Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 30
hvert erindi hans væri. Hann sagði þá, að hann væri ekki að hringja til mín sjálfs sín vegna, heldur vina sinna. Hann greindi mér síðan frá því, að þessir vinir hans væru ung hjón, sem ættu heima ekki allfjarri heimili mínu. Þau væru nýbúin að kaupa sér nýtt húsnæði, sem þeim hefði lengi dreymt um að eignast. Þetta var timburhús, sem hafði verið gert fallega upp og var mjög snoturt á að líta. Þau hefðu nú búið í þessu húsi í nokkra mánuði, en nú væri svo komið, að þau væru farin að velta því fýrir sér að reyna að selja það aftur, þótt þau væru mjög ánægð með húsið. Ég spurði nú manninn í símanum hvers vegna hann væri að snúa sér til mín með þetta mál. ,Já, það er von að þig fúrði á því,“ sagði hann, „en nú kem ég að því hvers vegna hjónunum hefúr snúist svona hugur. Ástæðan er nefnilega sú, að það er svo reimt í húsinu, að konan er skelf- ingu lostin, þannig að hún hefur stundum orðið að hringja til mannsins síns þar sem hann vinnur og biðja hann í öllum bænum að koma strax heim, því hún þori ekki að vera ein heima. Þetta færðist smám saman svo í aukana, að maður hennar fór að óttast um að hann kynni að missa atvinnuna, ef þessu héldi áfram. Þess vegna voru þau farin að velta því fyrir sér, hvort þau ættu ekki að flytja úr þessu húsi og reyna að fá sér eitt- hvert annað húsnæði." Og svo bætti maður- inn í símanum við: „Þú getur ímyndað þér hvernig þeim líður.“ ,Já, en hvert er þá erindi þitt við mig?“ ,Ja, það er vitanlega að biðja þig að losa hjónin við þessa hræðilegu reimleika, ef þú getur“. ,Já, en ég hef aldrei reynd neitt slíkt áður. Þið hljótið að geta fundið einhverja merkari menn en mig til slíks verks.“ ,Já, en það hefúr verið reynt, án nokkurs árangurs. Hjónin hafa þegar beðið tvo kunna presta um þetta, en þeir gátu ekki náð neinum árangri." Svo sagði maðurinn mér í símanum hvaða klerkar þetta hefðu verið og bætti svo við: ,Já, það var einmitt sá sem síðar reyndi, sem sagði við hjónin þessa setningu áður en hann fór: „Þið ættuð að reyna að leita til Ævars Kvarans.“ egar hér var komið máli vissi ég, að ég átti að reyna þetta. En það er tilfinning sem mjög hefúr vaxið með mér þessi ár, sem ég hef fengist við að hjálpa fólki. Þessi tilfinning um vissu, án þess að færa nokkur rök fýrir henni. Ég sagði því þessum vini hjónanna (en hann hafði gefið mér upp heimilisfang þeirra), að vænta mín í heim- sókn næsta flmmtudag kl. 17. Svo skyldum við sjá til hvernig færi. Ég kom svo til þeirra á tilsettum tíma. Eft- ir að ég hafði hringt dyrabjöllunni kom til dyra ung kona, sem ég taldi vera húsffeyju. Hún bauð mér að ganga inní stofú og settist ég þar í sófa nokkurn, en hún settist við hlið mér. Eiginmaður hennar tók sér sæti á stól gegnt okkur. Þá snéri frúin sér að mér og sagði: „Þú ert Ævar Kvaran, er það ekki?“ Ég svaraði: ,Jú, það er nafn mitt.