Vikan


Vikan - 22.10.1987, Page 29

Vikan - 22.10.1987, Page 29
ÆVAR R. KVARAN 1 „Eg hef verið beðinn um að reyna að koma í veg fyrir ókyrrð eða reimleika í 12 húsum í Reykjavík, ™ Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ. Rað hefurtekist í öllum þessum tilvikum. Ress vegna leyfi ég mér að fullyrða,að reim- séu enn við líði á ákveðnumstöðum á íslandi." Einhverjum kann að koma þessi fyrirsögn kynduglega fyrir sjónir. Hvað á maðurinn við? Er drauga- gangur heima hjá honum eða hvað? Þessu er rétt að svara með því, að svo er ekki. Hins vegar kann ég betur við að tala um reimleika en draugagang sökum þess, að orðið draugur hefur meðal flestra mjög neikvæða merkingu. Ef til vill stafar það af þeim fjölda draugasagna, sem við höfum lesið í þjóðsögunum okkar, því þar eru þess háttar ríkur þáttur. Draugum er þar jafnan lýst sem mjög illum verum og því voðalegum. Flestir sem kunna að lesa það sem hér er hripað munu vafalaust vilja sannfæra mig um það, að reimleikar tilheyri algjörlega fortíðinni, og hafi einungis skapast sökum hjátrúar, myrkurs og fátæktar. [ þeirri upplýstu veröld, sem við nú lifum í geti draugar og annað hjátrúarillþýði ekki þrifist, og þess vegna sé fyrirsögn þessarar greinar ekki sérlega gáfuleg. Það er því ekki með öllu ástæðulaust að gera nokkra grein fyrir henni. Eg hef nefhilega verið beðinn um að reyna að koma í veg fyrir ókyrrð eða reimleika í 12 húsum í Reykjavík, Hafnar- flrði, Kópavogi og í Mosfellsbæ. Það hefur tekist í öllum þessum tilvikum. Þess vegna leyfl ég mér að fullyrða, að reimleikar séu enn við lýði á ákveðnum stöðum á íslandi, þrátt fyrir alls konar aðrar framfarir. Senni- lega verður þessu best lýst með því að rekja hér að nokkru leyti fyrstu tilraun mína í þessum efnum. Enda má segja að þar hafl komið sitt af hverju fram, sem telja megi all- kynlegt og þótt undarlegt megi teljast, einn- ig broslegt. Ég hef nú þessa skrítnu frásögn. Dag einn fyrir nokkrum árum, þegar ég sat heima við ritstörf, hringdi síminn. Mér svaraði einhver maður, sem ég kannaðist ekkert við. Hann var mjög kurteis og baðst afsökunar á því að trufla mig, en sagðist eiga við mig brýnt, en nokkuð óvenjulegt erindi. Ég fann á rödd hans, að hann var í hálfgerð- um vandræðum með að tala við mig, eins og hann kviði erindinu. Mér tókst þó fljótlega að róa hann og spurði hann vingjarnleg VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.