Vikan - 05.03.1987, Side 34
Menntaskólinn í Reykjavík hefur löngum
haft orð á sér fyrir íhaldssemi. Þeir sem
róttækastir eru tala um skólann sem nátt-
tröllið í skólakerfinu og segja nútímann
aldrei hafa komið þar inn fyrir dyr. í sautj-
án ár hefur Guðni Guðmundsson verið
rektor skólans og haldið um stjórnartaum-
ana styrkri hendi. Guðni er skólamaður af
gamla skólanum og þáttur hans í ímynd
skólans út á við er stór. Hann fer ekki í
grafgötur með að hann er íhaldssamur og
telur fulla þörf fyrir gamaldags borgaraleg-
an skóla eins og Menntaskólann í Reykja-
vík. Hann hefur löngum þótt orðhvass og
hæðinn í meira lagi og þar verða nemendur
óspart fyrir barðinu á honum. Þeir eru líka
flestir lafhræddir við hann enda er Guðni
frægur fyrir annað en þolinmæði gagnvart
þeim sem eru að drolla og dúlla í skóla
eins og hann segir sjálfur. En þó nemendum
kunni að finnast Guðni heldur hranalegur
á yfirborðinu þá er hann, eins og einn gam-
all nemandi hans orðaði það, „öðlingur
undir niðri“.
Þessi borgaralegi
skóli, sem fer svo
fyrir brjóstið á
mörgum, hefur alið
af sér alla helstu
komma þjóðarinnar
Vetrarmorgunn, kaldur og dimmur - nýr
skóladagur er runninn upp. Guðni er mætt-
ur á vaktina og engin grið gefin þeim sem
sofa þegar þeir mega ekki sofa því eitt er
víst, Guðni sefur aldrei yfir sig.
Riiiing. . .riiing.. .riiing. Stundum geta
sætir draumar breyst í martröð.
Riiing. . .riiing. . .riiing.
Halló. . .
Vitið þér hvað klukkan er? er öskrað
hinum megin á línunni.
Ha, neeei, jú, annars (auðvitað veit ég
hvað klukkan er. Guðni byrjar alltaf á slag-
inu tuttugu mínútur yfir átta).
Jæja, það var ágætt. Þér hafið kannski
hugsað yður að koma við hérna í Lækjar-
götunni?
Ha, já, já, ég er alveg að koma.
Nú skiptir allt i einu alveg um tónteg-
und: Það var fint, segir Guðni hinn blíðasti,
og þér hlaupið við fót, er það ekki?
Jú, jú, ég kem í hvelli.
Snautið þér af stað og ekkert helv...
droll, NÚNA STRAX. . .
Þetta síðasta öskur hefði getað vakið
mann upp frá dauðum enda var hlaupið
við fót sem leið lá niður í Lækjargötu.
Minningarnar fara eins og leiftur í gegn-
um hugann þegar ég geng upp stigann í
gamla skólahúsinu, til skrifstofu Guðna.
Lyrir utan skrifstofuna tvístíga nokkrir
nemendur hálfvandræðalegir á svip. Kunn-
ugleg sjón. Hér hefur greinilega litið breyst.
„Gjörðu svo vel,“ kallar Guðni, „komdu
inn og fáðu þér sæti." Raddstyrkurinn hef-
ur að minnsta kosti ekkert breyst, Guðni
sjálfur reyndar ekki heldur. Jú, hann hefur
grennst töluvert en virðist að öðru leyti lik-
ur sjálfum sér. Út um gluggann sé ég
nemendur vera að sópa tröppurnar og stétt-
hraustlega í nefið. „Líklega er ég frekar
ihaldssamur. einkum í kennslumálum. Eig-
um við ekki að orða það svo að ég sé ekki
ginnkeyptur fyrir breytingum. Það er hins
vegar afskaplega mikill misskilningur að
við séum eitthvað steinrunnir hér i MR.
Við erum ekkert að auglýsa það sem við
höfum verið að gera. Við vorum fyrstir
með ýmsa hluti, eins og til dæmis valgrein-
ar í íþróttum og rússnesku. Við breytum
ekki bara til að breyta. Við verðum að
hafa vissu fyrir að það sé eitthvert vit í
þeim breytingum. Þess vegna gerðum við
ýmsar tilraunir sem kannski hafa ekki allar
gefist vel. Það var til dæmis þannig með
ina fyrir utan skólahúsið. Ég spyr Guðna
hvort hann láti krakkana þrífa eftir sig síg-
arettustubbana og annað drasl. „Hu. þetta
eru líklega einhverjir leikfimileysingjar,"
segir hann snöggur upp á lagið. „Þeir hafa
ekkert betra að gera.“
- Þú ert álitinn fram úr hófi íhaldssamur
og oft er talað unr Menntaskólann í Reykja-
vík sem einhvern saltstólpa í eyðimörkinni,
hér hafi engu verið breytt og hér megi engu
breyta. Ertu að viðhalda hefðum hefðanna
vegna eða ertu kannski ekkert íhaldssamur?
„Já, já, menn eru eitthvað að tala um
þetta," segir Guðni og hlær við. Hann tek-
ur upp silfurslegna tóbakspontu og fær sér
rússneskuna að menn fóru í hana á ídeólóg-
iskum grundvelli vegna þess að þeir voru
kommúnistar. Hún reyndist þeim í flestum
tilfellum svo erfið og leiðinleg að þeir gáf-
ust upp. Eftir að hafa haft hana á námsskrá
í þrjú ár án þess að nokkur skráði sig í
hana tók ég hana út af skrá. Og talandi
um kommúnista og ídeólógíu þá má nú i
gamni geta þess að þessi borgaralegi skóli,
sem fer svo fyrir brjóstið á mörgum, hefur
alið af sér alla helstu komma þjóðarinnar,
allt frá Brynjólfi Bjarnasyni og Einari 01-
geirssyni." Og nú brosir Guðni breitt.
„Auðvitað gæti ég boðið upp á endalausa
lista af valfögum eins og margir hinna skól-
Viðtal: Unnur Úlfarsdóttir
Myndir: Valdís Óskarsdóttir
34 VIKAN 10. TBL