“ Þá sagði hún mér til allmikillar undrunar þetta: „Eg held að rétt sé að ég tali hreinskilnislega við þig. Ég er vön að koma til dyra eins og ég er klædd. Ég vil bara byrja á því að segja þér, að ég hef heyrt í þér bæði í útvarpi og blöð- um og vil taka það strax fram, að ég tel skoðanir þínar á spíritisma, lífi eftir dauð- ann og þess háttar algert þrugl. Ef þér líkar þetta ekki, þá vil ég taka ffam, að þér er auð- vitað frjálst að fara héðan þegar í stað, ef þér þóknast." Mér þótti þetta eftir atvikum vægast sagt skrítnar móttökur. En ég sagði við stúlkuna: „Góða mín, heldurðu virkilega að ég reiðist þér fyrir að hafa aðrar skoðanir en ég? Ekk- ert er eðlilegra. Mér dettur því ekki í hug, að setja nokkur skilyrði fýrir tilraun minni til þess að hjálpa ykkur. Það væri hins vegar í fúlkominni andstöðu við skoðanir mínar. En nú skulum við taka til umræðu það sem máli skiptir í þessu sambandi og til þess að þú trúir mér betur vil ég segja við þig, að ég áfellist þig ekki fýrir það sem þú sagðir um skoðanir mínar. Þvert á móti dáist ég að óvenjulegri hreinskilni þinni, sem ég tel til kosta." Síðan hófúst samræður okkar um fýrir- bærin, sem svo mjög ollu henni ótta. Hún kvaðst sjá fyrir sér konu nokkra jafút á degi sem nóttu og svipur hennar væri svo hræðilega ógnvekjandi, að hún gæti ekki lýst því. Ég þóttist af þessu skilja, að hún væri rammskyggn. Ég spurði hana þess vegna, hvort hún vissi til þess að nokkrir ættingjar hennar væru skyggnir. Jú, hún hélt það nú. Bæði móðir hennar og ein systir hennar. Ég sagði þá við hana, að það hlyti að vera henni talsverð huggun í þessu mótlæti, að eiga svo nákomin skyldmenni, sem full- komlega skildu aðstöðu hennar. En þá kom frúin mér ennþá einu sinni algjörlega á óvart. Hún sagði: „Ég tala ekki við þær.“ Ég spurði undrandi: „Hvers vegna?" „Þær eru báðar kolvitlausir spíritistar." Við þessi orð varð mér ljóst, að hér var um sérstaka manngerð að ræða. Sú stefna sem þessi kona aðhylltist leit á hvers konar sálræn fýrirbæri sem hjátrú eina og vitleysu. Hún komst þess vegna í þá erflðu að- stöðu, að vera sjálf gædd sálrænum hæfileik- um, eins og móðir hennar og systir, en það kom ekki heim við þá róttæku stefnu sem hún annars aðhylltist, sem sennilega var pólitísk. Það eru ekki allir gæddir hæfileika til að sameina í sjálfum sér jafn ólíkar skoðanir og til dæmis og kommúnisma og spíritisma, eins og Þorbergur heitinn Þórð- arson. w Eg spurði hana svo nákvæmar um þessa sýn, sem ásótti hana dag og nótt. Þarna sat hún við hliðina á mér í sófanum. Bað ég hana að vera rólega og óttalausa, hvað sem hún kynni að sjá, því ég væri við hlið hennar og myndi veita henni fulla vernd. Ekki leið á löngu áður en hún tók að stirðna upp og greip um leið sterku taki í handlegg mér. Mér varð litið til hennar og sá þá að augu hennar stóðu á stilkum og mikill skelfingar- svipur færðist yfir andlit hennar. „Hún er komin,“ sagði hún og benti á vegginn á móti okkur. Ekki var um að villast að stúlkan sá eitthvað, sem vakti mikinn ótta hjá henni. Sjálfur sá ég hins vegar ekki neitt, því ég er ekki skyggn. Ég bað hana að reyna að vera rólega. Ekkert illt myndi henda hana. Eftir nokkra stund fann ég að takið á handlegg mínum linaðist og mesti óttasvipurinn rann smám saman af andliti hennar. Að lokum sagði hún: „Hún er farin." Þegar hún hafði að mestu náð sér aftur hélt ég áffarn að ræða við hana um þessar sýnir og hvar þær birt- ust helst. Eins og hún hafði áður tjáð mér gerðist