Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 20

Vikan - 22.10.1987, Síða 20
 Troðfull Reiðhöllin nánast skelfur þegar hver einasti áhorfandi þenur raddböndin í hinni góðkunnu laglínu Meat Loaf: „Do you love me? Will yoy love me forever? Do you need me? Will you never leave me?“ Meat Loaf stendur og furðar sig á fjöldasöngnum. Hann virðist gáttaður á hljóðstyrkn- um frá hinum 5000 áhorfend- um. Svo tekur hann völdin á ný og lýkur laginu með tilþrifum. Svitinn rennur af honum í stríð- um straumum, og auðséð er að hann skemmtir sér jafn vel og áheyrendurnir. Næst heyrast fyrstu hljóm- arnir í hinu fallega Two Out of Three Ain’t Bad. Lýðurinn sef- ast svolítið og flestir syngja með og halda á tendruðum kveikjurum eða sveifla höndun- um í takt. f næsta lagi er hrað- inn keyrður upp á ný og salur- inn trylltur með Bat Out of Hell. Að þvi lagi loknu þakkar Meat Loaf fyrir sig og hljómsveitina og fer af sviðinu. En áhorfend- ur eru ekki aldeilis á því að sleppa þeim svona auðveld- lega. Fjórum sinnum eru þeir klappaðir upp, og í hvert sinn er keyrslan jafn ofboðsleg. Gamlir rokkstandardar eins og Johnny B. Goode, Blue Suede Shoes og Jailhouse Rock halda áfram að auka enn á stemmninguna. Allt er á suðu- marki og aðstandendur tónleik- anna koma fram á sviðið og til- kynna að þessu sé lokið. En þá birtist Meat Loaf skyndilega á sviðinu í fimmta sinn og hvetur hljómsveitina til að koma með. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.