Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 44

Vikan - 28.05.1987, Síða 44
lll Hressar sölukonur Það lifnar aldeilis yfir götulífinu á sumrin. Borgarbörnin, sem fara ekki í sveit yfir sumarið, finna sér ýmislegt skemmtilegt að gera á götum bæjarins. Um miðjan maí hittum við hóp af hressum stelpum á bílastæði Iðnaðarhússins í Reykjavík. Þetta var einn af fyrstu sólardög- unum í sumar en þrátt fyrir það var ansi kalt. Stelpurnar létu það þó ekki á sig fá og höfðu komið fyrir litlu borði upp við stein- vegg. Á borðinu var fullt af dóti til sölu: snyrtidót, skrautlegir eyrnalokkar, hárkambar, spenn- ur og ýmislegt fleira. Það var mikið fjör í kringum borðið og við spurðum stelpurn- ar hvað þær væru að gera. Stelpurnar, sem heita Eygló Rós, Kolbrún Ýr, Sigrún, Vigdís, Snæ- dís og Lísa, svöruðu oftast allar í einu. Við erum að selja og safna pen- ingum fyrir Kvennaathvarfið. - Eruð þið búnar að selja mik- ið? Já, fyrir eitthvað um tvö þús- und. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Hér sýna stelpurnar okkur hárskraut sem þær hafa til sölu. 44 VIKAN 22. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.