Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 61

Vikan - 28.05.1987, Síða 61
Anna við vinnu sina. eða pósthúsið mætti maður iðulega likfylgd- um. Mér fannst alltaf svolítið sérstakt að sjá þær. Líkið var yfirleitt grindhorað, þakið gull- fiflum. Burðarmennirnir voru berfættir en konur og karlar vafm í silkiefni frá hvirfli til ilja eins og múmíur. Líkfylgdin hlykkjaðist hratt í gegnum þröngar göturnar, raulandi ram sita ram, þessi orð voru endurtekin marg- oft. Þau þýða: Nú finnur þú sannleikann og guð. Lík helgra manna og barna eru ekki brennd. Það er farið með þau út í miðja Ganges og þau boðin fiskunum til átu. Þegar ég horfði út af svölunum. þar sem ég bjó, sá ég þá stærstu fiska sem ég hef á ævi minni séð. Þeir voru á stærð við hákarla enda nærð- ust þeir á helgum mönnum og börnum. Lyktin í Benares var mjög sérstök, þar lá lík- brennslulyktin í loftinu. Hún var ekki vond þvi að líkin eru þakin gullfiflum og þeir lykta mjög sterkt þegar þeir brenna auk þess sem reykelsi er stöðugt brennt við kestina. Frá Indlandi fór ég til Nepal og bjó í tvö ár í Kathmandu. Nepal er upphaf alls. Menning- in er mjög rík af töfrum, öndum og göldrum. Ég skrifaði mömmu bréf þaðan og í því stend- ur: Þegar ég ætlaði að fagna jólunum fögnuðu þeir dauðanum. Þegar við gleðjumst yfir lífinu færa þeir dauðanum fórnir. Allir dagar í Kath- mandu voru sérstakir. Fólkið var yndislegt, vingjarnlegt og hjartahlýtt. Þegar maður hitt- ir fólk á götum úti hneigir það sig fyrir manni og segir namasthe, lauslega þýtt: Guðirnir blessi þig. Það er mjög gefandi því með þess- ari einföldu athöfn eru þeir að gefa eitthvað af sjálfum sér. Það er ekki eins og íslendingar sem strunsa framhjá án þess svo mikið að virða náungann viðlits. Þegar maður fer út á götu hér býst maður ekki við að sjá neitt annað en það sem venjulegt má teljast, tísku- búðir, bíla og regn, fólk sem er að flýta sér, manneskjur sem líta hvorki til hægri né vinstri. Ég hef kynnst fólki alls staðar að úr heiminum en engum sem eru eins eigingjarnir á sjálfa sig og íslendingar eru. Þeir eru samt sem áður gáfaðir, viðkvæmir og tryggir en þeir eru þöglir, það þarf að hafa fyrir því að komast í gegnum skelina sem umlykur þá. Þetta var útúrdúr, ég var að byrja að tala um Nepal. Þar bjó ég um tíma ein í húsi sem stóð fyrir utan Kathmandu. Ég þurfti að fara til lítils bæjar til að kaupa í matinn. Þar sátu dökkklæddir bændur og sölumenn á götunum og seldu varning sinn undir svörtum sólhlíf- um. Þeir minntu mig á fiðrildispúpur. Þarna kynntist ég fólki af gurkoskynþættin- um en karlmenn af þeim kynþætti eru taldir bestu stríðsmenn allra tíma. En þeir eru góð- ir heim að sækja, dagsdaglega ganga karlarnir með blóm í hárinu. Þeir eru góðir við börn sin og konur og sérstaklega hjálpsamir við heimilisstörfin. Einhverju sinni var ég á leið til bæjarins, þá heyrði ég ofboðslegan hávaða koma úr húsi einu sem var á leið minni. Ég skildi ekkert í þessu en seinna komst ég að því að þegar einhver heimilismaður deyr er siður að reka anda hins dauða út úr húsinu með miklum látum og brambolti. Þá tekur fjölskyldan og vinir hennar sér eldhúsáhöld í hönd og reka gamla loftið út úr húsinu gegn- um útidyrnar. Þetta er gert til að hjálpa anda hins látna að hverfa frá jörðinni. Annars lenti ég einu sinni í mikilli lífshættu þegar ég fór út að ganga snemma morguns. Allt í einu skynjaði ég einhverja hættu. Ég leit aftur fyrir mig og komu þá ekki sex fílar hlaupandi. Það var ekki um neitt annað að ræða en kasta sér í götuna og reyna að bjarga sér undan löppunum á þeim. Mín fyrsta hugs- un var: Þegar ættingjar mínir á íslandi frétta andlát mitt segja þeir: Manstu eftir henni Önnu Fugaro, hún kom stundum til íslands þegar hún var lítil. Hún fór undir fil í Nepal um daginn. Þá fannst mér þetta ofboðslega fyndið. Annars er dauðinn þarna daglegt brauð, það er alltaf einhver að deyja, það er bara hluti af lífinu. Þarna tók ég líka þátt í sérstakri kvennahá- tíð, þá var dansað heila nótt og engum karlmönnum boðið. Það var ofsalega gaman. Síðan fluttist ég í mjög skemmtilega þak- íbúð inni í miðri Kathmandu. Gluggarnir voru mjög stórir, sérstaklega á klósettinu og útsýnið þaðan var stórfenglegt. Þaðan hafði ég útsýni ufir stærsta búddahofið í borginni og Himalyafjöllin. Það var alltaf verið að halda hátíðir í Nep- al. Þarna var hátíð lifandi guða. Hún stóð í átta da_ga, með söng, dansi og mikilli ljósa- dýrð. A vegg stærsta hofsins var líkneski af höfði guðsins Byrob. Alla aðra daga ársins var það hulið sjónum almennings en á þess- ari hátíð fékk fólk að virða hann fyrir sér. 22. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.