Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 23
Þekktir leikarar James Garner Eftir þrjátíu ára starf sem kvikmynda- leikari í misjöfnum kvikmyndum og eftir að hafa verið í vinsælum sjónvarpsflokk- um er loksins farið að taka James Garner alvarlega sem leikara. Hann hlaut í vor sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Murphy’s Romance. Hann átti þá tilnefningu fyllilega skilið. í þeirri mynd komu fram helstu kostir hans sem leik- ara. Rólegum og yfirvegúðum tókst honum á sinn sjarmerandi hátt að sýna áhorfandanum þá innri baráttu sem hlut- verkið krafðist. James Garner fæddist 7. apríl 1928 í Oklahoma. Móðir hans dó þegar hann var fímm ára. Faðir hans giftist aftur og á Garner ekkert nema bitrar minningar um stjúpmóður sína. Hún gerði honum allt til miska sem í hennar valdi stóð, lét hann meira að segja klæðast kvenfötum og kallaði hann Louise. Var hlegið að honum í skóla og nágrenninu. Garner segist aldrei hafa almennilega komist yfír þessa reynslu og enn býr í honum hræðsla við að hlegið sé að honum. Breyting varð á lífi hans þegar hann var kallaður í herinn og sendur í Kóreu- styrjöldina sem þá geisaði. Hann vann til tvennra heiðursverðlauna. Það var svo strax eftir stríðið að hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, þá tuttugu og fimm ára gamall. Var það í Toward the Unknown. Þetta leiddi til að hann gerði samning við Warner bræður og lék nokkur auka- hlutverk, meðal annars við hlið Marlon Brando í Sayonara. Fyrsta aðalhlutverk hans var í Darby’s Rangers. Fékk hann það eftir að Charlton Heston lenti upp á kant við framleiðendurna og labbaði út. Það var þó sjónvarpið sem gerði Garn- . er frægan. Hann fékk aðalhlutverkið í nýrri vestraseríu sem hét Maverick. Lék hann þar pókerspilandi töffara sem féll vel í kramið hjá Bandaríkjamönnum. Gagnrýnendur sögðu að loksins hefði komið fram sjónvarpsstjarna sem gæti sýnt áhorfendum hvernig á að vera töff. Meðfram sjónvarpsleiknum lék hann í ýmsum léttvægum kvikmyndum, má nefna Cash McCall, Up Periscope og Alias Jesse James. James Garner, sem enn var samnings- bundinn Warner, var á smánarlaunum ef miðað er við frægð hans á þessum tíma. Varð það til þess að hann tók þá ákvörð- un að rifta samningnum. Það kostaði hann meira en hann hafði þénað á þrem árum fyrir hlutverk sitt sem Maverick en það borgaði sig fyrir hann. Hann var nú laus allra mála og gat valið og hafnað. Hann lék í nokkrum vel þekktum myndum, The Loudest Whis- per, The Great Escape, Grand Prix og svo eftirlætiskvikmynd hans frá þessum árum, The Americanisation of Emily. Honum bauðst aftur hlutverk í sjón- varpsþáttum, nú fyrir margfalt meiri laun en áður. Var það í The Rockford Files. Lék hann í nokkur ár í þessum vinsælu þáttum. Það er svo með litlu en góðu hlutverki í Victor/Victoria sem hann snýr sér aftur að kvikmyndum. Kom hann mörgum á óvart með mjög góðum leik í þeirri mynd. A eftir fylgdu The Glitter Dome, Tank og sjónvarps- myndin Heartsounds, en fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd fékk hann tilnefningu til Golden Globe sjónvarpsverðlaun- anna. Það er því óhætt að segja að þrátt fyr- ir brösóttan þrjátíu ára leikferil sé James Garner á toppnum. Hann hefur nýlega lokið við að leika í mikilli og dýrri sjón- varpsseríu, Space, sem byggð er á metsölubók James Michener. Hefur sú sjónvarpssería þegar komið út á fimm spólum frá Háskólabíói og verður fjallað um hana í næsta blaði. 36. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.