Vikan


Vikan - 05.03.1987, Page 19

Vikan - 05.03.1987, Page 19
Gísli Jónsson frá Bíldudal var einn harðduglegasti þingmaður fyrir kjördæmi sitt, Barðastarndarsýslu, sem um getur. Hann hjálpaði bændum til að byggja allt upp á jörðum sínum, jafnt íveruhús sem útihús, og aðstoðaði einnig við ræktun, þannig að víða var búið að rækta allt sem ræktanlegt var, girða af flæðihættur, kaupa traktora og öll heyvinnslutæki. Gísli var eitt sinn á yfirreið um héraðið og kom að bæ einum í kjördæminu og stóðu húsráðendur þá úti á hlaði. Gísli fer af baki, heilsar hjónunum og spyr af al- kunnri greiðasemi: Jæja, Guðmundur minn, vantar þig ekki eitthvað? Þarftu ekki að byggja aðra hlöðu eða nýja safnþró? Nei, svaraði bóndi, ég byggði nýja í fyrra. Það eina sem skyggir á er að við höfum ekki eignast barn. Þá segir Gísli með mikilli vinsemd: Haltu nú í hestinn fyrir mig, Guðmundur minn, rétt á meðan við Guðrún skreppum hérna upp fyrir túngarðinn í smá- stund. Á hernámsárunum var oft erfitt að fá duglegar og vandaðar stúlkur, sem vinna vildu húsverk, enda var svo komið að vinnustúlkur voru víða hinir eiginlegu húsráóendur. Á heimili þekkts útgefanda í Reykjavík var ung stúlka, nýkomin til bæjarins, vistráðin. Bar öllum saman um að hún væri hreinasta gersemi og vildu hjónin flest til vinna að halda í hana. Þegar líða tók á veturinn kom stúlkan kjökrandi að máli við húsmóður sína og tilkynnti henni að hún yrði að fara úr vistinni um næstu mánaðamót. - En hvers vegna? krafðist húsmóðirin að vita. Ég hélt að þú værir ánægð hjá okkur. - Jú, ég hef yfir engu að kvarta, snökti stúlkan. Það er ekki ástæðan, en ég kynntist bandarískum land- gönguliða fyrir nokkrum mánuðum og nú - og nú - ég er.. .er... - Ég skil, bíddu þangað til ég er búin að tala við manninn minn, sagói frúin og að vörmu spori kom hún aftur og sagði stúlkunni að þau gætu ekki án hennar verið. - Við ætlum að taka barnið í fóstur. Er tími var til kominn fæddist lítill drengur á heimilinu og bar svo ekkert nýtt til tíðinda í heilt ár, en þá til- kynnti stúikan aftur aðnú yrði hún að fara. í þetta skipti hafði hún hitt sjóliða. Útgefandinn og kona hans stungu saman nefjum á ný og niðurstaðan varó sú sem stúlk- unni var tjáð: - Við tökum þetta barn að okkur líka. Annað barnið var indæl telpa og brátt kváðu við glað- vær hlátrasköll í húsinu. En þá kom reiðarslagið. Stúlkan sagði upp í þriðja sinn. - Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú hafir hitt flug- mann í þetta skiptið? andvarpaði frúin. - Flugmann? ansaði stúlkan og setti á sig snúð. Ég segi upp einungis vegna þess að mér er ómögulegt að vinna á svona barnaheimili. MHBHHHHHHBHra Gamall maður kom á læknastofu í Domus Medica og spurði hvort ákveðinn læknír væri við. - Ég þarf að tala við hann um lítilræði, sagði sá gamli. - Jú, hann er við, sagði læknaritarinn hálfönugur. Farðu inn í klefann þama og farðu úr öllu. - Fara úr öllu? En ég þarf bara að láta líta á tána á mér. - Það er sama, farðu þama inn í klefann og farðu úr fötunum, það er venjan, svaraði stúlkan. Gamli maðurinn hlýddi þessu, byrjaði að tína af sér leppana og tautaði eftirfarandi um leið: - Ja, þetta er nú meira bölvað tilstandið, að þurfa að tína af sér allar spjarimar til þess að láta líta á eina tá. Þá heyrðist rödd úr næsta klefa sem sagði: - Þetta er nú ekki mikið. Ég kom hingað klukkan tíu í morg- un og mér var sagt að bíða í þessum klefa og fara úr öllu. Hér hef ég nú beðið síðan. Og ég sem ætl- aði aðeins að fá greiddan rafurmagnsreikning.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.