Vikan


Vikan - 22.10.1987, Page 22

Vikan - 22.10.1987, Page 22
/ MENNING Sigurður Karlsson í hlutverki höfuðsmanns- ins í „Föðumum" eftir Ágúst Strindberg. Sveinn Einarsson leikstýrði, Steinunn Þórar- insdóttir gerði sviðsmynd. „Faðirinn" í Iðnó Margir norrænir rithöfundar hafa farið í smiðju til Strindbergs, reynt að læra af vinnubrögðum hans eða til- einka sér afstöðu hans til eigin persóna eða verka. Sá ganili jöf- ur var að einu leyti afburða stíl- isti, texti hans jafiian myndrænn og hnitmiðaður og leikrit hans bólgin af táknum sem góðir leikarar og leikstjórar elska. „Faðirinn", sem nú er á fjölun- um í Iðnó, er eitt þeirra verka Strindbergs sem hvað offast er leikið. Og ekki að undra. Efni þess er aðkallandi á hverjum tíma, verkið sjálft aðgengilegt áhorfendum en jafnframt marg- slungið viðfangsefni fyrir leikara. Hér er ekki ætlunin að gagnrýna Iðnó-sýninguna á nokkurn hátt, gagnrýnendur dagblaða hafa þegar gert henni skil og raunar hrósað henni að flestu leyti. Hér skal aðeins bent á að hafi fólk áhuga á að njóta vandaðrar leiklistar þá er tæki- færi til þess í Iðnó. Reyndar ættu Reykvíkingar að fara að huga að því að innan skamms verður Borgarleikhúsið tekið í notkun og óvíst hvað verður um leik- listariðkun í gamla Iðnaðar- mannahúsinu í framtíðinni. „Faðirinn" er sýning sem munað verður eftir og umgjörðin um hana gerir sitt til að gera heim- sókn í Iðnó eftirminnilega. -GG. Margslungið en auðskilið Agúst Strindberg, stund- um nefndur „faðir nútíma- leikritunar“, hefur ekki ótt sérstöku dölœti að fagna í íslenskum leikhúsheimi. Engu er líkara en að íslenskir leikhúsmenn hafi jafnan komið sér undan því að fœra verk hans ó svið - og er sú kinokun eflaust skiljan- leg. Strindberg er ekkert lamb að leika sér við. Ágúst Strindberg var ákaflega afkastamikill höfundur, lét sig umræðu og anda tíðarinnar miklu skipta, skrifaði skáldsög- ur, leikrit og frásöguþætti, reit sendibréf í löngum bunum og reyndi sig á sviði málaralistar og náttúrufræði. Hann átti lengst- um undir högg að sækja í heima- landi sínu, var búsettur erlendis urn hríð, reyndar á fleiri en einu tímaskeiði ævinnar. Eins og stundum gerist meðal smátt hugsandi þjóða eða á erfiðum tímum, þá var Ágúst Strindberg eiginlega of stór, of fyrirferð- armikill fyrir landa sína. Það var ekki fyrr en langt var liðið ffá andláti hans að Svíar gátu farið að glíma við leikrit hans af skiln- ingi og sönnum áhuga. Á okkar tíð hefur hann svo notið mikils dálætis meðal landa sinna og sviðsfærslur leikrita hans oft á tíðum merkar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.