Vikan - 03.07.1986, Side 56
S T J Ö R N U S P Á
Á
HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl
Ekki er ráðlegt fyrir þig að standa
í stórræðum eða brydda upp á nýj-
ungum í þessari viku heldur verður
affarasælast að sinna hversdagsleg-
um málefnum af alúð. Þar er líka
nóg við að vera og engin hætta á
að þú þurfir að sitja iðjulaus. Farir
þú á mannamót á laugardaginn er
eins víst að stofnað verði til kynna
sem eiga eftir að endast.
TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní
Ef þú hugsar þér til hreyfings er
þessi helgi tilvalin til ferðalaga og
kjörin til að sinna áhugamálunum.
Fari þetta tvennt saman hjá þér
ættir þú að bregða undir þig betri
fætinum og njóta um leið hressandi
útiveru. Þú gerir hvort sem er ekk-
ert þarfara eftir helgina en að koma
reglu á það sem aflaga fer eftir úti-
legu eða annað slíkt.
LJÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst
Föstudagur til fjár segir máltækið
og þetta ættir þú að geta sannreynt
núna. Föstudagurinn hentar þér vel
til að koma málum þínum fram,
hvort sem um fjármál er að tefla eða
annars konar veraldleg hagsmuna-
mál. Farðu svo í samkvæmi um
kvöldið og njóttu samvista við ann-
að fólk. Þú notar helgina best til
að safna kröftum fyrir næstu lotu.
VOGIN 24. sept. - 23. okt.
Ljúktu sem mestu af fyrir helgina
og dragðu ekki til morguns það sem
hægt er að gera í dag. Að öðru leyti
er þér óhætt að láta hverjum degi
nægja sína þjáningu en vertu við
því búinn að verða fyrir alls kyns
truflunum og töfum. Það gerir ekki
svo mikið til svo lengi sem þú lætur
það ekki spilla skapinu og heimilis-
friðnum.
BOGMAÐURINN 24. nóv. -21. des.
Þér er hollast að hafa hægt um þig
og ekki skaltu reikna með neinum
stórviðburðum í þessari viku. Lífið
gengur sinn vanagang og ekki nema
gott eitt um það að segja nema svo
fari að þú fyllist óþoli og rjúkir í eitt-
hvað sem ekki hefúr verið undirbúið
sem skyldi. Slíkt er varasamt og kann
ekki góðri lukku að stýra þessa dag-
ana.
VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr.
Eitthvað hvílir á þér eins og mara
og ekki seinna vænna að gera eitt-
hvað í málinu. Ertu viss um að þú
sért ekki að gera úlfalda úr mýflugu?
Taktu þig til og komdu þessu frá fyr-
ir helgina. Ef þú drífúr þetta ekki af
er eins víst að það dragist. Miklar
líkur eru á að mál þetta megi af-
greiða með lítilli fyrirhöfn þannig að
allir megi vel við una.
NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí
Þú átt í vændum viðburðaríka helgi
og það eins þótt ekki hafir þú uppi
áform um slíkt. Njóttu þess sem líf-
ið hefur að bjóða en ekki skaltu
láta koma þér á óvart þótt einhver
eftirköst kunni að verða. Það er
undir þér komið að halda þannig á
málunum að allir geti unað við sitt.
Þú færð örugglega nægan tíma til
að jafna þig.
KRABBINN 22. júní - 23. júlí
Notaðu helgina til að leggja á ráðin
um það sem þú hyggst fyrir og
drífðu í framkvæmdum eigi síðar
en á mánudag. Þá gengur þér allt
í haginn og þú munt undrast hverju
þú færð áorkað. Síðan skaltu bíða
átekta og fylgja þessu eftir í róleg-
heitum fram eftir vikunni en gættu
þess að reyna ekki að gleypa allt í
einum bita.
MEYJAN 24. ágúst - 23. sept.
Taktu því með Jafnaðargeði sem
hendir þig þessa daga. Þú færð þín
tækifæri þótt þau virðist í fyrstu
ekki sérlega glæsileg. Með útsjón-
arsemi tekst þér að gera mikið úr
litlu og hlýtur að launum verð-
skuldað lof og aðdáun, jafnvel úr
ólíklegustu áttum. Þú stefnir hægt
en örugglega í rétta átt og mundu
að þitt mat á árangrinum er það
rétta.
SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv.
Hugaðu að fjölskyldu- og vináttu-
tengslum og láttu annað sitja á
hakanum. Það verður ekki bæði
sleppt og haldið og þú átt ýmsum
skuld að gjalda á þessum vettvangi.
Ekki þarftu heldur að óttast að sjá
eftir þeim tíma sem þú verð með fjöl-
skyldunni og líklegt að upp fyrir þér
renni ýmislegt sem var í þann veginn
að fara fram hjá þér.
STEINGEITIN 22. des. - 20. jan.
Róleg vika er framundan hjá stein-
geitum og vel til þess fallin að ljúka
því af sem hefúr lent í undandrætti.
Eitthvað virðast steingeitm1 óánægð-
ar með fjárhaginn og hyggist þær
fara fram á launahækkun ættu þær
endilega að velja mánudaginn til
þess. Ráð er þó að láta bíða betri tíma
að gera að fullu út um slík mál.
FISKARNIR 20. febr. - 20. mars
Vertu ekkert að puða of mikið fram
að helginni, þér verður hvort sem er
lítið ágengt ef svo fer sem horfir.
Þinn tími kemur seinna og strax á
sunnudag fer allt að ganga betur Þá
getur þú með góðum árangri tekið á
honum stóra þínum og ekkert nema
þreyta getur staðið í vegi fyrir þér.
Hvíldu þig þess vegna vel þangað til.
Árið 1986 verður mörgum krabbanum minnisstætt. Það
skiptast á skin og skúrir og ýmissa breytinga að vænta.
I þessu efhi gildir þó sem endranær að veldur hver á
heldur og miklir möguleikar eru á að hafa áhrif á þróun-
ina. I stórum dráttum má segja að eftir því sem á líður
vænkist hagurinn. í maí voru ýmsar blikur á lofti, eink-
um seinnipart mánaðarins, en það vita allir krabbar nú
þegar. Júlí verður afar viðburðaríkur. Þá gengur á ýmsu
og eins gott að halda vöku sinni. Ekki skyldu menn
örvænta þótt þreytu gæti er líða tekur á mánuðinn því
að í ágúst verður minna um að vera og undir lok þess
mánaðar dettur allt í dúnalogn.
Hugsi krabbar sér að breyta til svo nokkru nemi ættu
þeir að láta það bíða fram á haustið og gildir einu hvort
um er að ræða atvinnumál, fjárfestingar eða búferla-
flutninga. Nóvember er tvímælalaust hagstæðastur til
slíkra hluta. Sama máli gegnir um tilfinningamálin, í
nóvember er tíðinda að vænta, einkum hjá þeim sem eru
lausir og liðugir.
Þegar líður að lokum ársins ættu krabbar aftur að
hægja ferðina enda eflaust vel að því komnir. Menn
skyldu kosta kapps um að eiga friðsælan desember og
hafa hugfast að ekki þarf endilega allt mögulegt að
komast í verk fyrir stórhátíðir, aðrir tímar eru iðulega
heppilegri til meiri háttar framkvæmda.
56 VIKAN 27. TBL