Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 6
SLATURTIÐ
Viðtal:
Jón Karl Helgason
■ Þegar hraktir flóttamenn komu hingað til
lands á árum seinni heimsstyrjaldarinnar
segir sagan að þeim hafi brugðið í brún um
leið og þeir sigldu inn í Reykjavíkurhöfn. Á
hafnarsvæðinu blasti við þeim merki Eimskipa-
félagsins sem svipaði óþægilega mikið til
hakakross þýska nasistaflokksins. Þetta fólk
steig því hikandi í land. Sagan segir líka að
einhverjir hafi gengið með föggur sínar sem
leið lá austur Skúlagötuna og ekki orðið um
sel þegar þeim mætti blóðlækur. Þegar fólkið
leit upp á húsið, þaðan sem lækurinn kom, fékk
það síðan kökk í hálsinn. Á gafli þess stóð stór-
um stöfum SS.
Vafalaust er þetta bara ein af þessum sögum
sem gárungarnir semja og fráleitt er að bera
þýsku stormsveitirnar og Sláturfélag Suður-
lands saman. Sláturfélagið fæst við það sem
heldur lífinu í mönnum meðan stormsveitirnar
gerðu hið gagnstæða. En því er þessi saga rifj-
uð upp að um það leyti sem hún á að hafa gerst
var ungur maður að hefja störf í nefndu húsi
við Skúlagötuna, Sigurbjörn Sigurpálsson.
Hann hefur starfað þar síðan, lengst af við
gripaslátrun en vinnur nú við kjötafgreiðslu.
Margt hefur breyst á þessum tíma og forvitni-
legt þótti að spjalla við Sigurbjörn, svona í
tilefni sláturtíðar.
Þegar Sigurbjörn' réð sig .til Sláturfélagsins
fór mestöll nautgripáslátrun þess fram hér í
Ré-vkjavík. „Háannatíminn var frá hausti fram
að jólum,‘f' segiv Sigurbjörn, „en þess á milli
féickst maður við-afgreiðslu til kjötbúðanna og
þess háttár. Lítið Var um slátrun á svínum á
'þessum tíma, það var hélst fyrir hátíðar. Slátr-
. umn gekk þannig fyrir sig að komið var með
gripina á bílum hingað í húsasundið og þeir
færðir upp á loft. Þeir voru yfirleitt látnir bíða
héí eina nótt; það er best að skepnurnar slappi
6 VIKAN 36. TBL