Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 11

Vikan - 22.10.1987, Síða 11
Guðmundur Einarsson UTLOND Brúðu- líkhúsið Hvað tengir saman fallist- ana Joe Biden og Gary Hart? Þeir léku báðir 1 brúðuleik- húsi forkosninga demo- krata, leikritið hét KYN- SLÓÐAPÓLITÍK og í spottana hélt Patrick Caddell. Caddell þessi hefur lengi ver- ið einn af hugmyndasmiðum demokrata. Upp úr 1980 lagði hann til þá hernaðaráætlun að flokkurinn ætti að bjóða ífam til forseta ungan, fallegan, hvítan karlmann, sem boðaði nýfár hugmyndir. Þessi nýja stefna skyldi vera sem lengst ífá kreppuhugmynd- um og kreddum gamlingjanna í flokknum. Hún átti að vera snið- in fyrir unga fólkið ffá tvítugu til fertugs. Caddell samdi handritið og bjó til búning, en vantaði ein- hvern til að klæðast honum. Gary Hart tók hlutverkið að sér og tók það alvarlega. í öðru hverju orði talaði hann um “nýj- ar hugmyndir" og “nýjar Ieiðir" en útlistaði ekki mikið nánar. Hann sló í gegn og keppinautur hans um ffambjóðandatitilinn, Walter Mondale, hugleiddi að gefast upp. En áður en til þess kæmi fóru þeir Hart og Mondale í beina sjónvarpsútsendingu. Hart tal- aði um nýjar hugmyndir og Mondale spurði: “Gott og vel, en HVAR ER KJÖTIÐ?“ Mondale notaði þarna ffæga setningu úr sjónvarpsauglýsingu þar sem borið var saman kjötinnihald ólíkra hamborgara. Gary Hart átti ekkert svar. Frægðarsól hans lækkaði á himni og Mondale fór í ffamboð. Gary Hart reyndi enn á ný í byrjun þessa árs að klæðast brúðufatnaði Caddells. Þá var spurt í beinni útsendingu: “Hef- ur þú haldið ffamhjá konunni þinni?“ Aftur átti hann ekkert svar og ffægðarsól hans settist. í millitíðinni hafði Caddell fengið aðra brúðu upp á sviðið, því Joe Biden öldungardeildar- þingmaður ákvað að slást í leik- inn. Báðir virtust una hag sínum vel því þingmaðurinn sagði eitt sinn: “Stundum veit ég ekki sjálfur hvar Caddell endar og ég byrja.“ Það varð honum líka að falli því upp komst að Caddell gerði meir en að halda í spottana. Hann talaði líka fyrir þingmann- inn eins og góðir brúðuleik- hússtjórar gera. Ræðurnar voru stolnar orðrétt frá Neil Kinnock og Kennedy bræðrunum, John F. og Robert. Þetta kunnu íjöl- miðlar og fólk ekki að meta og enn einu sinni féll sýning í brúðuleikhúsi Caddells. Bandaríkjamenn eru ekki óvanir því að stjórnmálamönn- um þeirra sé stýrt af kunnáttu- mönnum í pólitísku leikhúsi. En þeir gera einnig þær kröfur að pólitíkusarnir hafi sjálfir eitt- hvað ffam að færa. Hart og Biden höfðu hvorug- ur búið sér til sterka eigin ímynd. Það hafa hins vegar aðrir ffambjóðendur gert, s.s. Jessie Jackson. Hann hefúr með „Gott og vel, en HVAR ER KJÖTIÐ?" spurði Mondale. Hart átti ekkert svar. Joe Biden og frú hans afar sorgbitin. Upp komst, að Cadell gerði meira en halda í spotrtana. Hann talaði líka fyrir þingmanninn. margra ára baráttu lært að vefja saman þá ólíku þræði, sem for- setaffambjóðendur í Bandaríkj- unum þurfa. Hann verður ekki sprengdur með einni spurn- ingu. Sama máli gegnir um Mar- io Cuomo, ríkisstjóra í New York. Hann hefúr ekki gefið kost á sér. Hann er maður sem virð- ist geta skrifað hlutverkið sitt sjálfur. Æ fleiri úr röðum demókrata krefjast þess nú að inn á sviðið gangi einhver sem ekki hengir sig strax í böndunum. Þeir telja að flokkurinn þoli ekki að fleiri brúður séu drepnar í 1. þætti. Brúðuleikhús forkosninganna má ekki verða líkhús ffambjóð- endanna. Æ fleiri úr röðum demókrata kreQ- ast þess nú að inn á sviðið gangi einhver sem hengir sig ekki strax í böndun- um. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.