Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 55

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 55
ég. Ég gat ekki annað en brosað. „En hvað áttu við, Poirot?“ „Ég á við það að Zoe Havering var leikkona áður en hún gifti sig. Þið Japp sáuð ráðskon- una aðeins í dimmri forstofunni. Þið sáuð aðeins óljóst miðaldra konu, svartklædda, sem talaði lágum rómi. Hvorki þú né Japp né lög- regluþjónarnir, sem ráðskonan náði í, sáuð þær frú Havering í einu. Þetta var barnaleikur fyr- ir djarfa og snjalla konu. Hún segist ætla upp að ná í húsmóður sína, fer í rauða peysu, setur upp hatt með svartri hárkollu til að hylja gráa litinn. Hún hreinsar burt farðann með hreinsi- kremi, í staðinn kemur örlítill kinnalitur og niður stigann gengur hin fagra Zoe Havering sem talar með fallegri, hljómmikilli röddu. Enginn skiptir sér neitt af ráðskonunni. Til hvers væri það svo sem, hún hafði líka fjarvist- arsönnun?“ „En byssan sem fannst í Ealing. Ekki gat frú Havering komið henni fyrir þar.“ „Nei, það var það sem Roger Havering átti að gera en þar gerðu þau líka mistök og þar komst ég á sporið. Maður, sem myrðir með vopni sem hann grípur á staðnum, fleygir því strax frá sér. Hann dröslar því ekki með sér til London. Nei, tilgangurinn var augljós. Afbrota- mennirnir vildu losna við lögregluna frá Derbyshire. Þeir vildu ekki hafa hana snuðr- andi kringum veiðikofann. Byssan, sem fannst í Ealing, var að sjálfsögðu ekki sú sem hr. Pace var myrtur með. Roger Havering hleypti af einu skoti, fór með hana til London og í klúbbinn sinn til að fá fjarvistarsönnun sína staðfesta. Því næst fór hann til Ealing með lest- inni, það tók aðeins 20 minútur. Hann kom bögglinum fyrir og fór síðan aftur til borgarinn- ar. Á meðan dundaði hin indæla eiginkona hans sér við að skjóta hr. Pace rétt eftir að hann hafði lokið kvöldverði. Þú manst eftir þvi að hann var skotinn í hnakkann. Það skiptir líka máli. Síðan hlóð hún byssuna aftur, setti hana á sinn stað og byrjaði að leika hlutverk sitt.“ „Ótrúlegt,“ muldraði ég steini lostinn. „Og þó er þetta sannleikurinn. Já, kæri vin- ur, svona var þetta. Það er hins vegar annað mál hvort hægt er að koma lögum yfir söku- dólgana. Nú verður Japp að gera það sem í hans valdi stendur. Ég hef gefið honum skýrslu. En því miður er ég hræddur um að þau fái ekki sína refsingu í þessu lífi. Héðan af er þetta á valdi almættisins.“ „Og illvirkjarnir fitna eins og púkinn á fjós- bitanum." „En trúðu því, kæri Hastings, að þau þurfa að greiða fyrir það á einn eða annan hátt.“ Allt fór þetta eins og Poirot hafði spáð. Þótt Japp legði trúnað á kenningar hans fengust ekki nægar sannanir til að tryggja dóm yfir skötuhjúunum. Auðæfi hr. Pace lentu því í höndum morð- ingja hans. En örlaganornirnar voru samt ekki búnar að sleppa þeim úr klóm sínum. Ég vissi að réttlætinu hafði verið fullnægt þegar ég las það í einu dagblaðanna að hr. og frú Roger Havering hefðu verið meðal þeirra sem fórust þegar áætlunarflugvélin milli London og París- ar fórst. 36. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.