Vikan

Útgáva

Vikan - 03.07.1986, Síða 51

Vikan - 03.07.1986, Síða 51
 P 0 S T U R EICKERT FRAMUNDAN NEMA TRÚLOFUN OG HJÓNABAND Hæ, elsku Póstur! Ég er 14 ára gömul stelpa og er mjög óhamingjusöm. Mér finnst lífið svo ófjöl- breytilegt. Ég eignast vini (vinkonur) sem ég er með um stund en svo slitnar samband- ið og ég fæ mér nýja vini. Mér finnst alltaf eins og vinum mínum finnist ég leiðinleg. Ég fer oft út á kvöldin með þeim en aldrei skeður neitt skemmtilegt fyrr en ég er farin. Ég hugsa oft um framtíðina og einhvern veginn finnst mér eins og ekkert eigi eftir að ske nema kannski trúlofun, hjónaband, ég eignist börn (sem mig langar ekkert til) og svo dauðinn. Ég hef stundum hugsað um að éta fullt af einhverjum pillum og töfl- um og drepast. Því meira sem ég hugsa um framtíðina þeim mun óhamingjusamari verð ég en samt get ég ekki hætt að hugsa. Það er sama hvernig ég læt klippa mig, hárið á mér er alltaf jafnömurlegt. Ég vona að þú birtir þetta, kæri Póstur. Ein óhamingjusöm. Þessi tilfinning. að lifið sé ömurlegt og hafi ekki upp á neitt að bjóða. er nokkuð sem áreiðanlega grípur flesta einhvern tíma og jafnvel oft á ævinni. Það er auðvelt að segja það við fjórtán ára heilbrigða stúlku sem á allt lífið framundan að hún eigi að vera glöð. þakklát og bjartsýn og svo fram- vegis. en annað mál að vera það. Það er líka hægt að afgreiða óhamingju þína með því að segja að þú sért bara á þessum erfiða aldri. En það er erfitt að vera manneskja og það á við á öllum aldri. Lífið er erfitt. flókið, þreytandi og fullt af vandamálum, stórum og smáum. En það er líka dýrmætt. yndis- legt og fullt af gleðiefnum. stórum og smáum. Okkur er gefið eitt líf og enginn veit hve langt það verður. Það eina sem við vitum er að við verðum að lifa þvi og gera það þesta úr þvi sem við höfum. Það þarf oft kjark og hugrekki tl að horfast í augu við lífið og sigrast á þessari hættulegu örvænt- ingarfullu sjálfsvorkunn sem þú þjáist af og flestir hafa einhvern tima kynnst. Ef þú litur í kringum þig sérðu alls staðar fólk sem hefur sigrast á henni. Margir hafa orðið fyrir mikilli sorg og þó ekki gefist upp. Aðrir eiga við sjúkdóma og fötlun að stríða og halda ótrauðir áfram. í fyrra vann þroska- heftur ungur maður það afrek að ganga hringveginn um landið og safna miklum peningum og sanna fyrir allri þjóðinni að það er margt hægt að gera og afreka með viljastyrk og dugnaði. jafnvel þó menn séu langt frá því að vera fullkomnir. Afþreyingarbækur, kvikmyndir og sjón- varpsþættir halda oft þeirri skoðun að okkur að það sé ekkert varið í lífið nema við eigum svo og svo mikla peninga. að alltaf sé eitt- hvað nýtt og spennandi að gerast. að við séum umkringd vinum og kunningjum. dáð og elskuð og alltaf fremst I flokki. Vitanlega eru þetta aðeins draumsýnir og I versta falli klára della. Það er áreiðanlega gott og gilt og eftirsóknarvert að standa sig vel, en við erum fæst nein ofurmenni, hvorki ofur fall- eg. gáfuð. rík né skemmtileg. aðeins venju- legt fólk og llf okkar í samræmi við það. En við getum samt sem áður notið lifsins og þess sem það hefur upp á að bjóða alveg eins vel og hinir. Sönn lífsgleði felst alls ekki í því að eignast sem mest og vera alltaf