Vikan


Vikan - 22.10.1987, Page 38

Vikan - 22.10.1987, Page 38
Alrangt að eina ástæðan fyrir kynlífslýsing- unum sé til að selja bókina. þau gerðu sér snjóhús og sváfu þar eina nótt. Þannig fannst henni að hún gæti betur gert sér grein fyrir því hvernig Neander- dalsmennirnir hefðu hugsanlega getað lifað veturinn af í álíka hí- býlum. Hún lærði að þekkja villtar plöntur og lækningamátt þeirra. Fór á námskeið þar sem hún lærði að verka skinn og út- búa úr þeim föt og aðrar nauðs- ynjar. Lærði að kveikja eld án þess að nota eldspýtur og margt fleira sem hún taldi koma sér að gagni, t.a.m. las hún sér til um starfsemi heilans til að geta gert sér grein fyrir því hvaða rnunur hefði getað verið á hugsunum manngerðanna tveggja vegna mismunandi höfuðlags þeirra. „Ég kynntist tímabili í sögu okkar mannanna sem ég hafði aldrei gert mér grein fyrir að hefði verið til og þó það sé afar margt sem við ekki vitum um Neanderdalsmennina þá komst ég að því að mannfólkið þá hef- 38 VIKAN ur gert sömu hluti og haft sömu langanir og við höfum á okkar dögum. Ég var búin að afla mér svo mikillar þekkingar að mér fannst ég verða að deila henni með öðrum og fór að skrifa söguna af alvöru. Ég skrifaði hana á þann hátt að ég sagði sjálfri mér söguna af fólkinu sem bjó í hellum fyrir 35.000 árum. Ég sat við skriftir 12—16 tíma á dag og þegar ég hafði lokið við handritið komst ég að því að ég hafði ffá svo mörgu að segja að smásagan mín var orðin að efhi í 6 binda skáldsögu. Sögurnar hafa samheitið Böm jarðar og söguhetjunnni Aylu er fýlgt eftir í hverri bók, en þó er hvert bindi sjálfstæð saga. Mörgum fmnst ég margorð í bókunum, en þannig er ég sjálf og mér fannst ég þurfa mörg orð til að lýsa lífi og umhverfi sem hvorki ég né aðrir þekktu." Jean sagði að þegar hún hefði lesið handritið sitt yfir í fyrsta skipti þá hefði hún komist að því að hún kynni alls ekki að skrifa og að handritið hefði ver- ið hræðilegt. Hvers vegna? „Ég sagði bara ffá, en byggði ffásögnina á engan hátt upp. Það vantaði alla sviðsetningu hjá mér og mig vantaði alla tækni.“ Jean dreif sig á bókasafnið einu sinni enn og náði sér þar handbækur um það hvernig skr'fa ætti skáldverk og tók síð- an til við að skrifa upp á nýtt. „Ég skrifaði Þjóð bjarnarins mikla að minnsta kosti fjórum sinnum upp og suma kaflana mun oftar. Mér finnst enn að ég hefði getað gert betur, en mér fer fram og þriðja bókin er best af þeim sem ég hef skrifað hing- að til. Ég hætti mér út á hálan ís í byrjuninni. Söguhetjan er þá um fimm ára og alein á ferð í langan tíma. Þetta er ekki auðvelt efhi að skrifa um í bók fýrir fullorðna og ffásögnin varð að vera nógu grípandi til að menn legðu ekki bókina ffá sér, fyrir fullt og allt, strax á fyrstu blaðsíðunum." Þetta tókst hjá Jean, eins og viðtökurnar sanna, og ekki er fráleitt að segja að sagan sé sannkallað ævintýri fyrir fúll- orðna og eins konar andsvar við „framtíðarsögunum" sem hafa verið svo vinsælar. ó nokkrir hafa orðið til að gagnrýna kafla í bókinni þar sem kynmökum er lýst og sagt að þeir væru óþarfir og að eina ástæðan fýrir því að Jean hafi haft þá með væri til að selja bókina. Þessu neitar hún algjör- lega og segir að kaflarnir séu nauðsynlegur þáttur í lýsing- unni á lifnaðarháttum fólksins og tilfinningum söguhetjunnar. „Ég gerði ráð fyrir að fólkið vissi í raun og veru ekki hvernig börn verða til. Allir þekktu móður sína og vissu að af ein- hverri ástæðu þá gat hún fætt karl- og kvenkyns afkvæmi, en enginn þekkti þátt karlmannsins né hver raunverulegur faðir barnanna var. Mér fannst að fýrsta kynlífs reynsla konunnar af yrði að vera einstök, en það var erfitt að lýsa þessu því ég vildi forðast orð sem notuð eru í dag til að lýsa þessari athöfin, Þrátt fyrir kvef og hálsbólgu hélt Jean áætlun og hélt fyrirlestur um kvöldið þar sem hún sagði frá því hvernig hún hefði skrifað sögur sínar. því mörg þeirra hafa hlotið óæskilegar hliðarmerkingar. Ég tók því þá ákvörðun að lýsa þessu mjög nákvæmlega, en ekki til að selja bókina heldur vegna þess að mér fannst það nauðsynlegt." Pegar Jean er spurð að því hvernig henni takist að sameina staðreyndir og skáld- skap í sögum sínum þá svarar hún því til að af staðreyndunum megi alltaf finna vísbendingu sem byggja megi skáldskapinn á. „f bók sem kölluð er Shanidar og skrifuð er um fornleifafund í íran er sagt frá beinagrind af gömlum Neanderdalsmanni sem fannst í Shanidar hellinum. Annar handleggurinn hafði ver- ið höggvinn af honum en sárið gróið án þess að ígerð myndað- ist, hann var líka blindur en samt Iifað þar til hann var orð- inn gamall. Ég spurði þá sjálfa mig að því hver hefði annast gamla manninn og hjálpað honum? Hann hlaut að hafa lifað í samfélagi þar sem umhyggja var borin fyrir hjálparþurfi og þar sem einhver lækniskunnátta var til staðar. Þennan gamla mann notaði ég í sögunni um Aylu því þar vildi ég einmitt sýna umhyggju, enda eru fáar sannanir sem benda til þess að ofbeldi hafi verið ríkjandi í sam- félagi þessara manna. Reyndar hefúr fundist beinagrind af manni sem virðist hafa látist af áverka sem hann hlaut af völd- um einhvers oddhvasss áhalds, en þetta gæti eins hafa verið óhapp sem átt hefði sér stað í veiðiferð." r Ablaðamannafundi sem haldinn var daginn fyrir skoðunarferðina var Jean spurð ýmissa spurninga varðandi bækurnar, m.a. hvers vegna þær hefðu orðið jafú vinsælar og raun ber vitni. „Sumum líkar persónurnar og margir lesendur skrifa mér og láta mig vita af því, og einnig það sem þeim líkar ekki. Öðrum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.