Vikan

Útgáva

Vikan - 04.09.1986, Síða 23

Vikan - 04.09.1986, Síða 23
Þekktir leikarar James Garner Eftir þrjátíu ára starf sem kvikmynda- leikari í misjöfnum kvikmyndum og eftir að hafa verið í vinsælum sjónvarpsflokk- um er loksins farið að taka James Garner alvarlega sem leikara. Hann hlaut í vor sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Murphy’s Romance. Hann átti þá tilnefningu fyllilega skilið. í þeirri mynd komu fram helstu kostir hans sem leik- ara. Rólegum og yfirvegúðum tókst honum á sinn sjarmerandi hátt að sýna áhorfandanum þá innri baráttu sem hlut- verkið krafðist. James Garner fæddist 7. apríl 1928 í Oklahoma. Móðir hans dó þegar hann var fímm ára. Faðir hans giftist aftur og á Garner ekkert nema bitrar minningar um stjúpmóður sína. Hún gerði honum allt til miska sem í hennar valdi stóð, lét hann meira að segja klæðast kvenfötum og kallaði hann Louise. Var hlegið að honum í skóla og nágrenninu. Garner segist aldrei hafa almennilega komist yfír þessa reynslu og enn býr í honum hræðsla við að hlegið sé að honum. Breyting varð á lífi hans þegar hann var kallaður í herinn og sendur í Kóreu- styrjöldina sem þá geisaði. Hann vann til tvennra heiðursverðlauna. Það var svo strax eftir stríðið að hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, þá tuttugu og fimm ára gamall. Var það í Toward the Unknown. Þetta leiddi til að hann gerði samning við Warner bræður og lék nokkur auka- hlutverk, meðal annars við hlið Marlon Brando í Sayonara. Fyrsta aðalhlutverk hans var í Darby’s Rangers. Fékk hann það eftir að Charlton Heston lenti upp á kant við framleiðendurna og labbaði út. Það var þó sjónvarpið sem gerði Garn- . er frægan. Hann fékk aðalhlutverkið í nýrri vestraseríu sem hét Maverick. Lék hann þar pókerspilandi töffara sem féll vel í kramið hjá Bandaríkjamönnum. Gagnrýnendur sögðu að loksins hefði komið fram sjónvarpsstjarna sem gæti sýnt áhorfendum hvernig á að vera töff. Meðfram sjónvarpsleiknum lék hann í ýmsum léttvægum kvikmyndum, má nefna Cash McCall, Up Periscope og Alias Jesse James. James Garner, sem enn var samnings- bundinn Warner, var á smánarlaunum ef miðað er við frægð hans á þessum tíma. Varð það til þess að hann tók þá ákvörð- un að rifta samningnum. Það kostaði hann meira en hann hafði þénað á þrem árum fyrir hlutverk sitt sem Maverick en það borgaði sig fyrir hann. Hann var nú laus allra mála og gat valið og hafnað. Hann lék í nokkrum vel þekktum myndum, The Loudest Whis- per, The Great Escape, Grand Prix og svo eftirlætiskvikmynd hans frá þessum árum, The Americanisation of Emily. Honum bauðst aftur hlutverk í sjón- varpsþáttum, nú fyrir margfalt meiri laun en áður. Var það í The Rockford Files. Lék hann í nokkur ár í þessum vinsælu þáttum. Það er svo með litlu en góðu hlutverki í Victor/Victoria sem hann snýr sér aftur að kvikmyndum. Kom hann mörgum á óvart með mjög góðum leik í þeirri mynd. A eftir fylgdu The Glitter Dome, Tank og sjónvarps- myndin Heartsounds, en fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd fékk hann tilnefningu til Golden Globe sjónvarpsverðlaun- anna. Það er því óhætt að segja að þrátt fyr- ir brösóttan þrjátíu ára leikferil sé James Garner á toppnum. Hann hefur nýlega lokið við að leika í mikilli og dýrri sjón- varpsseríu, Space, sem byggð er á metsölubók James Michener. Hefur sú sjónvarpssería þegar komið út á fimm spólum frá Háskólabíói og verður fjallað um hana í næsta blaði. 36. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.