Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 66

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 66
John og Jaqueline Kennedy á meðan allt lék í lyndi. Þúsund dagarí Hvíta húsinu Nýr framhaldsflokkur á Stöð 2. Þrjú næstu laugardagskvöld kl. 22:00 verða sýndir mjög vandaðir breskir þættir um John F. Kennedy og 1000 daga veru hans í Hvíta Húsinu. Kennedy braut að mörgu leyti blað í bæði veraldarsögunni og bandarískri sögu. Hann var yngsti maðurinn til að vera kjörinn forseti Bandaríkjanna, og jafnframt fyrsti kaþólikkinn til að gegna því embætti. Hann lifði mjög stormasömu lífi bæði sem forseti og ekki síður í einkalífinu, og segja má að hann sé nánast goðsögn í dag, dður af meginþorra Bandaríkj- anna. Þó að honum hafi ekki auðnast að sitja á forsetastól nema 1000 daga, var hann viðriðinn marga helstu atburði sögunnar eftir seinna stríð. Kennedy var mikill jafnréttissinni og studdi blökkumenn í Bandaríkjunum heilshugar á þeim miklu umbrotatímum sem voru í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem blökkumenn leiddir af Martin Luther King leituðu réttar síns í þjóðfélaginu. Á erlendum vettvangi lét hann ekki síður til sín taka, og háði hann marga rimmuna við Nikita Krutschov, sem var aðalritari sovéska kommúnistaflokksins á þeim tíma. Má þar nefna Kúbudeiluna þegar gjörvöll heimsbyggðin stóð á öndinni út af yfirvofandi heimstyrjöld og endaði í klúðurslegri Svínaflóa- innrásinni. Einnig kom hann mjög við sögu í deilunni um Berlín og fræg er ræðan hans, „lch bin ein Berliner'1 sem hann flutti við Berlínarmúrinn illræmda. Síðast, en ekki síst, jók hann umsvif Bandaríkjamanna í suð-austur Asíu, en þegar fram liöu stundir leiddu þau afskipti til Víetnamstríðsins og afhroða Bandaríkjamanna þar. í þessum þáttum er hvorki reynt að fegra ímynd forsetans né að leggja áherslu á breyskleika hans. Til dæmis þykir framleiðendunum hafa tekist mjög vel að afgreiða kvennamál Kennedys, en hann þótti all kræfur á því sviði. í staðinn fyrir að velta sér upp úr þessum atriðum eru þau sýnd í gegnum áhuga J. Edgars Hoover, forstjóra F.B.I. á því að safna gögnum um kvennafar forsetans. Allir staðhættir eru gerðir eins líkir raunveruleikanum og hægt er að fara fram á, og fólk sem þekkti til Kennedy hjónanna segja að þættirnir séu mjög nærri sanni. Fjölmargir þekktir leikarar sjást í þáttunum, en þeir helstu eru Martin Sheen sem Kennedy sjálfur;John Shea sem Robert Kennedy, E. G. Marshall sem Joseph P. Kennedy, Blair Brown (íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við hana sem Molly Dodd) sem Jaqueline Bouvier Kennedy; og loks Vincent Gardenia sem er alveg óborganlegur í hlutverki J. Edgar Hoover. 66 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.