Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 12
YERMA
Yerma, eitt stórbrotnasta leikverk
spánska listamannsins Federico Garcia
Lorca, var nýlega frumsýnt hjá Þjóð-
leikhúsinu. Þetta verk er raunar einn
hluti þríleiks sem fjallar um örlög al-
þýðufólks á Spáni fyrir borgarastyrjöld-
ina. Hin verkin tvö, Blóðbrullaup og
Hús Bernhörðu Alba, hafa áður verið
sýnd hér á landi en nú er komið að
Yermu.
Lorca fæddist árið 1899 í litlu þorpi
nálægt Granada á Spáni. Hann var fjöl-
hæfur listamaður en auk leikritunar
fékkst hann við ljóðagerð, tónsmíðar
og málaralist. Federico García Lorca
varð ekki langlifur því í upphafi borg-
arastyrjaldarinnar, árið 1936, var hann
myrtur af fylgismönnum Francos. Boð-
skapur listamannsins féll ekki i kramið
hjá fasistum.
Karl Guðmundsson þýddi leikritið,
Þórhildur Þorleifsdóttir sá um leik-
stjórn, Sigurjón Jóhannsson gerði
leikmynd og búninga og tónlist er eftir
Hjálmar H. Ragnarsson.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson í hlut-
verkum Yermu og Jóanns.
Jóann og systur hans (Lilja G. Þorvaldsdóttir og Anna Kr. Arngrímsdóttir).
Texti: Guðrún Alfreðsdóttir
Myndir: Valdís Óskarsdóttir
X
-
12 VI KAN 22. TBL