Vikan - 21.01.1988, Qupperneq 5
Þeir geta bara flutt!
Eins og kunnugt er af frétt-
um senda Grænlendingar
áheymarfulltrúa til hval-
veiðiráðstefnunnar, sem
haldin er hér á landi um
helgina. Grænlendingar hafa
átt mjög um sárt að binda
vegna aðgerða umhverfis-
samtaka, eins og Greenpeace
gegn selveiðum, en fjöldi
smáþorpa á Graenlandi hefur
nánast lagst í eyði, þar sem
veiðimennimir geta ekki
lengur selt selskinn til út-
landa, eins og þeir hafa gert í
mannsaldra.
Sala á selskinnum hefur oft
verið eina tekjulind afskekktari
byggðarlaga á Grænlandi, þar
sem algengt er að árstekjur fjöl-
skyldu nemi ekki nema um
100.000 íslenskra króna. Fólkið
lifir nær eingöngu á veiðum, en
peningar eru samt nauðsynlegir
til kaupa á ýmsum nauðsynjum
eins og skotfærum og kornmeti.
Áróður Greenpeacemanna
gegn selveiðum hefur gert líf
þessa fólks afar erfitt þar sem
hann varð þess valdandi að
hefðbundnir markaðir Græn-
lendinga fyrir selskinn lokuðust.
Núverandi fréttamaður Rit-
zau fréttastofunnar dönsku á ís-
landi, Lars Toft Rasmussen,
starfaði um skeið sem blaða-
maður á Grænlandi. Hann gerði
sér þá erindi til Bandaríkjanna,
til að ræða við talsmenn um-
hverfisverndunarsamtaka þar,
svo Grænlendingar gætu Iesið í
eigin blaði hvað þessir náttúru-
verndunarmenn hefðu að segja
um selveiðár Grænlendinga.
Skilningur Grænlendinga á
dýravinunum varð samt nokkuð
takmarkaður þegar greinar
blaðamannsins birtust loks í
Grönlandsposten. Svör náttúru-
verndarfólksins báru ekki vott
um mikla þekkingu á þjóð- eða
landháttum hjá þeirri þjóð, sem
það taldi sig vera að hafa vit
fyrir.
Meðal annars héldu talsmenn
náttúruverndarsamtakanna því
fram að Grænlendingar gætu
bara hætt að veiða dýr sér til
matar og byrjað að yrkja jörðina
í staðinn.
Þegar blaðamaðurinn tjáði
þeim að landkostir væru ekki
miklir á Grænlandi til akuryrkju,
þar sem undirlendi væri víðast
hvar jökulsorfnar klappir, taldi
umhverfisverndunarfólkið slíkt
ekki koma að sök, því aðrir
hefðu unnið stórvirki í að rækta
upp eyðimerkur og voru ísraels-
menn teknir sem dæmi um slík-
an dugnað. Aðrir umhverfis-
verndunarmenn sögðust að vísu
hafa nokkra samúð með eskimó-
unum, en hins vegar taldi sumt
náttúruverndarfólkið það vera
andstætt öllum náttúrulögmál-
um að nokkur maður væri að
bardúsa við það að búa á Græn-
landi.
Grænlendingar ættu ekkert
með það að búa þarna, þar sem
þetta væru fýrst og fremst nátt-
úruleg heimkynni sela og ís-
bjarna og mannfólkið ætti ekk-
ert erindi með að trufla lífsháttu
þessara dýra. Hugmyndir nátt-
úruverndarfólksins voru þær, að
á næstunni munu nokkrir á markað í lok febrúar eða byrj-
meðlimir Sykurmolanna halda un mars. í millitíðinni kemur lít-
utan til Bretlands að ganga frá il plata út með laginu Cold
nýrri LP plötu sem væntanleg er Sweat.
Grænlendingar yrðu fluttir til að freista þeirra og þeir gætu
þjóðflutningum til suðlægari hafið akuryrkju, sáttir við guð
landa, þar sem engir selir væru og menn!
NÝJAR REGLUR UM APEX IINNANLANDSFLUGI
Apex er ódýr og þægilegur feróamáti fyrir þá sem hala
fastráðið hvað þeir verða lengi i lerðinni.
Til og Irá Reykjavik:
Akureyri
Egilsstaðir
Homafjörður
Húsavlk
Isafjörður
kr. 3981,-
kr. 5316,-
kr. 4686,-
kr. 4510,-
kr. 3717,-
Norðfjörður kr. 5486,-
Patreksfjörður kr. 3598,-
Sauðárkrókur kr. 3577,-
Þingeyri kr. 3558,-
Vestmannaeyjar kr. 2585,-
Apex fargjöldin gilda einnig i framhaldsllugi með sam-
starfsflugfélögum til og Irá stöðum fyrir vestan, norðan
og austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma
ferðafyrirkomulag h/á Fiugieiðum, umboðsmönnum og
ferðaskrifstofum.
FLUGLEIDIR
VIKAN 5