Vikan - 05.03.1987, Side 30
Jack Lemmon
Ohagganleg
Jack Lemmon í hlutverki sínu í myndinni Prisoner of Second Avenue.
Leikkonan Maureen Staple-
ton hefur kallað hann „heilagan
Jack“.
Reyndar hefur hver einasti
maður í Hollywood eitthvað
gott að segja um Jack Lemmon.
Sidney Poitier rakst eitt sinn
á blaðamann sem ætlaði að
skrifa um Jack. „Reyndu að
grafa eitthvað upp um fortið
hans,“ ráðlagði Sidney, „og ef
þú kemst að einhverju miður
góðu um hann, láttu okkur hin
þá endilega vita.“
Það er samt sem áður víst að
Jack er mannlegur. Hann blótar
golfkúlunni ef hún ferekki þá
leið sem hann hafði ætlað. Hann
gat hvorki hlustað á né skilið
tónlistina sem Chris sonur hans
eða dóttir hans, Courtney,
hlustuðu á þegar þau voru tán-
ingar. Og hann sagði að þau
hefðu gengið í gegnum tímabil
þegar hann skildi ekki hvernig
þau gátu yfirleitt verið skyld
honum.
En núna er Chris, sem orðinn
er þrjátíu og tveggja ára, besti
vinur hans. „Nema þegar hann
burstarmigígolfi.“
Chris hefur erft tónlistarhæfi-
leika föður síns og er nú laga-
smiður. Courtney er hins vegar
í menntaskóla í Evrópu. „Það
er afskaplega skemmtilegt fyrir
hana en það er hræðilegt fyrir
konuna og mig. Við söknum
hennar svo ofboðslega."
Faðir Jacks hafði brennandi
áhuga á því sem hann langaði
að gera og einkabarn hans hefur
erft þennan eiginleika. Jack telur
að það sé ein af meginástæðun-
um fyrir velgengni hans sem
leikara.
„Þegar ég útskrifaðist úr
menntaskóla vonaði faðir minn
að ég gerðist bakari. Hann vann
hjá alþjóðlegri keðju bakara.
Eg sagði honum að ég vildi fara
til New Y ork og gerast leikari.
Eg bað hann um að lána mér
tólf þúsund krónur sem ég gæti
lifað á þangað til mér hefði tek-
ist að láta fólk gleyma Barry-
more, Lunt og Olivier. Ég bjóst
við að það myndi taka um sex
mánuði.
Þá spurði hann mig hvort mig
langaði raunverulega að leika.
Þegar ég sagði honum að það
væri hið eina sem ég vildi gera
rétti hann mér peningana og
sagði: Þá verður þú að leika.
Ef sú stund skyldi einhvern tíma
koma að mér fyndist brauðið
ekki vera rómantískt þá myndi
ég hætta sem bakari. Maður á
aldrei að gera eitthvað sem
rnaður hefur ekki unun af.“
Jack minnist þessa með
ánægju. „Þetta er besta ráð sem
ég heffengið á ævinni. Ogeitt
get ég sagt þér með vissu: Ef
maður er nrjög áhugasamur um
starf sitt er miklu auðveldara
að vakna á morgnana en ella.
Áður en ég gerði myndina
Mass Appeal var ég áhugasam-
ur, meðan hvert myndverið á
fætur öðru hafnaði henni. Svo
hitti ég Joan Kroc, ekkju
mannsins sem stofnaði McDon-
ald’s. Hún sá hversu mikinn
áhuga ég hafði á þessari sögu.
Hún las handritið og fannst það
svo gott að hún ákvað að að-
stoða við að fjármagna mvnd-
ina.
Það sem gerði mig sérstaklega
áhugasaman um Mass Appeal
var að ég skildi prestinn sem ég
ætlaði að leika. Ég skildi hann
vegna þess að á vissan hátt var
ég eitt sinn líkur honum. Tim
Farley var prestur sem hafði
ekkert fyrir því sem hann gerði.
Hann var dáður og elskaður af
hinum efnuðu sóknarbörnum
sínum en hann varð að greiða_
hátt gjald fyrir þessa aðdáun. í
ræðum sínum varð hann að
segja fólkinu það sem það vildi
heyra og skemmta því í stað
þess að segja því sannleikann,
sem stundum getur verið erfiður
og jafnvel hræðilegur en alltaf
nauðsynlegur.
Ég var einu sinni mjög svipað-
ur þessu, áður en ég hætti að
drekka. En þegar ég varð eldri
hætti ég að hafa svo miklar
áhyggjuraf því hvað fólk hugs-
aði. Eg fór að sætta mig við
sjálfan mig sem manneskju,
mann sem gerir sumt rétt og
annað rangt. Ég fann sjálfan
mig. En það sem var mikilvæg-
ast var að hugmyndir mínar um
velgengni breyttust.
Eins og svo margt fólk hélt
ég að velgengni þýddi að maður
ætti mikla peninga eða væri
frægur. Ég hélt að þetta kærni í
veg fyrir öll vandamál en það
varekki rétt. Vandamálin breyt-
ast bara. Það koma ný vanda-
mál sem eru alveg eins mikilvæg
og þau sem voru fyrir. Maður,
30 VIKAN 10. TBL