Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 16

Vikan - 22.10.1987, Síða 16
863 Hjalti Úrsus með verðlaunabikarinn. LYFTI Enn höfum við fslending- ar eignast heimsmeistara og í þetta sinn er það sá kunni kraftakarl Hjalti „Úrsus“ Árnason. Hann lyfti hvorki meira né minna en 863 kílóum í einni lyftu í keppn- inni um titilinn sterkasti maður heims sem fram fór í Kanada um helgina. Keppt var í fjórum greinum og í keppninni í heild sigruðu Kanadamenn með 90 stigum en íslendingar komu næstir með 89.5 stig. „Pað hefur engum tekist til þessa, að lyfta þessari þyngd í 5 cm hnébeygjulyftu. Eg reyndi við enn meiri þyngd en vantaði einn cm. upp á að það tækist," sagði Úrsus í spjalli við Vikuna. Jón Páll Sigmarsson keppti ásamt Úrsus á þessu móti en var meiddur og náði ekki að sýna sína langsterkustu hlið. En hvernig fara menn að því að verða svona sterkir, Hjalti Úrsus? „pað er viljinn sem ræður úr- slitum. Svo að stunda reglu- bundnar æfíngar og borða mikið af undirstöðumat." — Er hægt að hafa lifibrauð af kröftunum? „Þegar maður er kominn í hóp þeirra bestu er það hægt. En við vonumst til að næsta keppni af þessu tagi verði haldin á Islandi og þá fá menn að sjá með eigin augum hvað við tök- um á. Það voru um X1 þúsund manns sem fylgdust með þessu í íþróttahöllinni í Mont Red auk þess sem sjónvarpið auglýsti hana vel. Það vilja allir sjá okkur reyna kraftana," sagði Hjalti Úrs- us um leið og hann kvaddi blaðamann með handabandi með þeim afleiðingum að erfítt reyndist að beita puttum á ritvél næstu klukkustundirnar — SG Kapp er best með forsjá íslenskir aflraunajötnar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þeim gamla sannleika, að kapp Úrsus, setti glæsi- legt heimsmet á al- þjóðlegu móti jötna í Kanada um helgina. Hjalti lyfti 1900 lbs, eða 863 kílóum í einni einstakri lyftu, sem er hreint ótrúlegur árangur. Jón Páll varð í fimmta sæti 1 ein- menningskeppn- inni, en Hjalti 1 því fjórða. í lands- keppninni urðu ís- lendingarnir 1 Qórða sæti. Kan- adamenn fóru með sigur af hólmi munaði aðeins hálfu stigi á þeim og íslensku kepp- endunum. Úrsus við komuna til landsins á mánudags- morguninn. Þrátt fyrir lýjandi keppni og flug- þreytu, lét hann sér ekki muna um að jafnhenda blaðamann Vikunnar, Adolf Erlingsson. Ljósm.: Páll Kjartansson. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.