þarna á gólfinu. Það voru sem
sagt tveir klasar af eplum, hvor
undir sínum fætinum. Eplin voru
rauð og alveg óskemmd, virtust
vera girnileg. Síðan sagði ég við
mömmu: Sjáðu bara hvað þau
taka sig vel út. Ég virti þau fyrir
mér eins og mynd á vegg og þótti
þau passa vel þarna á gólfinu.
Man ekki meir.
Takk fyrir.
0149-7758.
Best að segja það strax að epli
eru afskaplega góð draumtákn. En
þessi draumur er sérkennilegur að
því leyti til að þið mamma þtn virð-
ist bókstaflega koma upp með
fangið fullt af góðum hugmynd-
um, góðu veganesti, á sama tíma
og svo virðist sem hún sé eitthvað
efins um að þetta komi til með að
blessast en þú tekur málið að þér
einhvern veginn, þannig að þetta
ætti nú að geta farið vel. Auðvitað
er erfitt að túlka svona draum að
fullu í smáatriðum, til þess er hann
ekki nógu nákvæmur, en svo virð-
ist sem þarna geti verið um skiptar
skoðanir á framtíðarmöguleikum
þínum að ræða, allt er það frekar
bjart og allt að þvi eins og með
glæsibrag, en þú tekur sennilega
þá ákvörðun að fara eftir báðum
hugmyndunum, þínum og móður
þinnar, og henni þykir þú færast
fullmikið í fang. Þú hugsar þér að
láta þetta vera undirstöðu undir
framtíð þina, þú gerir þér engar
gyllivonir um framtíðina en vilt
nýta þessa möguleika, sem þú
færð, til hins ýtrasta og vilt jafn-
framt leggja hart að þér til að þetta
standist allt. Hinu er ekki að leyna
að eitthvað sérstakt er hér á ferli
og þú skalt gefa framtiðaráform-
um þínum góðan gaum, það
virðist margt leynast þar.
SVARTIR
SKÓR
Kæri draumráðandi.
Móður mína dreymdi draum
sem hún heldur að snerti mig að
einhverju leyti. Mig langar til að
biðja þig að ráða hann fyrir mig.
Ég og bróðir minn vorum með
fullt af nýjum, svörtum, háhæluð-
um skóm. Við vorum búin að fylla
alla veggi í svefnherberginu henn-
ar. Hún segist þá hafa spurt bróður
minn hvað þetta ætti að þýða og
hann hafi þá sagt að ég hafi
kynnst manni sem eigi heila verk-
smiðju og hann sé bara að hjálpa
mér. Þá segist hún hafa sagt að
þetta þýði ekkert fyrir okkur, það
sé löngu hætt að selja skó í heima-
húsum.
Fyrir hverju er að dreyma að fá
fullan bíl af blómvöndum? Ég man
eftir einum fjólubláum. Annars var
þeim öllum pakkað inn í hvítan
pappír. Þeir voru allir frá manni
sem heitir G.
Takk fyrir birtinguna ef þú
skyldir hafa pláss.
J.
Draumur móður þinnar varðar
sennilega hana sjálfa en þó má
ætla að hann snerti þig meðfram,
einkum ef hún hefur það sterkt á
tilfinningunni. Draumurinn er
mjög hagstæður, táknin benda til
bættrar fjárhagsafkomu, stöðu-
hækkunar eða einhvers frama i
samfélag/nu sem skilar sér bæði
með jákvæðum fjármálum og
einnig með því að samkvæmislíf
og samskipti við aðra verði með
skemmtilegasta móti. Eitthvað
gætir tortryggni hjá henni út af
þessu en það verður ekki til að
hagga niðurstöðunni.
Blómvendirnir eru gæfutákn og
liturinn bendir til að einhver öf-
undi þig (eða dreymanda ef hann
er annar). Nafnið á gefandanum
táknar óvænta peninga svo þið
mæðgur ættuð að geta vel við
unað.
VASADISKÓ
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að ráða
eftirfarandi draum sem mig
dreymdi. Þannig er mál með vexti
að ég er með strák en er líka hrifin
af öðrum strák sem við skulum
kalla B. Draumurinn er þannig að
B átti að sofa heima með fleira
fólki (strákum) og mömmu hans.
Allt þetta fólk átti að sofa í einu
herbergi nema mamma hans. B
var með vasadiskó. Nú, svo fóru
allir að sofa og ég fór inn I her-
bergið þar sem strákarnir voru og
varð einhvern veginn að nálgast
B. Ég fór að kyssa einhvern strák
sem sagði svo: Vaknið, allir, það
er kvenmaður hér inni. Þá fór ég
til B og við fórum að gera það.
Mér fannst það alveg meiri háttar
gott. Morguninn eftir átti B að
fara með mömmu sinni út á flug-
völl og hann gleymdi vasadiskó-
inu sínu. Næst þegar ég hitti
strákinn, sem ég er með, sagði
hann mér að hann hefði verið með
stelpu í Sigtúni og ég var alveg
brjáluð og hætti með honum.
Næst þegar við hittumst í skólan-
um, ég og strákurinn, lét ég hann
fá vasadiskóið og hann spurði mig
hvort ég ætlaði á ballið sem verð-
ur bráðum og ég játaði því. Hann
sagðist myndu vilja hitta mig. Á
ballinu fór ég til hans og við vorum
að byrja að tala saman þegar ég
var vakin. Endir á draumnum.
Kæri draumráðandi, gerðu það
fyrir mig að ráða þennan draum,
hann er mér mjög mikilvægur.
Með fyrirfram þökk.
X.X. Bless, bless.
Þessi draumur er alls ekki fyrir
neinu á milli ykkar B, sennilega
verður mest lítið úr sambandi ykk-
ar á milli. En þetta er prýðilegur
draumur að mörgu öðru /eyti, sér-
staklega er hann jákvæður upp á
vini og ástamál en gæti boðað þér
minni háttar fjárhagstjón. Svo get-
ur auðvitað líka verið að þessi
draumur sé einfaldlega visbend-
ing um hugsanir þinar í vöku.
50 VIKAN 27. TBL