Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 26
Kom siglandi út ur þokusvartanum
Rætt við Magnús sem er að gefa út sína fyrstu skáldsögu 75 ára að aldri
Þegar hausta tekur fer útgáfa bóka fyrst að
glæðast hér á landi. Ein þeirra bóka, sem vænt-
anleg er í bókaverslanir, heitir Svört skúta.
Höfundur bókarinnar, Magnús B. Finnboga-
son, hélt upp á 75 ára afmæli sitt nú í sumar
og er sumsé að gefa út bók í fyrsta skipti. Þetta
er skáldsaga sem byggir á dularfullum atburði
er gerðist í íslensku sjávarplássi í kringum
aldamótin 1800. Eiginlegur tími sögunnar er
þó einni öld síðar eða um aldamótin síðustu.
Sagan veitir því innsýn í líf og störf manna á
þeim tíma. En um hvað skyldi svo þessi fyrsta
bók þessa gamla manns fjalla? Magnús segir
okkur frá því:
Sagan er byggð á sögnum sem ég hef bæði
heyrt gamalt fólk segja frá og man sjálfur eft-
ir. Þessir atburðir gerðust allir raunverulega í
kringum síðustu aldamót nema einn þátturinn
sem hefst löngu fyrr. Annars má segja að tími
sögunnar sé frá síðustu aldamótum og svona
fram til 1920. Sagan íjallar um mannlíf þessa
tíma. Unglingar koma mikið við sögu svo það
ætti að vera auðvelt fyrir menn að gera saman-
burð. En yfirleitt gefur sagan mynd af lifnaðar-
háttum og mannlífi í sjávarþorpum eins og það
var á þessum tímum. Sagan gerist í kringum
skútu sem fannst einu sinni á reki um aldamót-
in 1800 og var mannlaus. Ég man vel eftir
þessari skútu því hún var ennþá til þegar ég
var unglingur. Skútan var í upphafi kölluð
Svarta skútan. En það mun hafa verið í kring-
um aldamótin 1800 að sjómenn voru á árabát
úti fyrir fjörðunum. Sem þeir eru við veiðar
þama úti á firðinum kom skútan allt í einu
siglandi út úr þokusvartanum, seglin rifin og
illa útlítandi. Karlarnir urðu náttúrlega hrædd-
ir og héldu að þetta væri draugaskip því menn
voru mjög hjátrúarfullir á þeim tíma. Svo
áræddu þeir að lokum að fara um borð í skút-
una. Skútan var mannlaus en það fylgdi
sögunni að kokkur hefði verið um borð einn
manna en hann ku hafa hengt sig í káetunni.
Menn héldu að þetta skip hefði verið notað til
að flytja svertingja til Bandaríkjanna en hefði
af einhverjum ástæðum verið yfirgefið snögg-
lega. Ekkert nafn var á skútunni en hins vegar
fundust í henni vopn og önnur verkfæri.
- Og sagan þín hnitast í kringum þennan
atburð?
Já, það má segja að þráðurinn byggi á skút-
unni. Skútan var lengi vel gerð út í þessu plássi.
Svo kemur að því að hún er orðin gömul og
þá byrjar þátturinn um unglingana - eða strák-
ana því kvenfólkið var ekki nefht á þeim tímum
þó það sé breytt núna - og ekki bara strákana
því það segir frá lifnaðarháttum ungra sem ald-
inna í sjávarplássinu. Þetta er yfirleitt sagt í
léttum dúr, ég er ekki að segja neinar eymdar-
sögur. Skútan var mikið uppáhald strákanna
og það kom stundum fyrir að þeir stálu henni
og lentu í ýmsum ævintýrum. Þetta var á þeim
tíma er Fransmennirnir voru mikið hérna við
Island og vera þeirra fléttast meðal annars inn
í söguna. Síðasti skipstjóri skútunnar kemur
einnig við sögu og faktorar, sýslumenn sem og
aðrir skemmtilegir karlar. Á þessum árum
þekktist fátækt ekki í sjávarplássum og menn
höfðu það yfirleitt gott. Og þannig hélst ástand-
ið alveg fram til 1920 en þá fór það að breytast
aftur. Og breyttist mikið.
- Saknarðu þessara ára?
Jú, maður saknar mjög mikið gömlu tím-
anna, eins og til að mynda síldveiðanna.
Norðmenn komu hingað um aldamótin síðustu
og veiddu síld. Það voru notaðar sérstakar
aðferðir við að veiða sildina inni í firðinum.
