Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 38
Símatal
Texti: Sigrún Ása Markúsdóttir
Ein stutt og tvær langar
Á íslandi hefur annar hver þegn aðgang að
síma. Þetta er heimsmet sem þjóðin hefur átt um
langt skeið og ekkert bendir til þess að hún
muni láta það frá sér í bráð. En ekki tóku Islend-
ingar tólið upp hægt og hljóðalaust. Þegar
ákveðið var að leggja sæsímastreng til landsins
árið 1905 riðu bændur fylktu liði víðsvegar af
landinu til Reykjavíkur og mótmæltu þessari fá-
sinnu.
Brátt tóku bændur þó símann í sátt. Þetta
undratæki, sem gaf skít í fjarlægðir, kom stijál-
býlli þjóð að góðum notum. Á tuttugu ára afmæli
símans 1926 var ísland í tíunda sæti hvað varð-
aði símtækjaeign miðað við höfðatölu. Sama ár
var fyrsta símakerfið lagt um sveitir. 1932 voru
fyrstu sjálfvirku símstöðvamar opnaðar í Reykja-
vík og Hafnarfirði. Stuttu seinna eða 1935 komst
á beint talsamband við útlönd og þá var reist
sendistöð á Vatnsendahæð. 1950 var opnuð sjálf-
virk símstöð á Akureyri, sú fyrsta utan höfuð-
borgarsvæðisins. Árið 1960 hófet svo uppbygging
sjálfvirka símakerfisins um land allt. Strax það
ár náði kerfið til 72% notenda. I byijun níunda
áratugarins tók svo jarðstöðin Skyggnir til starfa.
Þá margfaldaðist samband íslendinga við útlönd.
Um leið var opnuð sjálfvirk útlandasímstöð og
er nú kleift að velja beint til nánast allra homa
heims. í júlí 1986 var opnuð sjálfvirk símstöð fyr-
ir farsíma og í árslok er gert ráð fyrir að síðasti
handvirki síminn verði tekinn úr notkun og þar
með allt landið tengt sjálfvirka símakerfinu. Og
hvað ber framtíðin í skauti sér? Stöðugur gró-
andi er í fjarskiptamálum og ekki þýðir að áætla
langt fram í tímann. Næsta verkefni hjá Landssí-
manum er að koma upp stafrænum símstöðvum
um allt land. Þær hafa mikla afkastagetu og bjóða
upp á margvíslega þjónustumöguleika.
Nokkrar staðreyndir
íslensk símaúmer em 116.000, þar af 70.000 á
höfuðborgarsvæðinu, þá em um það bil 1000 far-
símanúmer. Á ári selur Póstur og sími um 8000
símtæki. En í landinu munu vera um 280 til 320.
000 tæki sem þýðir að hver íbúi landsins hefur
aðgang að einu og 'A símtæki. Stærstu fyrirtæki
og stofhanir hafa yfirleitt eitt númer i síma-
skránni en að baki þess liggja margar símalínur.
Hjá Reykjavíkurborg em 90 línur í skiptiborði,
hjá Stjómarráði 40 og hjá SÍS 30. Símar á þessum
stöðum em á bilinu 550 upp í 1000.
25000, 18800, 29000, 690100 og 685522 em allt
landsþekkt númer. En ekkert þeirra er mest not-
aða símanúmer landsins. Það er 03. Þangað
hringja að meðaltali 12.000 manns eða um 5%
þjóðarinnar dag hvem.
Mest daglegt álag á síma er á tímabilinu 10.30
til 12.15 og svo aftur 13-15. Þá er mikið álag á
fímmtudagskvöldum, eftir sjónvarpsfréttir og
þegar dagskrá sjónvarps vekur ekki áhuga. Á
gamlárskvöld kiknar kerfið yfirleitt, svo og ef
verður rafmagnslaust. Minnst daglegt álag er
milli 2.00 og 6.00 og frá 19.00 til 19.15.
Símaþrælar
Fyrir nokkrum árum var gerð skemmtileg
könnun í Vestur-Þýskalandi. Könnuð vom við-
brögð manna og hegðun gagnvart símtækjum.
Kom í ljós að allflestir ruku upp til handa og
fóta um leið og tækið hringdi. Skipti hvorki stund
Hver kannast ekki viA Grána gamla? Karlinn er
nú nær dauður úr öllum æðum.
né staður máli. Til dæmis þaut hjartveikur mað-
ur, staddur í kjallara stigahúss, upp á fjórðu hæð
til þess eins að svara símhringingu.
Þá var þátttakendum raðað í hring og símtæki
komið fyxir í miðjum hringnum. Síminn hringdi
án afláts en öllum var bannað að taka upp tólið.
Með hverri hringingu tók hegðan manna breyt-
ingrum. Við þá þriðju og fjórðu vom flestir famir
að iða í sæti, við áttundu til tíundu vom nokkr-
ir orðnir mjög sveittir og áttu erfitt með að
einbeita sér, stöppuðu niður fótum eða vildu
standa upp. Við fimmtándu hringingu sprakk
einn, hann reis á fætur og tók upp tólið. Rödd í
símanum svaraði: „Ha, ha, nú varstu gabbaður,
þú ert úr leik.“
Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að
langflestir væm að meira eða minna leyti háðir
símanum. Hvers vegna? Jú, margir töldu hljóðið,
sem tækið gefur frá sér, þreytandi og krefjandi.
Þá vom ýmsir sem sögðu meðfædda samvisku-
semi eða hræðsluna við að missa af einhverju
ráða. Og vissulega er síminn harðstjóri á fleiri
stöðum en í Þýskalandi. Könnumst við ekki flest
við það að leggjast þreytt í heitt bað og ætla
sannarlega að njóta hvíldarinnar? Senn er friður-
inn þó úti. Síminn tekur að orga af lífs- og
sálarkröftum. Hundful og blaut staulumst við upp
úr til þess eins að þóknast þessari frekju. Og
annað dæmi: Mikilvægur fundur er í gangi, menn
ræða hugmyndir vítt og breitt, síminn hringir og
einn álpast til þess að svara. Áhugi manna fær-
ist frá fyrra umræðuefhi að símtalinu. Þegar því
er loks lokið eftir dúk og disk næst þráðurinn
aldrei almennilega upp að nýju. í báðum tilfellum
er síminn tmflun sem hægt er að koma í veg
fyrir með viljastyrk og hæfilegu kæmleysi. Já,
síminn nær oft heljartökum á fólki. Ekki má ljúka
þessari umfjöllun um símaþræla án þess að segja
frá einum allskondnum atburði. Maður nokkur,
hægur og stilltur, stóð í stiga í garði sínum og
Farsiminn, tákn burgeisanna.
Síminn var i upphafi heldri manna eign og þótti
sjálfsagt að leggja nokkra vinnu í smíöi hans.
38 VIKAN 36. TBL