Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 10
10. tbl. 49. árg. 5.-11. mars 1987. Verð 150 krónur. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, elstu menntastofnunar landsins, stendur hér við græna skólatöflu með táknum á. Guðni var mynd- aður á eigin vettvangi þar sem hann er hagvanur, við töfluna. Valdís Óskarsdóttir, Ijósmyndari Vikunnar, tók myndina. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARI VlRU Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Fræðsla Mál skólanna, innan veggja sem utan, er yfirgripsmikill málaflokkur í okkar samfélagi. Mennt er mátt- ur, segir máltækið sem þjóðin hefur haft að leiðarljósi. Fræðslumál þjóðar taka breytingum í tímans rás og stundum er deilt um hvort breytingarnar séu aðeins breyting- anna vegna. Grunnskólalögin þóttu marka tímamót og hafa gert, en Ijóst er að þau eru ekki gallalaus. Nýtt framhaldsskólafrumvarp hefur séð dagsins Ijós og spekingar skegg- ræða um það og deila. Fyrir nokkrum árum var börnum gert skylt að Ijúka grunnskólanámi, níunda bekknum. Nú hefur frum- varp verið lagt fram á Alþingi þar sem kveðið er á um að skólaskyldu skuli Ijúka eftir áttunda bekkinn. Ágreiningsefnin í fræðslugeiran- um, fyrir utan laun kennaranna, eru óteljandi. Menn eru ekki á eitt sátt- ir um gildi áfangakerfis, telja bekkjakerfið ákjósanlegra. Menn deila um hvernig afbragðsnem- endum reiðir af og þeim sem verst eru settir námslega. Menn deila líka um aga eða agaleysi innan veggja skólanna og uppeldisað- ferðir á þeim vettvangi. Ný námsgögn koma fram og mörg umdeilanleg. Nemendur eru oft tilraunadýr breytinganna og verða fórnarlömb ef breytingarnar mistakast. Fræðsla er alltaf af hinu góða og líka er það af hinu góða að menn deili um aðferðir, leiðir, árangur. Þar sem skoðanaskiptin eru mikil má ætla að gerjun sé töluverð og ein- hver gróska. Guðni Guðmundsson, rótgróinn skólamaður, er aðalvið- mælandi Vikunnar nú. Hann hefur löngum haft sínar skoðanir á fræðslumálum og svo er enn. 4 Hvaða litur hæfir þér best, hinir mjúku og mildu vor- og haustlitir eða kaldir litir sumars og vetrar. Litagrein- ing fyrir einstaklinga. 6 Maturinn, sem við berum á borð, verður lystugri ef fallega er lagt á borð, ekki satt? Það er „kúnst" að leggja fallega á borð eins og sést á sýn ishornumokkar. 8 Nafn Vikunnar er Úlfar Eysteinsson, sem nýlega var gestur I eldhúsinu okkar. Fyrir utan það að vera mat- reiðslumaður er Úlfar mikill áhuga- maðu r u m útflutning afurða okkar. 12 Brúðhjónin er sönn frásögn eftir Álf- heiði Bjarnadóttur, unga konu I Reykjavík. Við hvetjum fleiri til að senda okkur efni I dálkinn: Lesendur skrjfa. 20 Gesturinn í Viku-eldhúsinu, Anna Bjarnason blaðamaður, eldar Filet Gordon Bleu afsnilld. 22 Hilmar Karlsson segir frá nýrri kvik- mynd með djassleikaranum Dexter Gordon í aðalhlutverki, en hann hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir fyrsta hlutyerk sitt i kyikmynd. 24 Popp. Það er sænska þungarokks- hljómsveitin Europe sem ber hitann og þungann af poppinu þessa vik- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.