Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 37
þeim mun betur líkaði honum við hundinn sinn. Því betur sem ég kynnist íslensku stjórn- arfari, hvernig það er byggt upp á samtryggingu pólitískra valda og peninga, þeim mun meiri virðingu ber ég fyrir Sov- étríkjunum. Þó er ég and- kommúnisti.“ Geta haldið ró sinni þegar allter að fara úrskeiðis - Hvernig er að læra að verða hermaður? „ Að þessu námi er gengið með sérstöku hugarfari, það er að verið sé að mennta menn undir störf sem þeir vona að þeir komi aldrei til með að gegna, störf sem enginn veit hvernig þeir koma til með að gegna ef í hart fer og enginn verður nokkurn tíma nógu vel undirbúinn fyrir. I reglugerð skólans segir að það sé aðalsmerki góðs sjóliðs- foringja að hann geti haldið ró sinni og unnið þegar allt er að fara úrskeiðis og allir eru að kenna honum um það. Þú getur verið að keppa við náungann í kannski ár um að komast í einhverja sérstaka stöðu en þetta getur verið besti vinur þinn þrátt fyrir það. Þú getur meira að segja hjálpað honum að búa sig und- ir próf og hjálpað honum í þrekraunum og hinu og þessu þrátt fyrir að á þann máta get- ir þú kannski verið að skemma fyrir sjálfum þér. Þessi félagsandi og þessi samkeppnisandi er manni strax innrættur frá fyrsta degi og það er fylgst mjög náið með fram- förum manna, ekki bara hvaða einkunnir þeir fá eða hvað þeir geta hlaupið hundrað metrana hratt heldur einnig hvernig þeir haga sér í samskiptum sín- um við aðra. Starfi sjóliös- foringja líkt við móðurhlutverk Starf sjóliðsforingja er ekki einungis að standa í brú og sigla skipinu. Það er minnsti hlutinn þó maður verði náttúr- lega að kunna það og.betur en margir aðrir. Þó að menn hafi í marga ára- tugi siglt leiðina meðfram strandlengju Noregs, þar sem eru þröngar leiðir og mikið af skerjum og fjörðum, og séu þaulvanir, setja þeir sig niður í kortin og fara yfir stefnur og setja sig inn í ferðina áður en lagt er af stað. Það er gengið að þessu, vil ég segja, með lotn- ingu. I náminu er mjög rík áhersla lögð á leiðtoga- og uppeldis- hlutverk það sem liðsforinginn hefur. Liðsforinginn þarf að taka á móti nýliðum sem eru kannski í fyrsta skipti að fara að heiman frá mömmu sinni. Hann verður að vera prestur, hjúkrunarkona og lögregla fyrir þessa ungu menn. Hann verður næstum því að vera móðir þeirra. Hann verður að vera kennari þeirra og yfir- maður í senn. Skipstjórar á tundurskeytabát eftir tvö ár til sjós Menn sem hafa aldrei komið á sjó áður og farið í gegnum skólann, sem er fjögur ár, eru kannski eftir tvö ár til sjós orðnir skipstjórar á tundur- skeytabát sem vopnaður er eldflaugum. Og eftir fjögur ár til sjós eru þeir orðnir skip- stjórar á kafbátum, sem er eitthvað það erfiðasta hlutverk í hernaði sem til er. Hermennska er töluvert ólík þeim hugmyndum sem margir hafa. Menn halda að þetta sé ákaflega miðstýrt kerfi og byggt upp eins og pýramídi. Að vísu er þetta gamla pýra- mídakerfi notað hjá austan- tjaldsþjóðum og í þriðja heiminum. Það hefur sína kosti og galla en megingallinn er að það er ósveigjanlegt og þegar einhver aðgerð er farin af stað er erfitt að breyta. í nútíma hernaði hins vegar eru ungum mönnum mjög snemma falin ábyrgðarmikil hlutverk. Þeim er kennt að taka sjálfstæðar ákvarðanir og vinna að ákveðnum verkefnum eftir eigin höfði. Þetta gerir allar aðgerðir einfaldari, sveigjanlegri og kerfið á auðveldara með að laga sig að breyttum aðstæð- um. Sérfræðingur í tundurdufla- hernaði Fyrstu tvö árin voru ákaf- lega erfið fyrir mig en þau voru líka mjög lærdómsrík og það var gaman að sigrast á þeim erfiðleikum sem ég mætti. Eg las oft til tvö og þrjú á nóttinni og svo byrjaði skólinn um morguninn með liðskönnun. Þar var kannað hvort menn væru til staðar og hvort þeir hefðu straujað buxurnar sínar og pússað skóna. Eftir að ég hafði lokið þess- um fjögurra ára skóla gegndi ég fjögurra ára herþjónustu. Ég var fyrst til sjós á tundur- duflaleggjara í tvö ár sem vopnaforingi og bar þar með ábyrgð á því að þau vopn, sem um borð voru, virkuðu tækni- lega og þeir, sem ættu með þau að fara, kynnu að nota þau. Síðustu tvö árin var ég næstráðandi á tundurdufla- slæðara, á bát sem er 380 tonn að stærð. Þar var 38 manna áhöfn og í þeirri stöðu leysti ég af sem skipstjóri. Tundurduflið vopn heigulsins Ég hef sem sagt sérhæft mig í tundurduflahernaði sem er í dag j afnraunhæfur og hann var í síðari heimsstyrjöldinni. Tundurduflið er vopn heig- ulsins. Það er ákaflega auðvelt að beita því til að loka leiðum og hindra andstæðinginn í þungaflutningum. Það er oft sagt um þessa hlið sjóhernaðar að hún sé sú erfið- asta, hættulegasta og sú sem minnstur frægðarljómi stafar af. Ég kynntist einnig í grund- vallaratriðum flestum þáttum sjóhernaðar; loftvörnum, gagnkafbátahernaði og slíku. Eg kynntist vörnum gegn kjarnorkuvopnum, sýklavopn- um og efnavopnum. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að vinna með norska hernum. Ég er þakklátur fyrir það trúnað- artraust sem þeir hafa sýnt mér. Og ég ætla mér ekki að bregðast því.“ Þetta viðurkenningarskjal fékk Jón fyrir að hafa lokið þjónustu i norska sjóhernum með sæmd. 36. TBL VI KAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.