Vikan - 22.10.1987, Side 9
Tafla yfir neyslu blaðamanns í einn dag
Morgunverður:
Tvær 250 gr. brauðsneiðar m/plöntusmjörlíki .............
Hádegisverður:
Einn 75 gr. hamborgari, steiktur í matarolíu ............
70 gr. franskar kartöflur...............................
30 gr. kokteilsósa......................................
Hrásalat með salatsósu...................................
í kaffinu um miðjan dag:
Eitt vínarbrauð ........................................
Ein jólakökusneið........................................
Kvöldmatur:
Þrjár lambakótilettur steiktar í matarolíu
eða jurtasmjörlíki ......................................
Hrátt grænmeti...........................................
Eitt franskt smábrauð....................................
Um kvöldið fyrir framan sjónvarpið:
75 gr kartöfluflögur, steiktar úr jurtaolíu..............
ídýfa úr majonesblöndu...................................
Samtals fituneysla:
Fita í grömmum: mettuð ómettuð
5,75 5,75
15,00 8,00
9,00 16,00
5,00
5,00 5,00
4,00 4,00
25,00 15,00
1,20
0,75 0,75
22,00 15,00
64,50 97,70
Dýrafita er jafnan í föstu
formi við stofuhita, ca 20 gráður
á Celsius, en fjölómettaðar fitur,
eins og jurtaolíur og fiskiolíur
geymast fljótandi við lágt hita-
stig, jafhvel við frostmark.
Því fer fjarri, að fjölómcttaðar
fitur úr jurtaríkinu, séu alfarið af
hinu illa, þar sem líkaminn
þarfnast þeirra í fæðunni til við-
halds og uppbyggingu frum-
anna. Pað er hins vegar hin
gegndarlausa ofneysla á jurtafit-
unum, sem gerir gæfúmunin,
samkvæmt niðurstöðum vís-
indarannsóknanna.
Dýrafita og afurðir úr henni,
eins og mjóik og smjör, hafa
lengi þótt varasamar heilsu
manna, en nú eru margir vís-
indamenn þeirrar skoðunnar, að
dýrafitan sé hlutlaus í sambandi
við þá neikvæðu hormóna-
myndun, sem orsakar hjarta- og
æðasjúkdóma
Þörf meiri rannsókna
Ólafur Sigurðsson matvæla-
fræðingur, fyrrverandi starfs-
maður hjá Raunvísindastofnun
Háskóla íslands, segir erfitt að
meta það á þessu stigi málsins,
hversu hættuleg ofneysla á fjöl-
ómettuðum jurtaolíum sé hverj-
um einstakiingi, þar sem siíkt sé
í eðii sínu einstakiingsbundið.
„Ofheysla á hvers konar fæðu-
efnum er þó aiskaplega varhuga-
verð,“ segir hann.
„Það er sérstaklega erfitt að
forðast ofneysiu fituefna, þar
,sem fitan er svo víða dulin í
samsettum matvælum, en álíka
ofheysla á t.d. sykri og á sér stað
á fjölómettuðum fituefnum,
væri fáranleg, þar sem sykurof-
neyslan myndi vera hverjum
manni augljós," segir Ólafur.
Ólafur bætir við: „Að sumu
leyti getum við borið vandamál-
ið saman við tóbaksreykingar.
Það er vitað að reykingafólk tek-
ur þá áhættu að deyja úr krabba-
meini eða öðrum sjúkdómum
sem geta verið fyfgikvilfar reyk-
inga, en hins vegar vitum við að
það er minnihluti reykingafófks
sem fær þessa sjúkdóma. Það er
því tvímælalaust þörf mjög víð-
tækra rannsókna á þessu sviði,“
segir hann.
Krabbamein og
plöntufita
Við 24 daga fóðurtilraunir á
rottum fyrir nokkru í Bandaríkj-
unum, kom í Ijós, að ígrædd
krabbameinsæxli í dýrunum
stækkuðu verulega og drógu
dýrin að lokum til dauða, þegar
rotturnar voru aldar á fóðri sem
innihéit 20% meira magn af
fitusýrum úr plöntuolíum, en
dýrunum var nauðsynfegt tif
lífsviðurværis. ígrædd krabba-
meinsæxli í rottum sem fengu
aðeins lágmarksmagn lífsnauð-
synlegra fitusýra í fóðrinu,
stækkuðu varla svo nokkru
næmi á tilraunatímabilinu. Rann-
sóknaraðilar telja, að aukið
magn Omega 6 línolíusýru í
fóðrinu hjá fýrrnefndu tilrauna-
dýrum hafið valdið þessum
mun.
