Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 52
llt byrjaði það þennan dag, í mars
1977. Willy Black hafði verið án
einkaritara um hríð en hugðist ráða
þar bót á og auglýsti því eftir aðstoð-
arstúlku. Sama dag komu þrjár
ungar konur í þeim tilgangi að sækja
um starfið. Ein þeirra var Carla, tutt-
ugu og fimm ára gömul og með útlit
tískusýningarstúlku. Hún varhá-
vaxin og andlitið bæði svipmikið og
blíðlegt í senn en sérstaka athygli
vöktu græn og undurfögur augun
sem voru skemmtileg andstæða við
mikið og dökk hárið.
Carla varð fyrir valinu. Ráðning
hennar virtist eiga rétt á sér því þrátt
fyrir reynsluleysi - en hún hafði aldr-
ei unnið sem einkaritari - uppfyllti
hún kröfurnar sem gerðar voru til
hennar og sýndi nákvæmni, dugnað
og stundvísi; sýndi dæmigerða full-
komnun í starfi. En fullkomnum
þessi átti ekki einungis við vinnu-
brögð hennar heldur einnig fram-
komu alla. Carla hafði nefnilega yfir
að ráða svo miklu og töfrandi að-
dráttarafli að þegar yfirmaður
hennar, Willy Black, horfði á hana
fékk hann ómótstæðilega löngun til
að taka hana í faðminn og kyssa
hana. Og þegar hann gerði sig líkleg-
an til þess ýtti Carla honum blíðlega
en ákveðin frá sér: „I guðanna bæn-
um, þetta væri ekki rétt...“
Willy Black, sem eftirsín fjörutíu
og fimm ár var orðinn forhertur pip-
arsveinn, fannst þessi hegðun
hennar dálítið furðuleg því fleiri en
ein af stúlkunum á skrifstofunni
hafði gegnum tíðina ekkert haft á
móti faðmlögum hans og kossum,
frekar sóst eftir þeim. En Carla sveif
um skrifstofuna eins og hún væri frá
þeim tíma þegar aðalsmerki ungra
stúlkna var að gæta virðingar sinnar
í hvívetna.
ar kom að þessi áhugi Willys á
Cörlu varð að algjörri þráhyggju.
Þau voru saman næstum því hvern
einasta dag þannig að hann hafði
hana sífellt fyrir augunum. Hún var
alltaf skemmtileg og hver hreyfing
og hvert bros, hvernig hún rétti hon-
um skjal eða bréf, hvernig hún leit
til hans frá skrifborðinu sínu, allt jók
spennuna innra með honum. En hún
sat við sinn keip og varð ekki hagg-
að. Að endingu varð hann sann-
færður um að gifting væri eina
lausnin fyrir hann. Hann yrði að fá
þessa konu.
Willy Black kvæntist einkaritara
sínum í Ottawa sex mánuðum eftir
að hann kynntist henni, hinn 28.
september 1977. Þá uppgötvaði Willy
að á bak við járnharða staðfestuna
var falinn brennandi tilfinningahiti
sem hann hafði alls ekki búist við
hjá Cörlu sem alltaf hafði ýtt honum
frá sér og hafnað honum.
I fimm ár naut hann þess að lifa
ástríðufullu samlífi með eiginkonu
sinni, þar til kvöld nokkurt í október
1982 þegar Willy í fyrsta skipti brást
bogalistin í ástarleik þeirra. Kannski
var hann bara þreyttur eða andinn
á einhvern hátt ekki í lagi, þetta
myndi lagast hélt hann. Dagar og
nætur liðu og Willy tókst ekki að
uppfylla hinar karlmannlegu skyld-
ur sínar gagnvart Cörlu, þrátt fyrir
áhuga og óbreyttar tilfinningar í
hennar garð. Hann varð afar
áhyggjufullur vegna þessara endur-
teknu mistaka, sem voru nú orðin í
meira lagi óeðlileg, og ákvað að fara
til læknis. Hann gerði lítið úr þessu
getuleysi Willys, gaf honum eitthvað
hressandi, sagði honum að hvílast
og endilega að taka sér gott frí - þá
yrði allt sem áður.
Þrátt fyrir þessar ráðleggingar var
allt við það sama hjá vesalings Willy.
Þá sendi læknirinn hann í rannsókn.
Niðurstaða hennar varð Willy mikið
áfall og dómur læknisins var eins og
högg sem gerði hann utan við sig og
ruglaðan. „Þér eruð með sykursýki
og því miður er lítið hægt að gera
til að hjálpa yður.“
illy flutti konu sinni tíðindin. Carla
sagði ekki aukatekið orð honum til
huggunar heldur starði aðeins á
hann í ískaldri þögn. Willy sýndist
hann sjá blik, sem hann kannaðist
ekki við, í fögrum augum hennar-
fyrirlitningin skein úrþeim. Hann
skynjaði um leið að þetta var ekki
sama konan sem hafði elskað hann
undanfarin ár og veitt honum blíðu
sína.
Þetta var ekki rangt hjá Willy, því
miður. Frá þessari stundu fór Carla
og kom eins og henni sýndist og með
tímanum ágerðist þessi hegðan
hennar. Stundum kom fyrir að hún
kom ekki heim fyrr en áliðið var
nætur og Willy varð fljótt viss um
að konan hans færi á bak við hann.
Fyrstu viðbrögð hans var hugsunin
um að beita hana ofbeldi. Siðan sá
hann í hendi sér að hann hafði engan
rétt til að svipta Cörlu, svo falleg og
ung sem hún var, ánægjunni í lífinu
og þeirri sælu sem hann var ekki
lengur fær um að veita henni. En
Cörlu virtist ekki vera nóg að lifa
þessu einkalífi sínu án eiginmanns-
ins heldur snerist öll hennar
umhyggjusemi og ástúð að vinum
hennar og félögum en aftur á móti
52 VIKAN 27. TBL