Vikan


Vikan - 28.05.1987, Page 58

Vikan - 28.05.1987, Page 58
Anna Concetta Fugaro: Anna Concetta Fugaro er engin hvunndagskona. Hún er af ítölsku og íslensku bergi brotin, alin upp í New York og hefur ferðast út um allan heim og kynnst margs konar fólki og lífsvenjum. Eftir nokkurra ára flakk skolaði henni loks til íslands þar sem hún hefur búið síðastliðin þrettán ár. Anna vinnur klippimyndir eða „collage“ eins og venjulega er sagt. Þetta er ævagamalt form og hefur verið mikið stundað í Austurlöndum. „Collage“ er hennar leið til að nálgast raun- veruleikann. Hún klippir út ljósmyndir úr tímaritum og blöðum og fellir saman auk þess sem hún málar í myndirnar og úðar lími á skemmtilegan hátt. í myndum sínum sameinar hún ólík tímaskeið og nær fram nýjum víddum. Myndirnar eru mjög fallegar, ótrúlega lifandi og litríkar. „Kvenlegar og fínlegar eins og hún sjálf,“ sagði einhver. Þau ár, sem höfðu hvað mest áhrif á listsköpun Önnu og stíl, voru árin sem hún bjó í Asíu. Þar af bjó hún í tvö ár í Kathmandu í Nepal. Þar segist hún hafa lært að gera ævintýra- myndir í framandi veröld. Daglegt líf fólksins, trú þess og ægifögur náttúra þessarar framandi álfu höfðu mikil áhrif á hana. „Mest af myndum mínum er byggt á draumum. í dag er Kath- mandu svo langt í burtu frá mér, líkt og draumur. Tíminn máir það sem ég upplifði fyrir austan en mig langar stöðugt til að endurskapa minning- arnar og þá reynslu sem ég varð fyrir, hún breytti allri lífssýn minni og list.“ Anna Concetta Fugaro. Myndir: Valdís Úskarsdóttir Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir 58 VIKAN 22. TBL \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.