Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 5
Kaffistofa, þar er framreiddur morgunverður.
BlflPI-
geti notið þessarar miklu feg-
urðar.
Rúmgóð sétustofa kemur
til með að verða á fjórðu hæð
hótelsins og síðar kemst
kjallarinn í gagnið. Þar verð-
ur meðal annars aðstaða til
heilsuræktar.
Á Hótel Keflavík er ekki
boðinn matur en morgun-
matur er framreiddur í kaffi-
stofu sem er á jarðhæð.
Spölkom frá hótelinu er veit-
ingahúsið Glóðin. Náið
samstarf er milli þessara
staða. Á Glóðinni gefst gest-
um kostur á fjölbreyttum
matseðli. Staðurinn hefur
vínveitingaleyfi.
Hótel Keflavík er mið-
svæðis í bænum, þangað er
stutt í helstu þjónustumið-
stöðvar svo sem verslanir og
simdlaug.
Steinþór Jónsson er hótel-
stjóri á Hótel Keflavík. Hann
kvaðst mjög ánægður með
aðsókn. Nýting hefur verið
um 90% og ekkert lát virðist
vera á pöntunum. Gestir eru
jafht erlendir sem innlendir.
Steinþór sagði nálægðina við
flugvöllinn setja mark á
starfsemi hótelsins. Er það
síðasti áfangi margra gesta á
leið þeirra úr landi. Að sögn
Steinþórs er mjög algengt að
þama komi og gisti fólk sem
fer snemma í flug. Starfs-
menn hótelsins sjá um að
vekja gesti sem þess óska.
Þá er gestum boðinn akstur
til og frá flugvellinum, þeim
að kostnaðarlausu.
Steinþór sagði fólk ekki
svikið sem heimsækir Suður-
nes og er ýmis þjónusta í
boði fyrir ferðamenn. Má þar
nefha golfvöll, hestaleigu,
íþróttasvæði og skipulagðar
vettvangsferðir um Reykja-
nesskaga. Hótelið veitir allar
upplýsingar um þessa þjón-
ustu. Þá em Suðumes
stórkostlegt svæði fyrir alla
þá sem áhuga hafa á fuglum
og skoðun þeirra.
I sumar dvaldi á hótelinu
stór hópur sjóstangaveiði-
manna frá Bretlandi, en
sjóstangaveiði er ný íþrótt
sem nýtur vaxandi vinsælda
og Suðumes em einkar hent-
ugt svæði til iðkunar þessara
greinar.
Steinþór kvað það mark-
mið eigendanna að hótelið
tæki sem virkastan þátt í
allri ofangreindri starfsemi
og reyndi jafhvel að skapa
nýja möguleika fyrir ferða-
menn á Suðumesjum.
Á Hótel Keflavík starfa nú
fimm manns. Sem fyrr segir
em öll herbergi tveggja
manna en næturgisting fyrir
einn kostar 1900 krónur.
Verð fyrir tvo er 2300 krónur
fyrir nóttina.
Úr setustofu á fyrstu hæö.
Útsýnið af svölunum er ægifagurt.
36. TBL VI KAN 5