Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 24
Þungarokkssveitin frá Svipjóð Nú í byrjun þessa árs hafa vinsælda- listarnir verið örlítið í þyngri kantinum og þær sveitir, sem hafa verið þar í fararbroddi, eru Europe og Bon Jovi. Hér er ætlunin að íjalla um Europe en einhver fróðleikur um Bon Jovi mun birtast fljótlega. Þessi hljómsveit, Europe, kemur frá nágrannalandi okkar, Svíþjóð. Þegar menn heyrðu fyrst hvaðan þessi hljóm- sveit væri kom upp rnikill efi um hvort eitthvert vit væri í þessu enda ekki á hverjum degi sem Norðurlandahljóm- sveitir slá í gegn. En þetta virðist standa til bóta því það eru Europe og A-Ha sem eru að gera allt vitlaust um þessar mundir svo það er aldrei að vita nema fleiri sveitir af Norðurlöndum fylgi í kjölfarið. Europe var stofnuð í Stokkhólmi árið 1982. Þar voru að verki þeir Joey Tempest, John Norum gítarleikari, John Leven bassaleikari og Tony trommuleikari. Þeir fengu tækifæri til að spila á sænskri rokkhátíð sem eins konar upphitunarsveit. Þeir voru heppnir og fengu plötusamning. Eftir tónleikaferð fóru þeir í stúdíó þar sem þeir tóku upp aðra plötu og heitir sú Wings of Tomorrow. Þessi plata náði töluverðum vinsældum í heimalandi þeirra og opnaði þeim leið til frekari vinsælda. Þeir fóru nú í hljómleikaferð víða um heiin, þar á meðal til Japan. Þeir fengu svo hljómplötusamning við CBS/Epic fyrirtækið og í september 1985 byrjuðu þeir að taka upp þriðju breiðskífuna, The Final Countdown. Platan sjálf kom út vorið 1986 og titil- lagið byrjaði að klifra hina ýmsu vinsældalista, lenti til dærnis ofarlega á lista bæði hjá Bylgjunni og á Rás 2. Þeir syngja öll lög sín á ensku og það hefur komið flestum blaðamönn- um á óvart að þeir tala allir mjög góða ensku. Það er söngvari hljómsveitar- innar sem er aðaltalsmaður þeirra. Nafnið á sveitinni og nöfnin á hljóm- plötunum eru hans hugmyndir. Hann er lika helsti laga- og textasmiður sveit- arinnar. Hann segist ekki meina neitt sérstakt með textum sínum. Nafnið Joey Tempest er sviðsnafn en þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir blaðamanna hefur hann ekki fengist til að gefa upp sitt rétta nafn. Hann seg- ist vera ósköp venjulegur strákur sem æfði fimleika áður en hann sneri sér að fullu að poppinu. Það eru kannski ekki allir sem trúa því að þeir tónlistar- ntenn. sem hafa verið í uppáhaldi hjá honum, eru Paul Young og Robert Palmer. Þar sem Europe og Bon Jovi eru einna vinsælustu þungarokkssveitirnar um þessar mundir og spila álíka kröft- ugt eru blaðamenn duglegir við að bera þessar hljómsveitir saman og spyrja hvaða álit þær hafi hvor á annarri. Joey reynir að koma sér undan þess- um spurningum en hefur þó látið hafa eftir sér að honum finnist lagið Living on a Prayer gott. Þegar reynt er að bera saman útlitið á honum og Jon Bon Jovi segist Joey láta stelpunum eftir að dæma um það. En hann segist halda að hann þurfi ekkert að skamm- ast sín fyrir útlitið og þurfi því ekki að ganga með hauspoka. Fyrir stuttu fækkaði í hópnum þar sem gítarleikarinn, John Norum, hætti. Joey segir að John hafi einfaldlega gef- ist upp á öllu umstanginu í kringum Europe. The Finale Countdown hefur náð á topp allflestra vinsældalista og Rock the Night komist nokkuð ofarlega. Þriðji smellurinn er farinn að klífa brattann en það er ballaðan Carrie. Óhætt nuin að fullyrða að þessir sænsku strákar eru ekki búnir að syngja sitt síðasta og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.