Vikan


Vikan - 22.10.1987, Side 42

Vikan - 22.10.1987, Side 42
SAM-útgáfan býður Víkuna VIKAN hefi-ir skipt um eigendur. Þórarinn Jón Magnússon keypti þetta 49 ára gamla vikublað af Frjálsri fjölmiðlun og hefúr gert sérstakan samstarfssamning um útgáfúna við SAM-útgáfúna, sem hann rekur í félagi við Sigurð Fossan Þorleifsson. SAM-útgáfan gefur út tímaritin Samúel, Frí- stund (krossgátublað) og Hús & híbýli. Vikan er sett og umbrotin hjá SAM-setningu, dótturfyrirtæki SAM-útgáftinnar, fitgreiningar eru unnar í Korpus, en filmu- skeyting, prentun og bókband annast prentsmiðjan Hilmir. Aðsetur ritstjórnar Vikunnar er nú á þriðju hæð Valhallar við Háaleitisbraut I í Reykjavík þar sem SAM-útgáfan er einnig til húsa. Hefur húsnæði útgáfunnar verið stækkað um helming vegna þessa. Þórarinn Jón Magnússon, hinn nýi eigandi Vikunnar, hef- ur fengist við bfaðaútgáfu síð- an hann varð skrifandi. Jafn- framt því að ritstýra nú Vikunni ritstýrir hann áfram Samúel og Húsum & híbýlum, sem eru gefin út af SAM-útgáfunni. Sigurður Fossan Þorfeifsson hefur verið framkvæmdastjóri SAM-útgáfunnar frá stofnun hennar, en hann kom snemma til liðs við þá Þórarinn og Ólaf Hauksson, sem 1973 voru byrj- aðir að gefa út Samúel í þeirri mynd sem hann nú er. Ólafur er sem kunnugt er horfinn af SAM-útgáfunni og tekinn við útvarpsstjórn Stjörnunnar. Ritstjórn menningarmála er í höndum Gunnars Gunnars- sonar, snilldarpenna með 18 ára reynslu í ritstörfum og blaðamennsku. Gunnar hóf sinn fjölbreytta blaðamennsku- feril á dagblaðinu Vísi og hann hefur m.a. verið ritstjóri helgar- blaðs DV. Síðast var hann á fréttastofu Stjörnunnar. Sæmundur Guðvinsson, er einn reyndasti og virtasti blaðamaður landsins, með meira en 20 ára starfsreynslu að baki. Hann var blaðafulltrúi Flug- leiða um nokkurra ára skeið eða þar til hann réði sig til Vikunnar nú i október. Sævar Guðbjörnsson og Andrína Jónsdóttir eru útlitshönnuðir Vikunnar og SAM-útgáfunnar. Þau sameina hér á vissan hátt andstæða póla íslenskra þjóðmála, þar sem Sævar starfaði sem útlitshönnuður á Þjóðviljanum, en Andrína á Morgunblaðinu, þar til þau réðust til starfa hjá SAM-útgáfunni. Bryndísi Kristjánsdóttur, þurfti SAM-útgáfan ekki að sækja langt. Hún hafði um nokkurt skeið unnið við tímaritin Sam- úel og H&H, en er nú ritstjórn- arfulltrúi Vikunnar. Magnús Guðmundsson annar tveggja ritstjóra, er margreynd- ur fréttamaður, sem oft hefur gustað um. Hann starfaði um árabil, sem fréttamaður í Dan- mörku. Síðastliðin sjö ár hefur Magnús starfað sem fréttamað- ur dönsku fréttastofunnar Rit- zaus Bureau á íslandi, þar til hann sagði upp í síðasta mán- uði til að helga Vikunni starfs- 42 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.