Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 56
STJORNUSPA SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 31. MAÍ-6. JÚNÍ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Aðgæslu er þörf í meðferð fjármuna. Einkum ættir þú að vera vel á verði kringum miðja vikuna og vera má að þú eigir fullt í fangi með að verja það sem óumdeilanlega er þitt en aðrir ásælast. Þú ættir að glöggva þig á hverjar langanir þínar eru og hvaða samböndum þú vilt viðhalda. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Vertu við öllu búinn og láttu engan koma aftan að þér. Sú staða kemur sennilega upp að þú verðir að gera mönnum grein fyrir hvar þú stendur í ákveðnu máli. Hikaðu hvergi, mál- staður þinn er býsna góður og það hefur slæmar afleiðingar ef þú freist- ast til að leika tveimur skjöldum. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Sitthvað hefur verið að brjótast í þér og nú er tímabært að taka af skarið varðandi framtíðaráætlanir sem mælast misjafnlega fyrir. Hafðu samráð við þá sem málið varðar en láttu úrtölur ekki draga úr þér kjark- inn. Heilsan fer batnandi, einkum ef þú ástundar heilsusamlegt líferni. VOGIN24.sept.-23.okt. Þótt hreinskilni sé góðra gjalda verð skaltu hafa í huga að oft má satt kyrrt liggja. Þér kæmi að minnsta kosti betur að einhver annar kvæði upp úr með það sem kemur óneitan- lega illa við marga. Þú þarft heldur ekkert að standa hverjum sem er skil á fyrirætlunum þínum. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Borið hefur á misklíð og þér fellur ekki alls kostar að þurfa að standa í hálfgerðu rifrildi. Þótt þú hafir þegar gert upp hug þinn og ekkert virðist fá haggað skoðun þinni ætt- irðu að leggja þig fram um að leita lausna sem allir geta sætt sig þokka- lega við. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þú hefur hug á að breyta til og þér gefst tækifæri til þess á næstunni. Þú skalt hafa augun opin fyrir nýj- ungum og möguleikum á að víkka sjóndeildarhringinn. Vertu óhrædd- ur við að varpa fyrir róða rótgrónum en ástæðulausum venjum og láttu viðbrögð annarra ekki á þig fá. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú hefur ríka þörf fyrir stöðugleika og ert í vafa um að fjárhagurinn þoli það sem í bígerð er. Ekki virð- istu þó hafa neitt að óttast ef fram heldur sem horfir. Slepptu öllum vangaveltum og njóttu þess sem fyr- ir ber og þú hefur svo sannarlega ástæðu til að þakka. KRABBINN 22. júní-23. júlí Fleira er matur en feitt kjöt og þótt þér hlotnist ekki ævinlega það eftir- sóknarverðasta skaltu ekki vanmeta það sem í þinn hlut kemur. Góð vinátta er gulli betri og nú er ástæða til að leggja rækt við vináttu sem stendur tæpt en reynist þér dýrmæt þegar á reynir. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Ekki dugar að tala endafaust upp i eyrun á fólki. Þú verður að taka afstöðu, ella kemstu í óþægilega mótsögn við sjálfan þig. Reyndu að setja þig í annarra spor og gera þér grein fyrir hvers vegna þínir nánustu eru orðnir þreyttir á hugdettum þín- um og skýjaborgum. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Hvað hefur sinn tíma og þú verður að deila kröftunum af eins mikilli sanngirni og kosturer. Þér hættir til að vanrækja ýmsar skyldur þegar þú ert upptekinn af eigin viðfangs- efnum og gleymir þá gjarnan að ýmsir eiga meira undir þér en þú undirþeim. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Þú átt von á uppörvun, sem þér er mikils virði, og hefur fulla ástæðu til bjartsýni. Eftir annasamt tímabil verður nokkurt hlé sem vel er til þess fallið að slaka ærlega á og safna kröftum. Þetta verður sem sagt að- eins stund milli stríða en miklu varðar að láta hana ekki ónotaða. FISKARNIR 20. fcbr.-20. mars Sitthvað gæti orðið til að raska ró þinni og mikið má vera ef þolin- mæðin á ekki eftir að bresta. Atburðir næstu daga hafa haft lang- an aðdraganda og hvaða leið sem þú velur mun kosta fyrirhöfn og útsjónarsemi að koma þeirri skipan á daglegt líf sem þú æskir. Fólk er misvel í stakk búið til að kljásl við hin ýmsu við- fangsefni sem lífið færir því. Hver hefur sínar aðferðir og flestir styðjast við eigin reynslu í þeim efnum. Stjörnuspekin getur reynst mönnum gagnleg ef þeir vilja nýta sér hana og nokkuð er misjafnt hvað hentar fólki í mismunandi stjörnumerkjum. Hér fara á eftir nokkur heilræði tvíburum til handa. Tvíburum hættir til að ofgera sér og skirrast við að taka mark á viðvörunum líkamans þegar þreytu gætir. Þeini er þó mikil nauðsyn á reglulegri hvíld því að án hennar halda þeir ekki þreki og kröftum. Þeir ættu að temja sér að eiga daglega ró- lega stund einir með sjálfum sér til að endurnýja orkuforðann. Jógaæfingar með slökun, þó ekki sé nema stutta stund í einu. henta tvíburum sérdeilis vel. Tvíburar eru manna ólíklegastir til að láta sér leiðast en pen- ingaleysi angrar þá gjarnan, sömuleiðis þurfa þeir mjög á félagsskap að halda. Þegar tvíburinn er niðurdreginn er ein- faldasta ráðið fyrir hann að lyfta símtólinu og spjalla dálitla stund við góðan vin. Sé vinurinn rétt valinn hverfa leiðindin venjulega eins og dögg fyrir sólu. Annars eru tvíburar yfirleitt í hlutverki gleðigjafans, þeir hafa auga l’yrir því skemmtilega og gera þá kröfu til samferðamannanna að þeir hrífist með. Þess vegna er synd ef tvíburi steypir sér í leiðindi yfir dapurleg- um hugrenningum. Senn fer tími sumarleyfa í hönd ogerekki úr vegi að athuga hverjar horfureru á að tvíburar leggist í ferðalög á þessu ári. Fyrir marga þeirra verður þetta árið sem þeir áttu kost á óvenjulega miklum ferðalögum. Margir tvíburar munu fara í langa ferð, gjarnan tengda starfi eða áhugamáli á félagsmála- sviði. Slíkar ferðir sameina gjarnan starf og skemmtun og munu einkurn reynast ógiftum tvíburum eftirminnilegar. Þeir sem ekki eiga kost á langferðum eru líklegir til að takast á hendur margar stuttar ferðir og fjölskyldufólk verður trúlega á rneiri þeytingi en venja er til. Tvíburinn ætti að gæta að því að ferðalög eiga ekki eins vel við alla og þá sjálfa, þau geta verið þreytandi og ekki er vist að allir í fjölskyldunni séu sam- mála um að randið sé svona skemmtilegt. 56 VIKAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.