Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 45
Hiindurinn
brölti
Hér átti að birtast viðtal
við tvo hænsnabændur en
af tæknilegum ástæðum,
eins og þeir hjá sjónvarp-
inu segja, verðum við að
geyma viðtalið þar til síð-
ar. En það er fleira gott
fólk í sveitinni. Þessir
krakkar voru að hjóla niðri
við Laugarvatn. Þau eru
Rúna, fimm ára, Hildur, sjö
ára, og bróðir hennar,
Daníel, fjögurra ára. Rúna
og Daníel gátu rétt verið
kyrr á meðan myndin var
tekin, síðan voru þau þotin
í burtu en Hildur fékkst til
að tala við okkur. Við
spyrjum hana fyrst hvort
hún búi á Laugarvatni.
„Nei, ég á heima í
Reykjavík en er búin að
vera hér í allt sumar.
Amma mín er hótelstjóri
hér. Það er gaman að vera
hér, ég fer oft í pottinn sem
er á bak við hótelið, sund
og gufu og margt fleira.“
Hvaða hundur er þetta
sem þú ert með?
„Ég veit ekki hvað hann
heitir, hann kom bara inn
á hótelið. Hann er svo sæt-
ur.“
Hundurinn brölti svolítið
í fanginu á Hildi svo að hún
sleppti honum lausum.
Ferð þú ekki í skóla í
vetur?
„Jú, ég var í Isaksskóla
en fer nú í Alftamýrar-
skóla. Ég veit ekki hvenær
skólinn byrjar en ég
hlakka svolítið til,“ svarar
Hildur og er þar með þotin
á eftir hundinum.
Rúna, Daníel og Hildur með hundinn.
36. TBL VIKAN 45: