Vikan - 05.03.1987, Page 55
hafa frekari áhyggjur af neinu. Þér þurfið að
sjálfsögðu að bera vitni við réttarrannsóknina
en það tekur varla langan tíma. Hvað Orry
varðar sýnist nrér að við verðunr að finna ein-
hvern samastað fyrir hann." Hann sneri sér
þvínæst að Fen og spurði: ..Er eitthvað sem
þér vilduð spyrja um. hr. prófessor?"
„Aðeins eitt atriði," sagði Fen vingjarnlega,
„ef yður er það ekki á móti skapi. Hvað varð
af skónum hans Foleys eftir að þér funduð
líkið?"
Bowen stífnaði allur og Fen. sem horfði
fast í augu hans. fann þar staðfestingu á öllu
því sem hann hafði grunað.
„Skónum hans. herra minn?" svaraði Bow-
en kuldalega. „Eruð þér að spauga?"
„Nei." sagði Fen óhagganlegur. „Ég er
ekki að spauga. hvað varð af skónum?"
Eitt andartak barðist Bowen við að ná tök-
unt á málflutningi sínum. Því næst sagði hann:
„Líkið var allsnakið þegar það fannst, herra
minn." Hann virtist vera búinn að ná stjórn
á sér og brosti viðkunnanlega. „Lögreglu-
þjónninn í Clapton, sem náði því á land. getur
borið um það. Eftir viku í vatninu. flúðirnar
og klettana. . ."
„Það var einmitt það." sagði Fen en bros
það sem hann sendi lögreglustjóranum var
langt frá því að vera viðkunnanlegt. „Þá þarf
ég aðeins að angra yður með einni spurningu,
hr. lögreglustjóri. og það er aðeins smáat-
riði..."
Hann hallaði sér áfram i stólnum.
„Hvað er það sem þér eruð að kúga út úr
Foley. peningar eða líkamlegt samræði?"
Best lögregluforingja finnst að sum atvik
ættu að falla í gleymsku sem fyrst. Það sem
gerðist síðdegis þennan mánudag er þar efst
á blaði. Eitt það versta sem komið getur fyrir
lögreglumann er að vera kallaður úr miðjum
kaffitíma til að hlusta á konu ákæra löreglu-
stjórann fyrir andstyggilegustu tegund af
fjárkúgun. Mál af þessari tegund er ekki síst
óþægilegt þar sem skyldur undirmannanna
eru langt frá því að vera Ijósar. Það sem gerð-
ist i þetta skipti var að Best og menn hans
urðu sem lamaðir. Það var augljóst hverjum
manni að neitun lögregluforingjans var langt
frá því að vera sannfærandi en jafnvel þótt
ákæran heföi hvílt á traustari grunni cn ásök-
un konunnar hefðu hinir lögregluþjónarnir
ekki treyst sér til að grípa til aðgerða gegn
lögreglustjóranum. Á endanum gekk Bowen
út og sagðist ætla að tala við lögfræðinginn
sinn og hringja í innanríkisráðuneytið. Bowen
hringdi aldrei hcldur róaðist og áður en hann
yfirgaf lögreglustöðina reyndi hann að koma
sér vel við Best. Þaö vclktist enginn í vafa um
að hann var sekur.
„Það eina sem mér datt í hug var að hringja
sjálfur í innanrikisráðuneytið og þeir ætla að
senda sérstakan rannsóknarfulltrúa á morgun
þannig að ég ber ekki ábyrgð á þessu leng-
ur.“ sagði Best við Fen þegar þeir sátu í
skrifstofu lians um kvöldið. „Þér tókuð svo
sannurlega áhættu. ekki satt. Ef frú Foley
hefði ekki þorað að styðja yður hefðuð þér
setið í súpunni."
„Já, þetta er ein mesta áhætta sem ég hef
tekið um dagana," sagði Fen og kinkaði
kolli. „En ég hafði ekki áhyggjur af því að
frú Foley myndi ekki styðja mig. Hún hefur
greinilega sterka siðferðiskennd þannig að ég
bjóst við að hún myndi leysa frá skjóðunni
um leið og hún fengi tækifæri til þess.
Nei. áhættan var sú að Bowen hefði hrein-
lega ekki tekið eftir gögnunum sem sönnuðu
sekt frú Foley eða að hann hefði tekið eftir
þeirn en haldið kjafti af mannúðarástæðum
eða hreppapólitík. Það gat svo sem einnig
verið að þau væru elskendur og þess vegna
héldi hann hlífiskildi yftr henni. Það sent
mælti gegn fyrsta möguleikanum var að a)
Bovven hafði verið i Thameslögreglunni. b)
hann hafði verið í flotanum og c) hann hafði
nýlega lesið kennslubækur í afbrotafræði.
Hvað annan möguleikann varðaði þá höfðuð
þér sjálfur lýst Bowen þannig fyrir mér að
það væri harla ólíklegt að hann sleppti af-
brotamanni af tilfinningaástæðum. Aðal-
áhættan var sú að hann hefði verið ástmaður
frú Foley áður en Foley drukknaði þannig að
í raun væri hún að kúga hann."
„Nei. það var langt í frá að kenningar min-
ar væru skotheldar en það voru tölfræðilegar
líkur á því að ég hefði rétt fyrir mér. En þetta
eru varla nógu afgerandi sönnungargögn..."
...til að sakfella hann," greip Best franr
í. „Nei. það er rétt hjá yður. í þessu máli stend-
ur bara staðhæfing gegn staðhæfingu. Álykt-
anir yðar hjálpa að vísu upp á."
„Nei. þær eru ekki nógu afgerandi. Hann
gæti afsakað sig með því að honum hefði yfir-
sést þau gögn sem sönnuðu sekt frú Foley
og það er ekki hægt að ákæra mann fyrir
það. Yður sjálfum yfirsást þetta."
„Ég get ekki einu sinni sagt að ég viti enn
hvernig þér dróguð þessar ályktanir." sagði
Best fúll. „Svona nú. herra minn. ekki stríða
mér. leysið frá skjóðunni."
Eins og til svars renndi Fen augunum yfir
bækurnar á arinhillunni. Hann stóð upp. gekk
þvert yfir herbergið og tók eina þeirra.
„Hlustið á hvað Gross segir," sagði liann
skipandi röddu um leið og hann fietti bók-
inni. „Hérna er það. Hans Gross, Rannsóknir
glæpamála. þriðja útgáfa, blaðsíða 435. neð-
anmálsgrein: Það væri villandi að segja að
eini fatnaður liks. sem ekki tapaðist auðveld-
lega í straumvatni. væri skófatnaðurinn.
Höfundur þessa rits hefur aldrei trúað því að
skófatnaður týnist af likum við slíkar aðstæð-
ur. Lík hrekjast oft ótrúlegar og ægilegar
vegalengdir og í straumhörðum fjallavötnum
byltast þau yfir fiúðir og fossa. þar af leiðir
að oftar en ekki rifna útlimirnir af. Ef hins
vegar fæturnir sitja fastir á sínum stað og lík-
iö hefur haft meira en sandala á fótunum þá
er engin hætta á að skófatnaðurinn tapist.
Fóturinn bólgnar og leðrið herpist saman
þannig að skófatnaðurinn þrengir illilega að
iætinum."
Fen setti bókina aftur upp á arinhilluna.
„Það er þetta sem gerir út af við sögu frú
Foley." sagði hann. „Samkvæmt sögn hennar
var Éoley hrint út í ána meðan hann var að
sparka í hana með neglda skó á fótunum.
Þegar svo líkið fannst var það kviknakið eins
og þér sögðuð sjálfur. Þar af leiðir að annað
hvort þeirra lýgur. frú Foley eða Gross, og
ég fyrir mína parta veit hvoru þeirra ég treysti
betur. Ég held að þetta hafi gerst á þann hátt
að Foley hafi ráðist á konu sina og barið
hana og síðan farið heim í kotið og reimað
af sér skóna. Frú Foley elti hann og rotaði
með eldskörungi eða einhverju ámóta verk-
færi eins og hann átti svo sannarlega skilið.
Eftir það hefur hún dregið hann að árbakkan-
um. kannski með hjálp fávitans. vegna þess
að hún taldi hann látinn, og hent honum skó-
lausum i ána þar sern hann svo drukknaði.
Hún segir okkur það sjálfsagt þegar þar að
kemur."
Best var alvarlegur á svip: „Já. ég hefði svo
sannarlega átt að muna eftir Gross og nú
skil ég hvers vegna þú settir Bowen í samband
við Thameslögregluna og fiotann. Þetta var
einmitt eitt afþví sem hann hefði átt að vita."
„Já. ég reiddi mig á það." sagði Fen. „og
þegar ég sá angistina í augum hans en ekki
hennar, þegar ég fór að tala um stígvélin. var
ég viss um að ég hefði rétt fyrir mér og hann
beitti hana kúgun. Ég var líka viss um að
hann hafði veitt þessu eftirtekt unr leið og lík-
ið fannst og sett upp gjald fyrir þögn sína og
vernd. Það var fyrir hreina tilviljun að hann
fékk málið til rannsóknar en þegar hann var
kominn með það í hendur hafði hann af-
bragðs góða aðstöðu. Ef einhver undirmanna
hans færi að velta því fyrir sér hvað hefði
orðið af skónum myndi sá hinn sami gera ráð
fyrir að á því væri einhver haldgóð skýring
sem lögreglustjórinn einn vissi af. Svo tnikið
er víst að þeir hefðu hugsað sig um tvisvar
áður en þeir hefðu látið uppi einhverjar grun-
semdir. Og það var einmitt þess vegna sem
ég greip inn i málið." Fen dæsti... Og hvernig
stendur það nú?“
„Bowen verður að minnsta kosti að segja
af sér." sagði Best. „Og líklega verður hún
kærð fyrir manndráp. kannski rnorð."
„Hún fær vægan dóm." sagði Fen af ör-
yggi enda fór það svo... Og þegar henni verður
sleppt ætla ég að gera allt sem í mínu valdi
stendur til að aðstoða hana. .. Heyrið þér
annars, Best. teljið þér að það geti verið að
hún hefði kosið hinn kostinn. að halda sam-
bandi við Bowen?"
„Bágt á ég með að trúa því," sagði Best.
„Þér heyrðuð hvernig hún ásakaði hann.
Ekki sýndist nrér að hún hlakkaði mikið til
kunningsskapar þeirra... Nei. herra minn, ég
held þér getið verið rólegur hvað það varðar,
það eru nefnilega sum örlög verri en dauðinn.
Svo mikið er vist að ef ég væri kona og ætti
að velja á milli Bowens og tveggja ára í
Holloway þá er ekki nokkur vafi á því hvað
ég myndi kjósa mér."
10. TBL VIKAN 55