Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 54
Sakamálasaga eftir Agöthu Christie
og mjög amerískur í útliti. Hann hafði verið
skotinn í hnakkann af stuttu færi.
„Hann hefur snúið sér eitt augnablik,“ sagði
Japp, „og um leið greip náunginn byssuna og
skaut hann. Byssan, sem við fengum hjá frú
Havering, er hlaðin, hin hefur sjálfsagt verið
það líka. Hugsaðu þér, að hafa hlaðna byssu
uppi á vegg.“
„Hvað heldurðu um þetta mál?“ spurði ég
um leið og við gengum út úr hinu óhugnanlega
herbergi.
„Nú, ég læt fylgjast með Havering svona til
að byrja með,“ sagði hann. Þegar hann sá hvað
ég varð undrandi bætti hann við:
„Það er nefnilega ekki allt með felldu í for-
tíð Haverings. Þegar hann var ungur stúdent
í Oxford varð eitthvert havarí út af ávísunum
frá föður hans. Málið var að sjálfsögðu þaggað
niður. Núna er hann skuldum vafinn og það
eru skuldir sem ég er viss um að hann myndi
ekki vilja að frændinn vissi um. Það er líka
næsta víst að hann er einn aðalerfingi frænda
síns. Já, ég hef auga með honum. Þess vegna
vildi ég ná tali af honum áður en hann hitti
konu sína. Framburði þeirra ber hins vegar
algerlega saman og það er næsta víst að hann
fór með kortér yfir sex lestinni til London. Hún
kemur til London klukkan hálfellefu og þá fór
hann strax í klúbbinn sinn. Ef það verður stað-
fest getur hann ekki hafa komið hér, dulbúinn
með svart skegg, og skotið frænda sinn.“
„Já, ég ætlaði einmitt að spyrja þig um svarta
skeggið."
Japp glotti.
„Ég held að það hafi vaxið mjög hratt, til
dæmis á þeim fimm mílum sem eru milli veiði-
kofans og Elmer Dale. Þeir Bandaríkjamenn,
sem ég hef hitt, eru venjulega nauðrakaðir.
Þetta bendir að vísu til þess að það sé meðal
bandarískra kunningja Pace sem morðingjann
er að finna. Eg yfirheyrði ráðskonuna fyrst og
svo frúna og þeim ber saman í öllum meginat-
riðum. Verst er að frú Havering sá ekki
náungann. Hún er vel gefin kona og gæti hafa
tekið eftir einhverju sem kæmi okkur á sporið.“
Ég settist niður og skrifaði nákvæma og
langa skýrslu til Poirots. Áður en ég póstlagði
hana gat ég bætt ýmsu við, til dæmis því að
kúlan reyndist úr sams konar byssu og var í
veiðikofanum. Ennfremur reyndist enginn vafi
leika á þvi að hr. Havering sagði satt og rétt
frá ferðum sínum þetta örlagaríka kvöld. Frá-
sögn hans var staðfest í flestum atriðum. í
þriðja lagi hafði dálítið spennandi gerst. Fjár-
málamaður, sem bjó í Ealing, hafði tekið eftir
brúnum böggli milli járnbrautarteinanna við
Haven Green. Þegar hann opnaði böggulinn
kom skammbyssa í ljós. Hann afhenti lögregl-
unni pakkann og brátt kom í ljós að þetta var
eimitt það sem allir höfðu verið að leita að, hin
byssan úr byssuherberginu. Einu skoti hafði
verið skotið úr henni.
Öllu þessu bætti ég við skýrsluna. Daginn
eftir, nánar tiltekið um morguninn þegar ég
var að snæða morgunmatinn, kom skéyti frá
Poirot.
„Vitanlega var sá svartskeggjaði ekki hr.
Havering. Sendu mér lýsinguna á ráðskonunni
og hvemig hún var klædd, einnig það sama
varðandi frú Havering. Láttu alveg vera að
taka myndir. Þær verða hvort eð er undirlýstar
og ekki vitund listrænar."
Mér fannst Poirot dálítið stuttur í spuna í
skeytinu og jafnframt virtist hann öfunda mig
af aðstöðu minni. Mér fannst beiðnin um lýs-
inguna á klæðnaði kvennanna fáránleg en ég
sendi samt sem áður skeyti og lýsti þeim eins
vel og ég gat.
Klukkan 4 kom skeyti írá Poirot.
„Láttu Japp handtaka ráðskonuna strax.“
Ég var undrandi á þessu skeyti en fór strax
með það til Japps. Hann bölvaði lágt.
„Detti mér allar dauðar lýs úr höfði en hann
hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér fyrst hann vill
láta gera þetta. Ég tók varla eftir konunni. Ég
veit ekki fyrir hvað ég get látið handtaka hana
en ég get að minnsta kosti látið hafa gætur á
henni.“
En við vorum of seinir. Frú Middleton, þessi
hægláta, virðulega, miðaldra kona, var horfin.
Farangur hennar hafði verið skilinn eftir. I
honum fundust einungis ósköp venjuleg hvers-
dagsföt. Ekkert fannst sem sýndi hver hún var
eða hvert hún hafði farið.
Frú Havering sagði okkur allt sem hún vissi
um konuna.
„Ég réð hana fyrir um þrem vikum eftir að
frú Emery, síðasta ráðskonan okkar, sagði upp.
Það var ráðningarskrifstofa frú Selbourne í
Mountstræti sem sendi hana. Þetta er vel látin
ráðningarskrifstofa og ég ræð öll mín hjú gegn-
um hana. Nú, hingað komu þónokkrar konur
en frú Middleton kom best fyrir og hafði auk
þess prýðisgóð meðmæli. Ég réð hana sam-
stundis og lét síðan ráðningarskrifstofuna vita.