Vísindamenn telja að niður-
stöður tilraunanna á rottunum
geti verið vísbending um áhrif
fjölómettaðrar plöntufitu á
krabbameinsvöxt í mönnum, en
þess ber þó að gæta, að rottur
eru ekki menn, þótt líkamsstarf-
semi þeirra sé á margan hátt
svipuð.
Lýsi getur dregið
úr hættunni!
Fiskolíur eins og lýsi inni-
halda mikið magn mjög-fjöló-
mettaðra fitusýra, en virkastar
þeirra eru svokallaðar Omega 3
fitusýrur. Rannsóknir hafa leitt í
ljós, að Omega 3 dregur veru-
lega úr skaðlegum áhrifum
plöntufitunnar Omega 6.
Þessar tvær fitusýrutegundir
keppa innbyrðis í líkamanum
um geymslustað í frumum lík-
amans. Lýsisfitan Omega 3 hefur
þó betur, sé þeirra beggja neytt
samtímis, en plöntufitan getur
þó dregið verufega úr virkni lýs-
isfitunnar. Sérstaklega ef plöntu-
fitan er í formi samþjappaðs
þykknis, eins og er í vinsælum
vörum eins og kvöldvorrósarol-
íu, sem er mikið auglýst sem
hollustuvara.
Kvöldvorrósarolían getur því
samkvæmt þessum niðurstöð-
um, dregið verulega úr gagn-
semi lýsis og verið skaðleg við-
bót við plöntuolíuofheysluna.
Nýjar og mun sterkari teg-
undir en áður af kvöldvorrósar-
olíu eru nú seldar í hollustu-
verslunum. Þessar nýju gerðir
eru framleiddar með líftækni,
með það fyrir augum að þær
gangi sem greiðast í samband
við frumur líkamans.
Ólafur Sigurðsson matvæla-
fræðingur, segir neyslu þessara
pföntuolíuþykkna hina mestu
fásinnu, nema fófk sé haldið
sjaldgæfum sjúkdómi sem geri
því ókleift að vinna nauðsynleg-
ar plöntuolíufitusýrur úr fieð-
unni. „Það er nær ómögulegt að
komast hjá því að fá nægjanlegt
magn lífsnauðsynlegra ómett-
aðra fitusýra úr plönturíkinu í
daglegu fæði.
Eðlileg neysla á grænmeti og
kornmeti, sér fólki fyrir öllum
þeim plöntufitusýrum sem það
þarfhast. Meira að segja eru slík-
ar fitursýrur í kjöti grasæta, eins
og kinda og er því hægt að fá
nauðsynfegan dagskammt
Omega 6 með sunnudagssteik-
inni,“ segir Ólafur Sigurðsson
matvælafræðingur.
■ Ólafur Sigurðsson mat
vælafræðingur: „Það er ákveðin
kaldhæðni í því, að kenningarn-
ar um hollustu fjölómettaðra
fitusýra, virðast hafa viflst á fitu-
sýrum. Þær fjölómettuðu fitu-
sýrur sem geta ótvírætt dregið
úr hættu á hjartasjúkdómum,
koma úr fiskmeti, eins og lýsi.
Plöntuolíur geta hins vegar auk-
ið hættuna á þessum sjúkdóm-
um.“
■ Sigríður Haraldsdóttir
Neytendamáladeild Verðlags-
• stofnunnar: „Við höfum gert at-
hugasemdir við auglýsingu á
Sólblóma jurtasmjörlíki, þar
sem fullyrt var að Sólblóma með
fjölómettuðum fitusýrum væri
hollara en smjör.
Við teljum að auglýsingin hafi
brotið í bága við 27. gr. Iaga um
verðlag, samkeppnishömlur og
ólögmæta viðskiptahætti. Þar
segir að ekki megi nota rangar
og villandi upplýsingar í auglýs-
ingum til að efla sölu.
Við höfum einnig gert athuga-
semd við ritstjóra vegna blaða-
greinar um kvöldvorrósarolíu,
þar sem gefið var í skyn, að
kvöldvorrósarolía gæti jafnvel
læknað krabbamein."
VIKAN 9