Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 49

Vikan - 22.10.1987, Síða 49
aðir og grafir eru elst við Skötu- hólma II. Leifarnar þar eru tald- ar vera frá u.þ.b. 5500 f. Kr. Nokkrum öldum síðar hefur byggð flust að Skötuhólma I, en Skötuhólmi, sem virðist vera yngsti bústaðurinn, er u.þ.b. 1.000 árum yngri en Skötu- hólmi II. Niðurstöður rannsóknanna á bústöðunum gefa góða innsýn í lífsskilyrðin fyrir 7000 árum. Veðurfarið var mildara en nú og meðalhitinn u.þ.b. tveimur til þremur gráðum hærra. Hinn rnikli fjöldi beina úr næstum 90 dýrum sem tekist hefur að bera kennsl á, bendir til mikils og fjölskrúðugs dýralífs. Pelikanar og villisvín íbúarnir höfðu aðgang að góðri fiskveiði og miklu fuglalífi við lónið. Gedda, áll og aborri voru mikið veiddir flskar. Gras- önd og haförn voru algeng, en sjaldgæfari gestir var pelikaninn. í haflnu fyrir utan lónið voru veiddir selir og höfrungar. Skógarnir norðan við lónið buðu upp á veiðar á villisvínum og krónhjörtum. Veiði loðdýra eins og marða, otra og bifra til- heyrði vetrarverkunum. Fundirnir ffá bústöðunum eru mjög margir. Fundist hafa hundruð kílóa af eldsneytis- úrgangi frá áhaldagerð og auk þess tilbúin áhöld. Það eru örva- oddar til veiða eða bardaga og rnörg tinnuáhöld sem voru not- uð til vinnslu á beinum, viði og skinni og til kjötskurðar. Axir úr öðrum steintegundum hafa einnig fundist. Þær hafa reynst mjög nothæfar jafnvel við högg á stórum trjám. Áhöld úr bein- um og hornum voru einnig not- uð og voru þau oft skreytt með útskurði. Leirkrukkur frá lokum búsetutímans á þessu svæði sýna að íbúarnir voru komnir upp á lag með að framleiða slík geymsluílát. Útbreiðsla bústaðanna og fjöldi fornleifafunda þar sýna að hver bústaður hafl verið í notk- un öldum saman og að margar fjölskyldur hafl líklega búið þar samtímis. Hópurinn gæti hafa verið u.þ.b. 50 manns. Áður hafði verið talið að á veiðitímabilinu hafi aðeins verið búið í litlum einföldum strákofum. Þessari kenningu var hnekkt við fundina við Skötu- hólma. Venjulegasta húsgerðin þar var hús með niðurgröfnum gólffleti. Stærsta byggingin mældist 6xil metrar og var byggð algerlega hornrétt með traustum trjástofnum. í þakefni var notað sef úr lóninu. Endur- bygging af Skötuhólmshúsi hef- ur þegar staðist ásókn fjögurra illviðravetra á Skáni. Af hverju jarðar maður þá látnu innan afmarkaðs svæðis? Spurningin getur virst skrýtin þar sem við höfum ekki vanist öðru. En í raun er ekki sjálfgefið að safha gröfunum öllum saman á einn stað. í landbúnaðarsam- félögum var t.d. algengt að jarða þá Iátnu á þeirra eigin jörð. Þannig var sýnt fram á búsetu- rétt og vísað til kynslóða sem höfðu yrkt jörðina og síðar verið grafiiar í henni. Fyrir fundina við Skötuhólma álitu vísindamenn að fólk á veiðitímabilinu hefði ekki haft neina afmarkaða greftrunar- staði. Talið var að það hefði verið of flökkugjarnt til að hafa þörf fyrir þá. Greftrunarsvæðin sýna hins vegar fram á að fólkið hefur búið á sama stað öldum saman og fundið með sér þörf til að eigna sér landssvæðið. Dauði í orrustu Graflrnar við Skötuhólma sýna mikla fjölbreytni í greftr- unarsiðum. Hinir látnu hafa verið lagðir til í mismunandi stellingum. Algengast var að fólk hefði verið jarðað liggjandi á bakinu, en oft höfðu látnir verið jarðaðir sitjandi eða liggj- andi á hlið með hnén upp við bringu (í svefhstöðu). En þessar þrjár stellingar eru ekki þær einu. I einni gröf fannst beinagrind af fertugum manni þar sem líkamspartarnir lágu á víð og dreif og í mjaðmarbein- um var örvaroddur. maðurinn hefur helsærst í orrustu og síðan hefur líkaminn verið sundur- hlutaður fyrir greftrunina. Flestir hinna jörðuðu hafa fengið greftrunargjafir. Hjá körl- um eru það yfirleitt axir, hnífar og örvaoddar. Konurnar hafa aftur á móti skartgripi með sér, oftast men úr dýratönnum. Graflrnar hafa ekki verið ein- göngu fyrir mennina. Hundarnir hafa líka verið jarðáðir. Ekki færri en tíu hundagrafir fundust með hvolpum í eða fullvöxnum dýrum. Eins og mennirnir hafa þeir verið lagðir í nokkurs kon- ar svefnstöðu. Við Skötuhólma I virðast ung- ar konur og eldri menn hafa fengið gjaflr með sér í gröfina á meðan eldri konur og yngri menn hafa verið jörðuð allslaus. Þetta er athyglisvert og gefur til kynna að fýrrtaldi hópurinn hafi verið í meira metum. Ástæðan er líklega sú að yngri konur voru enn í barneign, og þar af leiðandi var samfélaginu missir í þeim. Eldri mennirnir hafa aftur á móti haft reynslu og verk- kunnáttu sem gerði þá verð- mæta fyrir byggðina. í mörgum tilvikum virðast dýrabein í gröfum fólks standa í sambandi við hjátrú af ýmsu tagi. Virðist sem hver dýrateg- und hafi átt að tákna eitthvað visst. Fiskbeinin sem fundist hafa í gröfum virðast aftur á móti ekki vera í neinu sambandi við hjátrú, heldur eru þau ein- faldlega síðasta máltíðin. Oft fúndust fiskbein liggjandi við magann eða fisksúpa sem sá látni hefúr fengið með sér í íláti, enda hafa minjarnar við bústað- ina sýnt að fiskur var undir- stöðufæða. Greftrunin við Skötuhólma I og II hefúr farið fram á nokkrum öldum á hvorum stað, og því gefet einstakt tækifæri til að rannsaka hvernig greftrunar- siðir breyttust innan þessa af- markaða samfélags. Það er tals- verður munur á milli greftrun- arsvæðanna tveggja. í því eldra, Skötuhólma II, eru engir jarðað- ir í svefnstöðu, en næstum þriðjungur hinna dauðu við Skötuhólma I hefur verið jarð- aður á þennan hátt. Aukin fjöl- breytni í legu hinna greftruðu getur bent til aukinnar stéttar- skiptingar í samfélaginu. Með rannsóknum á beina- grindum geta sérfræðingar ákvarðað bæði kyn og dánar- aldur. Kyngreiningin byggist á útliti höfuðkúpu og mjaðma- grindar. Dánaraldur er m.a. ákvarðaður með skoðun á sam- vexti beinanna í höfúðkúpunni. Þar að auki eru tennur mikil- vægar í aldursgreiningu barna. Við Skötuhólma hafa beina- grindur 80 einstaklinga verið rannsakaðar. Þar á meðal er fóst- ur komið undir fæðingu ásamt níu börnum á mismunandi aldri. Afgangurinn eru unglingar og fullorðnir. Tekist hefúr að kyn- VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.