Vikan


Vikan - 22.10.1987, Page 7

Vikan - 22.10.1987, Page 7
BANVÆN HOLLUSTA! Vísindamenn segja ofneyslu á jurtafitum stórháskalega! Ofneysla á nær því hverju heimili! Texti: Magnús Guðmundsson Nýjar niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum fjöl- ómettaðra fitusýra á mannsiíkamann, hafa koll- varpað áratuga gömlum viðhorfum fræðimanna til hollustu plöntufitu. Niðurstöðurnar eru ekki aðeins sláandi fyrir vís- indamenn, heldur hljóta þær að koma matvæla- framleiðendum og heilbrigðistyfirvöldum algjör- lega í opna skjöldu og hafa stórkostleg áhrif á matvælaiðnað og neysluvenjur heimila um allan heim! Niðurstöðurnar benda tii að plöntufita geti ekki aðeins verið varhugaverð, sé hennar neytt í mikl- um mæli, heldur hafa vísindamenn fundið ógnvekj- andi vísbendingar um að ofneysla á sumum fjöl- ómettuðum plöntufitusýrum geti leitt til örkumls, eða jafnvel dauða. Vísindamenn í næringarefna- fræði hafa orðið verulegar áhyggjur af þeim öfluga og oft öfgakennda áróðri sem mat- vælaiðnaðurinn og ýmsir heilsu- postular hafa haft uppi í áraraðir fyrir neyslu á fjölómettuðum fit- um úr jurtaríkinu. Áróðurinn hefúr orsakað stórkostlega of- neyslu almennings á vestur- löndum á þeim fltusýrum, sem mestum skaða geta valdið. Mestu skaðvaldarnir eru, að dómi margra vísindamanna, svokallaðar Omega 6 fitusýrur, sem eru ríkjandi í jurtaolíum. í næstum öllum iðnaðarfram- leiddum matvælum úr jurtafitu, eins og smjörlíki, matarolíum ► VIKAN 7 og mjög auglýstum hollustuvör- um eins og kvöldvorrósarolíu, er verulegt magn Omega 6 fitu- sýra, aðallega línolíusýru, sem getur orsakað mjög skaðlega hormónamyndun í líkamsfrum- um manna og dýra. Plöntufita og skyndi-hjartadauði Dr. Sigmundur Guðbjarnar- son Háskólarektor, er í hópi ís- lenskra vísindamanna sem hafa m.a. rannsakað streituáhrif fjöl- ómettaðra fitusýra á hjarta og æðakerfi manna. Hann segir rannsóknarniðurstöður íslend- inga styðja fullyrðingar erlendra MYND: MAGNÚS HJORLEIFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.