Ég get ekki ímyndað mér að hún hafi haft nein
afskipti af þessu máli. Þetta var svo indæl
kona.“
Þetta var svo sannarlega dularfullt. Það var
ljóst að hún hafði ekki framið glæpinn sjálf því
að þegar skotið var úr byssunni stóðu hún og
frú Havering í ganginum. Þrátt fyrir það var
hún samt á einhvern hátt tengd morðingjanum.
Hvers vegna hefði hún annars átt að hlaupast
á brott?
Ég sendi Poirot skeyti þar sem ég sagði frá
því sem var að gerast og lagði til að ég færi til
London og spyrðist fyrir hjá ráðningarskrifstof-
unni.
Svar Poirots var stutt og laggott.
„Tilgangslaust. Ráðningarskrifstofan hefur
aldrei heyrt hennar getið. Athugaðu í hvaða
bíl hún kom þegar hún kom í fyrsta skipti í
veiðikofann."
Ég skildi hvorki upp né niður í fyrirmælunum
en gerði samt eins og hann bað um. Það var
heldur ekki um marga möguleika að ræða. Á
leigubílastöðinni voru tveir Fordbílar og tveir
léttivagnar. Við athugun kom í ljós að enginn
þeirra hafði ekið konunni. Frú Havering sagð-
ist hafa látið hana hafa næga peninga fyrir
ferðalaginu til Derbyshire og svo aftur til veiði-
kofans. Ein Fordbifreið var venjulega til taks
á lestarstöðinni ef einhver þyrfti á að halda og
með tilliti til þess að enginn hafði orðið var
við svartskeggjaðan mann um kvöldið þegar
morðið var framið benti allt til þess að morðing-
inn hefði komið í bíl sem beið eftir honum.
Sami bíll hafði líklega flutt ráðskonuna á stað-
inn. Ég get nefnt það í framhjáhlaupi að fyrir-
spurnir lögreglunnar hjá ráðningarskrifstof-
unni í London voru árangurslausar eins og
Poirot hafði sagt fyrir um. Ráðningarskrifstof-
an hafði fengið beiðnina frá frú Havering og
sent nokkra umsækjendur en þegar hún sendi
þeim svo þóknunina fyrir aðstoðina hafði hún
ekki minnst á hvern umsækjandann hún hafði
ráðið.
Mér var nú öllum lokið og hélt því til Lon-
don. Poirot var kominn á fætur. Hann sat í
hægindastól fyrir framan arininn, íklæddur
silkislopp. Hann fagnaði mér vingjarnlega.
„Hastings, kæri vinur, það er ánægjulegt að
sjá þig. Ég er svo sannarlega búinn að sakna
þín. Hefurðu skemmt þér vel? Þú ert væntan-
lega búinn að þeytast fram og aftur með hinum
ágæta Japp. Þið hafið rannsakað og yfirheyrt
eins og ykkur lysti.“
„Poirot," hrópaði ég, „þetta er ljóta svart-
nættið. Málið verður aldrei upplýst."
„Þetta verður líklega engin skrautíjöður í
hattinn okkar."
„Heldur er þetta tormelt.“
„Ég hef ágætis maga, það er alls ekki vanda-
málið, og ég veit svo sem hver það var sem
myrti hr. Pace.“
„Þú lést mér í té allar upplýsingar sem ég
þurfti á að halda í skýrslum þínum. Við skulum
nú athuga málið í rökréttri röð. Hr. Harrington
Pace er auðugur maður og við lát hans mun
frændi hans erfa eignir hans. 1 fyrsta lagi er
frændinn í fjárhagsvandræðum. I öðru lagi er
frændinn þekktur, við skulum orða það þannig
að hann sé ekki mjög sterkur á svellinu, sið-
ferðislega. 1 þriðja lagi...“
„Já, en Roger Havering fór beint til London.
Það hefur verið sannað."
„Hárrétt og einmitt vegna þess að hr. Haver-
ing fór frá Elmers Dale kortér yfir sex og þar
sem hr. Pace var ekki myrtur fyrr en hann var
lagður af stað, læknirinn hefði við krufninguna
uppgötvað ef logið hefði verið til um morð-
tímann, getum við dregið þá ályktun að hr.
Havering hafi alls ekki myrt frænda sinn. En,
Hastings, gleymdu því ekki að frú Havering
var heima.“
„Ómögulegt, hún var með ráðskonunni þegar
skotinu var hleypt af.“
„Aha, ráðskonan, en hún er horfin."
„Hún finnst."
„Það held ég ekki. Finnst þér ekki undarlegt
hve erfitt er að átta sig á þessari ráðskonu. Það
er eitt af því fyrsta sem ég tók eftir.“
„Nú, hún hefur gegnt ákveðnu hlutverki og
lét sig hverfa að því búnu.“
„Og hvert heldurðu að það hlutverk hafi
verið?"
„Nú, líklega að hleypa samverkamanninum
inn, það er að segja náunganum með svarta
skeggið."
„Ónei, það var nú ekki hlutverk hennar. Það
eina sem hún átti að gera var að staðfesta fjar-
vistarsönnun frú Havering. Ráðskonan finnst
aldrei því að hún var aldrei til. „Það er engin
slik manneskja til,“ eins og hinn mikli Shake-
speare sagði.“
„Það var Dickens sem sagði þetta,“ muldraði
54 VIKAN 36. TBL