það orðið bæði á nótt og degi. Einna verst var henni orðið við þessar aðsóknir á daginn, þegar hún var að vinna húsmóður- störf sín í eldhúsinu. Ég ákvað því að byrja þar. Ég sagði konunni að nú færi ég framí eldhús og kynni að vera þar um stund, en bað hjónin bæði að vera kyrr inní stofunni og trufla mig ekki undir neinum kringum- stæðum. Bíða þangað til ég kæmi aftur inn til þeirra. Ég leit ósjálffátt á klukkuna á veggnum um leið og ég stóð upp og fór framí eldhúsið, og festi mér í minni hvað klukkan var. Þegar ég var kominn í eldhúsið settist ég á koll sem þar var og beið átekta. Ég tók það fram áðan, að ég er ekki skyggn. Hins vegar hefúr varurð mín mjög aukist undanfarin ár. Það sem ég á við með því er það, að ég verð greinilega var við það hvort ósýnileg vera er nálægt mér eða ekki. w Eg hafði ekki setið lengi á eldhúskollinum áður en en ég fann þessa tilfinningu, sem ég þekkti svo vel um það, að hér var einhver sem ég sá ekki nálægur. Þegar þetta gerðist var mér þegar orðið ljóst, að vera þessi, sem ónæðinu olli, væri látin mann- eskja. Það þýðir ekki að spyrja mig, hvernig ég hafi vitað það, ffekar en að spyrja mann, hvers vegna hann sé skyggn. Mér var einnig ljóst, að þessi vera væri að villast og vissi í rauninni ekki hvað hún væri að gcva. Hér var því um að ræða veru, sem ekki gerði sér ljóst að hún væri dáin. Hjarta mitt fylltist strax samúð með henni og ég ákvað að reyna að hjálpa henni líkt og viiluráfandi manneskju, sem ég mætti á vegi mínum. Ég útskýrði fyrir henni, að hún væri dáin, eins og það venjulega væri kallað, en gerði sér ekki grein fýrir því. Ég sagði þessum þögla og ósýnilega hlustanda mínum, að það, sem venjulega henti flesta sem dæju, þegar þeir kæmu á hinar nýju slóðir væri að ástvinir eða aðrir, sem látnir væru á undan þeim tækju á móti þeim og aðstoðuðu þá til þess að átta sig á hinum nýju kringumstæðum. Það væri einkum eitt, sem hindrað gæti möguleika á slíkri hjálp, en það væri jarð- bundinn hugsunarháttur. Hann gerði vinum ómögulegt að komast að hinum nýkomna. Hún hefði vafalaust af einmitt þeim ástæð- um misst af slíkri hjálp, því vafalaust væru foreldrar hennar eða aðrir vinir komnir í þetta nýja umhverfi. En þeir hefðu ekki getað komist í huga hennar sökum jarð- bundins hugsunarháttar hennar. Það væri engan veginn of seint að breyta þessu. Til þess þyrfti hún að breyta nokkuð hugsunar- hætti sínum og skýrði ég henni frá því með hverjum hætti hún gæti það. Hún væri nú á villigötum. Hún væri að eyðileggja lífsgleði ungra hjóna, sem áreiðanlega hefðu aldrei gert neitt á hennar hluta meðan hún lifði. Eg sagðist einnig vita, að henni væri þetta ekki ljóst. Ég sagði henni líka, að það sem væri að henda hana væri engan veginn neitt einstakt, því það væri fjöldi manns, sem ætti við slíka erfiðleika að etja, sökum algjörrar vanþekkingar og reyndar vantrúar á því, að nokkurt líf væri að þessu loknu. Þannig hélt ég áffam að tala við hana og reyndi að gera það með hlýrri samúð. Þessu hélt ég áfram þangað til ég taldi að nóg væri komið. Ég kvaddi hana því með hlýju og óskaði henni alls góðs. Ég leit ekki á klukk- 30 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.