þest og mest heldur að gera sitt besta innan sinna takmarkana og vera sátt við sjálfan sig. Þú talar um að þú eigir erfitt með að halda í vinina. Það stafar meðal annars af því að þú ert svo sannfærð um að þú sért ómögu- leg og leiðinleg og hrædd við að öðrum finnist það, hrædd við að vera hafnað og þvi ferðu áður en það gerist. Þú vilt ekki leyfa fólki að kynnast þér eins og þú ert í raun og veru. Þú veist innst inni að þú ert ekki svona ómöguleg. Reyndu að vera opn- ari og kjarkaðri í samskiptum við fólk og lærðu að taka þvi þó ekki líki öllum við þig. Þannig er með allt fólk. En með þvi móti eignastu líka sanna vini sem þykir vænt um þig eins og þú ert með öllum kostum og göilum. Varðandi framtíðina er það að segja að þú skapar hana að mörgu ieyti sjálf. Vissu- lega geta alls konar ytri aðstæður sett strik í reikninginn en þú getur samt að miklu leyti gert það sem þú sjálfvilt. Ekkert nema trúlof- un og hjónaband segirðu? Hvers konar framtiðaráætlanir eru þetta hjá ungri stúlku árið 1986? Út um allt land eru miklir mögu- leikar til alls konar náms. bóknáms og verknáms. og allir geta fundið sér eitthvert nám og starf að stefna að. Það er heldur enginn kominn til með að segja að þú þurf- ir alltaf að búa þar sem þú býrð núna. Þú getur skipt um umhverfi. farið til útlanda til náms og starfs og gert svo ótal, ótal margt. Að visu geturðu ekki gert þetta a/veg strax en tíminn líður hratt. Á meðan skaltu stefna að einhverju og hlakka til. Reyndu helst að hafa alltaf eitthvað smávegis að hlakka ti/ og líta björtum augum til framtíðarinnar. Reyndu líka að finna þér eitthvað skemmti- legt til dundurs, til dæmis íþróttir eða eitt- hvert tómstundastarf. Lestur góðra bóka gefur mörgum mikla lífsfyllingu. skemmtir. þroskar og víkkar sjóndeildarhinginn. Ef þú vilt sigrast á þessari lífsleiðatilfinn- ingu geturðu það en þá verður þú líka að herða þig upp og takast á við lífið í stað þess að gefast upp fyrir sjálfsvorkunnarpúk- anum. SPURNINGAR UM MADONNU Hæ, hæ Póstur! Gætirðu svarað nokkrum spurningum? 1. Er væntanleg ný L.P. með Madonnu? 2. Ef svo er, hvenær? 3. Á hvaða plötum eru lögin Gambler, Crazy for You og Live to Tell? 4. í vídeóinu með Live to Tell var sýnt úr einhverri mynd með Sean Penn. Hvaða mynd var það? 5. Er kvikmyndin Shanghai Surprise væntan- leg til landsins (þegar hún er tilbúin)? 6. Hvert á maður að senda Madonnu að- dáendabréf. Er hægt að senda til Sire Records? 7. Er til aðdáendaklúbbur Madonnu? Með fyrirfram þökk. Stranger. Um þessar mundir er að koma út ný L.P. plata með Madonnu. sem nefnist True Blue. Lagið Gambler hefur aðeins komið út á 12 tommu plötu. Crazy for You hefur sömuleið- is komið út á 12 tommu sérútgáfu en er einnig að finna á plötunni Like a Virgin. Live to Tell er á áðurnefndri True Blue. Það er úr kvikmyndinni Close Edge með Sean Penn og John Voight i aðalhlutverkum. Shanghai Surprise er örugglega væntanleg til landsins frekar fyrr en seinna. Þú getur sent aðdáendabréf til Madonnu gegnum Sire Records. Aðdáendaklúbbur hennar hefur eftirfraandi utanáskrift: Madonna Winterland Jo Edwards Suite 500 150 Regent Street London W 1 England. 27. TBL VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.