Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 12

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 12
Myndir: Arna Kristjánsdóttir Fastan hefur fylgt flestum trúarbrögðum mannkynsins frá örófi alda. Gyðingar fasta á Yom Kippur hátíð sinni og einnig fyrir páska. Fasta múhameðstrúarmanna stendur í nokkrar vikur á Ramadan hátíð- inni og er ætluð til að hreinsa líkama og sál af illum efiium, öndum og hugsunum. Fasta hefur skipað fastan sess innan heim- speki Austurlanda, jógar telja hana hreinsa bæði hug og líkama auk þess að hjálpa til við að gera persónuleika manna sterkari og auka sjálfrstjóm þeirra. Vestr rænar lækningaraðferðir mæla með föstu í ákveðnum tilfellum, til dæmis fyrir upp- skurði eða vegna innvortis særinda. Því má segja að fasta skipi mjög stóran sess um gjörvallan heim, hvort sem þar eru á ferðinni trúarbrögð, lækningar eða hrein- lega lífsmáti. Föstur geta verið mjög mislangar. Fé- lagar í Ananda Marga trúarsöfhuðinum fasta yfirleitt í einn sólarhring og þá oft> ast við fullt tungl eða nýtt. Á fullu tungli toga ákveðnir kraftar í ýmis efrd lík- amans, því fær líkaminn umframorku utan frá án neyslu. Lækningarföstur geta varað frá tólf tímum upp í viku, en heunsmetið í föstu á indverskur jógi frá Madhya Pra- desh, en hann bragðaði hvorki vott né þurrt í 65 daga. Hann lá reyndar undir grænni torfu á meðan á þessu stöð og tókst að stöðva nánast alla líkamsstarf- semina. Hvað sem öllum öfgum líður eru margir lærðir og leikir sammála um gildi föstu, hverjum og einum er nauðsyn á líkam- legri hreinsun með ákveðnu millibili, gefa líkamanum tækifæri á að losna við úr- gangsefni sem ætíð safnast fyrir í frumum hans. Sjúku fólki, bömum og bamshaf- andi konum er þó alls ekki ráðlagt að fasta. Vel þarf að passa upp á fæðið, bæði fyrir og eftir föstu, of mikið át strax eftir föstu er mjög óhollt. Ákveðin fæða er betri en önnur þegar fastað er; bananar og mjólk em mjúk og næringarrík fæða auk þess að brenna geysilega vel. Létt fæði, líkt og grænmeti og súpur, er gott, vatn í hófi er hreinsandi og gott en í óhófi get- ur það kostað hættulega þenslu melting- arfæranna. Margir mæla með tómatsafa en hann er einkar næringarríkur og auð- meltur. Jógar mæla með jafhvægisblöndu eftir uppskrift yin/yang, en hún sam- anstendur af vatni, sítrónusafa og salti og vinnur með togkröftum fulla tunglsins. Ying/Yeng blandan á að mæta orkuþörf líkamans að miklu leyti. Ekki er ráðlegt að fasta nema undir leiðsögn og eftirliti kunnugra og óhóflega löng fasta er verri en engin. En hvað er fasta raunverulega? Hvemig tilfinning er það að vera nánast matarlaus í marga daga? Hvaða áhrif hefur fastan á líkama og sál. Ég fékk þau svör að þessu væri ómögulegt að lýsa, tilfinninguna þekktu einungis þeir sem það hefðu reynt. Ég varð því að reyna föstu upp á eigin spýtur. Ég ákvað að fasta samkvæmt formúlu austurlenskrar læknisfræði. Fastan stendur í átta daga með minnk- andi og vaxandi áti, en eiginlegir föstu- dagar em tveir, sá fjórði og fimmti. Þann fimmta var fullt tungl svo allar aðstæður vom samkvæmt kenninguhni. MATSEÐILL: Fyrsti dagur: 2 heilhveitibrauðsneiðar með osti 2 mjólkurglös 1 banani 1 diskm- grænmetissúpa 2 vatnsglös Annar dagur: 1 mjólkurglas 1 banani 1 diskur grænmetissúpa 1 glas af tómatsafa 2 vatnsglös Þriðji dagur: 3 vatnsglös 1 diskur grænmetissúpa 1 glas af tómatsafa Fjórði dagur: 3 vatnsglös með sítrónu og salti 1 glas af tómatsafa Fimmti dagur: 3 vatnsglös með sítrónu og salti 1 glas af tómatsafa 12 VIKAN 36. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.