Vikan


Vikan - 22.10.1987, Side 23

Vikan - 22.10.1987, Side 23
KJOL- Fomleifefræðingar láta ekki deigan síga austur í Grikklandi. Þar moka menn upp fortíðinni og srníða um hana kenningar frá morgni til kvölcLs. Um daginn grófti menn upp leifar konu sem mun hafa hvílt 2300 ár í gröf sinni og fullyrtu fræðingamir að kvinn- an sú hefði verið föðuramma Alexanders mikla, þess sem ætlaði sér að vera kóngur yfir allri heimsbyggðinni. Giovanni Pampiglione heitir ítalskur leikstjóri sem mun leggja leið sína út hingað á útmánuðum til að leikstýra í Þjóðleikltúsinu. Pam- piglione ætlar að setja á svið farsa eftir landa sinn Carlo Goldoni. Goldoni var uppi 1707—1793 og stundum nefhdur Jiinn ítalski Moliére". Hann skrifaði hvorki meira né minna en yfir 300 farsa Hér á landi hefrir hingað til aðeins einn fkrsi eftir Goldoni verið sýndur, „Tveggja þjónn" sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir 20 ámm. Þrjú hundmð fársar? Ætli það sé ekki heimsmet? Þegar Carlo Goldoni var á hátindi ferils síns sarndi hann eitt árið sextán stykki — ella hefði hann lent í skuldafangelsi. Líf skálda er sjaldan dans á rósum. Þorvarður Helgason. orvarður Helgason á enn nokkuð í land, ætli hann að skrifa jafiimörg leikrit og þessi Goldoni. Enda hefúr það trúlega aldrei staðið til. Það em gæðin sem öllu skipta, ekki ntagnið. En væntanlega mun Þjóðleikltúsið ffumsý’na í vetur nýtt verk eftir hm^irð Hann kallar það „Kvennafár" og Andrés Sigurvinsson verður leikstjóri. Nafhið vekur óneitanlega forc’itni unt inni- haldið. /festan Bergman elskali Hitler Ævisaga Ingmars Berg- mans kom út í Svíþjóð í haust. Leikstjórinn nefnir bók sína „Laterna magica", sem útleggja mœtti sem „dulda töfra" ó íslensku. Margur sænskur sperrti eyrun þegar fréttist að Bergntan játaði í sögu sinni að hafa um eitt skeið elskað Hitler og dáð. „Ég elskaði hann líka,“ segir Bergman. „Arum saman stóð ég með Hitler og kættist þegar stríðslukkan var honum hliðholl og ég varð sorgmæddur þegar hann fór að bíða lægri hlut... Þegar ég svo stóð frantmi fyrir vitnisburði um einangrunarbúð- irnar náði skilningur minn ekki að greina það sem augun sáu. Eins og svo margir aðrir, þá kall- aði ég myndirnar áróðursbragð og lygi. Þegar sannleikurinn á endanum braut á bak aftur and- stöðu mína, fylltist ég örvinglan og sjálfsfyrirlitningu, sem hafði íþyngt mér fyrir og nálgaðist nú hið óbærilega. Ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna að ég var þrátt fyrir allt tiltölulega sak- lausý Minnisleysi Ýmsir hafa undið sér að Ingm- ari Bergmani fyrir ofanskráð orð og spurt með þjósti hvort hann sé hættur að ntuna. Meðal þeirra sem hávært hafa gagnrýnt Bergman, er Jan Myrdal, víð- frægur rithöfundur, sonur Gunnars og Ölvu Myrdals. Hann spyr Bergman hvað hann hafi verið að hugsa öll stríðsárin þegar allir hugsandi menn hafr þegar árið 1940 gert sér grein fyrir glæpurn nasistanna þýsku. Bergman trúði á þá til ársins 1945. „Við vissum um einangrunar- búðirnar fyrir stríð,“ segir Jan Myrdal. „En sænska upplýsinga- stjórnin hélt því leyndu fyrir okkur þar til í stríðslok að til voru líka útrýmingarbúðir." Jan Myrdal krefst þess af Bergmani að hann skýli sér ekki á bak við minnisleysi ellegar gleymsku okkar daga, því ef við ekki gerum upp reikningsskil við fortíðina, þá munum við heldur ekki skilja framtíðina, segir Myrdal. Lífið heldur áfram Myrdal segir að nútildags skrifi þeir margir svona, gömlu nasistarnir: í fyrstu dáðu þeir Adólf og flokk hans, en svo luk- ust upp augu þeirra og þeir sneru við blaðinu ellegar misstu áhugann á pólitík. „Þetta virðist satt og rétt. Og minnir á ærlegar skriffir. Hann viðurkennir mis- tök sín. Það var erfitt að vera ungur, trúaður nasisti á þessum tíma,“ hæðir Myrdal Ingmar Bergman. „Þeir voru hjálparlaus fórnarlömb. Þegar svo Þúsund ára ríkið var fallið og sannleikur- inn opinberaðist, fylltust jteir sem áður trúðu örvæntingu, þeir spurðu sjálfa sig um sína eigin sekt. Á eftir fylgdi tauga- áfall, andleg laxering. Svo hélt lífið áfrant. Þeir skrifa svona núna í Múnchen og í Stokk- hólmi. Þetta er alvanalegt. Og virðist hreinskiptið. En er þetta sannleikurinn?" Ekki svo einfalt Jan Myrdal færir síðan rök að því að Bergman og skoðana- bræður hans, þ.e. sænskir nasist- ar, hafl á árunum eftir 1939 haft ótal tækifæri til að opna augun og gera sér grein fyrir villi- mennsku þýsku nasistanna. Myrdal er yngri en Bergman. Hann var fimmtán ára þegar Bergntan var tuttugu og fjög- urra. Samt segir hann að hann og félagar sínir í gagnfræðaskóla í úthverfl í Stokkhólmi hafl áttað sig á lilutum sem Bergman nú haldi fram að ómögulegt hafi verið fyrir háskólastúdenta (og aðra) að átta sig á. „Nú eru liðin bráðum 45 ár. í aðalatriðum met ég stríðið á sama hátt nú sem þá. Hitlerism- inn var hin mikla hætta,“ segir Jan Myrdal. „En eftir því sem tíminn líður einfalda menn hina opinberu sögu. Umræðurnar fjara út og hið liðna stækkar og fegrast í minningunni. Og í leið- inni getur einhver Ingntar Bergman skrifað eins og hann hafi ekkert vitað. Það er ekki svo alvarlegt að hann skuli nú afsaka sína brúnu tíð, heldur er hitt al- varlegt — að honum er trúað." Margir borgaralega þenkjandi Svíar stóðu nasismanum nærri fyrir stríð og í styrjöldinni. Þau mál eru enn óútkljáð meðal frændþjóðar okkar — og verða trúlega aldrei til enda rædd. Við þekkjum ofúrlítið til þessarar umræðu hér á íslandi, þótt raun- ar hafl menn kappkostað að sópa hér sem mestu undir mott- una. —GG. Hinn ungi Ingmar Bergman elskaði Hitler og nasismann. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.