Ég hafði mjög gaman af að vera með í því og
taka þátt í þessum veiðum. Svo breyttust að-
ferðirnar smátt og smátt því það var alltaf
eitthvað nýtt að koma. En það var ákaflega
rómantískt að vera þarna á skipunum og róa
í myrkrinu. Svo komu skellirnir í bátana og
lætin með nýju tækninni. Fyrstu vélbátarnir
komu um 1904 en gömlu sjómennirnir voru nú
ekki alveg sáttir við þá. Vélarnar voru hávaða-
samar og gömlu karlarnir héldu að þær myndu
fæla fiskinn úr firðinum. Þeir vildu bara hafa
gamla lagið á öllu saman. í sögunni reyni ég
einmitt að láta viðbrögð gamla fólksins við
nýja tímanum koma fram.
- Fóru menn ungir til sjós?
Já, unglingar fóru að taka til hendinni langt
innan við fermingu og fóru strax að atast í öllu
með fullorðna fólkinu. Það var þeirra metnaður
að þykjast vera fullorðnir og geta tekið þátt í
störfum fullorðna fólksins. Börn fóru strax að
príla út á sjó eða upp í íjöll þriggja til fimm
ára gömul. Maður var frjáls og gat alltaf fund-
ið sér eitthvað til. En nú eru breyttir tímar.
Ef fimm ára strákur færi á árabát út á höfnina
yrði hann tekinn eins og skot.
- Hvað fær þig til að gefa út bók, svona á
Texti: Elín Bára Magnúsdóttir
Mynd: Ingólfur Eldjárn
gamals aldri?
Ja, ég veit það ekki. Ég er fæddur grúskari
eða eitthvað svoleiðis. Ef mér dettur eitthvað
í hug verð ég að losna við það á einhvern hátt,
verð að klára það og koma því frá mér. Það
er nú reyndar langt síðan ég byrjaði á þessari
bók. Ætli ég hafi ekki verið að dunda mér við
þetta í tíu, tuttugu ár.
- Lumarðu kannski á einhverju fleiru?
Já, ég hef verið að grúska mikið í Ingólfi
Arnarsyni. Hann hefur einhvern veginn sótt
mikið á mig. Ég er kunnugur öllum þeim stöð-
um þar sem hann er nefndur í sögunni, í
Álftafirði eystra, við Ingólfshöfða, í Ölfusinu
og svo náttúrlega hér í Reykjavík. Ég hef verið
að rekja og grúska í slóðinni hans. Ég hef tínt
allt til sem ég hef fundið um hann í bókum og
verið að reyna að koma því saman. Þetta eru
svona smáglefsur enda engin heildarmynd til
af sögu Ingólfs. Þó er hans getið í bókum hing-
að og þangað og ég hef verið að reyna að koma
því í einhverja samræmda sögu.
- Hefurðu komist að einhverjum niðurstöð-
um um persónuna Ingólf Arnarson?
Já, þetta hefur verið mjög skýr og athugull
maður eftir því sem maður kemst næst. Hann
gerði ekkert nema athuga sinn gang áður.
Áður en hann flutti til íslands kom hann hing-
að sjálfur eitt sumar til þess að kynna sér
landið og hefur sennilega verið hér í eitt ár
áður en hann ákvað að flytja hingað með allt
sitt lið. Maður rekst oft á eina og eina setningu
um hann svona hingað og þangað. Það var ein
setning til að mynda þar sem sagt var að hann
hefði verið heygður austur í Ingólfsfjalli. Mér
datt í hug hvernig stæði á því að þeir hefðu
farið að drösla honum dauðum austur en hann
bjó þá í Reykjavík. En svo rakst ég á setningu
í íslendingasögunum þar sem einn maður seg-
ir: Ég sá þar fyrsta landnámsmanninn okkar,
háaldraðan í Reykjakoti. Þá hafði Ingólfur átt
bú þar líka og farið aftur að búinu sínu og
dáið þar og verið heygður í Ingólfsfjalli.
Finnst þér hugsunarháttur fólks hafa mik-
ið breyst frá því um aldamótin?
Já, mér finnst hugsunarhátturinn allt annar
núna. í þá daga kom ekki annað til greina fyr-
ir menn en að duga eða drepast. Menn urðu
að bjarga sér sjálfir. Og þá voru cngir bankar
starfandi sem menn gátu leitað til. En nú eru
breyttir tímar. Og mér finnst allt miklu frjáls-
ara. Annars held ég að hugsunarháttur fólks
hafi verið misjafn, hafi farið svolítið eftir þorp-
um. Þessi staður, sem ég er fæddur á, var mjög
mikill menningarstaður. Þarna var sýslu-
mannssetur og það var nú alltaf svolíti 11
straumur frá sýslumönnunum þó þeir væru
misjafnir, sérstaklega þó frá konunum, juer
voru mjög duglegar og athafnasamar. Norð-
menn höfðu líka mikil áhrif á athafnalíf
staðarins því að þá var mikið um norska síld-
veiðimenn og fram yfir aldamótin.
26 VIKAN 36. TBL