Vikan - 05.03.1987, Qupperneq 36
fimm sem komust inn. Ég fór í Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga og eftir það fór ég
norður til Akureyrar, í Menntaskólann
þar. Þar bjó ég hjá systur minni og mági.
Eg stóð mig alveg þokkalega i skólanum.
Á stúdentsprófi fékk ég sex fimmtíu á
Örsted skala sem samsvarar eitthvað yfir
átta í dag.“
- Var ekki hressilegt stúdentalíf á Akur-
eyri?
„Ég man nú ekki eftir að það hafi verið
neitt fram úr hófi fjörugt. Ég bjó ekki á
vistinni og var þar af leiðandi ekki eins
mikið í félagslífinu. Það sem gerði útslagið
var nú reyndar að ég bjó niðri við Ráð-
hústorgið. Þá var ekki bíll í hverju húsi og
engar strætisvagnasamgöngur á Ákureyri í
þá daga. Og þar sem ég er afskaplega spor-
latur maður þá nennti ég hreinlega ekki að
þramma upp brekkuna aftur til að hitta
félaga mína. Það má því segja að brekkan
haíi komið í veg fyrir frekari þátttöku mína
í félagslífmu.“
Guðni varð stúdent lýðveldisárið 1944.
Hann var þá þegar ákveðinn í að fara ut-
an, til Edinborgar, til náms. En þar sem
stríðið var á lokastigi varð ekkert úr utan-
för fyrr en ári síðar. En hvernig stóð á því
að hann varð menntaskólakennari?
„Ég held að ég hafi verið í fjórða bekk
þegar ég ákvað að ég ætlaði að verða
menntaskólakennari í ensku og frönsku.
Það var svo sem engin hugljómun, mér
fannst það liggja nokkuð vel við. Þetta
voru mín uppáhaldsfög.
Ári eftir að ég lauk stúdentsprófi lá leið-
in til Edinborgar og þar tók ég öll mín
próf, gerði svo smáhlé og fór heim og
kenndi í einn vetur til að afla mér skotsilf-
urs. Eftir það var ég einn vetur í Paris því
menntaskólanámið í frönsku reyndist duga
skammt í hákólanámi.“
Vorið 1951 kvæntist Guðni konu sinni,
Katrínu Ólafsdóttur. Sama sumar fór hann
aftur til Parísar þar sem hann dvaldist í
nokkra rnánuði og tók síðan lokaprófið. ;,í
París hitti ég fyrir Pétur Benediktsson. Ég
tjáði honum að ég væri nýgiftur og yrði
þarna einn um sumarið. Þá horfði hann á
mig smástund og sagði: Hvað, ertu bara á
„a Scotsman’s honeymoon“? Það er naum-
ast að þú hefur lært af þeim þarna í
Edinborg." Guðni hlær hrossahlátri og fær
sér aftur í nefið.
„Svo kom ég heim. Þá stóð þannig á að
Gunnar heitinn Norland var að fara í nárns-
leyfi til London og ég fékk hluta af
kennslunni hans. Nú, mér var ekki sparkað
og er hér enn.“
- Hvað ertu þá búinn að kenna hér lengi?
„Ja, nú skulum við sjá. Það eru nú bara
hvorki meira né minna en þrjátíu og sex
ár. Ég næ líklega að vera hér i fjörutíu ár
og gott betur.“
- Þú hlýtur að hafa sterkar taugar til
skólans. Hann hlýtur að vera þér meira en
vinnustaður?
„Það er nú svo einkennilegt með það að
þó ég hafi aldrei sjálfur verið nemandi í
Það er með góða
sögu, hún er eins og
gott vín, hún verður
betri með árunum.
„Inn í stofu með yður - á stundinni."
þessum skóla þá þykir mér óskaplega vænt
um hann og vil veg hans sem allra mestan.
Ég á voðalega erfitt með að hugsa öðruvísi
en í tengslum viðjrennan vinnustað minn.
Ég er hér alltaf. Ég held að ég megi segja
að frá því að ég varð rektor hafi ég aldrei
farið frá skólanum lengur en eina viku í
einu og sjaldnast meira en tvær vikur í allt
á sumri.“
- Ertu enn sami ógnvaldurinn og í gamla
daga?
Nú breiðist þetta gamalkunna Guðna-
glott yfir andlitið.
„Já, já, ha? Nei, nei, ég er miklu mildari
36 VIKAN 10. TBL