Vikan - 21.01.1988, Page 7
SJALFSTÆÐARI
GAGNVART
FORYSTUMÖNNUM
LAUNAFÓLKS
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir um utanríkismál, kjara-
baráttuna, samskiptin við Indland og nýjar öryggisstofnanir
Átakamikið formannskjör í kjölfar mikils fylgishruns, ingu, þar sem stór hluti flokksmanna var honum and-
hefur sett Alþýðubandalagið í sviðsljósið undanfarin snúinn og var heiftin slík, að sögn kunnugra, að margir
misseri. Því fór fjarri að hinn nýi formaður flokksins, töldu að flokkurinn myndi klofna í kjölfarið.
Ólafur Ragnar Grímsson, hafi hlotið rússneska kosn-
Texti: Friðrik Indriðason
Eftir formannskjörið hefur þó
lítið borið opinberlega á fjand-
skap á milli flokksfélaga sem
bendir til að nýja formanninum
hafi tekist að lægja öldurnar.
Alþýðubandalagið hefur að
mörgu leyti verið einangrað á
vettvangi íslenskra stjómmála,
sérstaklega vegna stefiiu banda-
lagsins í utanríkis- og öryggis-
málum, en homsteinn þeirrar
stefnu hefur legið í slagorðun-
um „ísland úr NATO og herinn
burt.“
Undanfarið hafa átt sér stað
nokkuð skörp skoðanaskipti á
milli flokksfélaga í Alþýðu-
bandalaginu, meðal annars á síð-
um Þjóðviljans, þar sem flokks-
menn virðast ekki á eitt sáttir
með þær stefhubreytingar í ör-
yggismálum sem augljóslega
em að eiga sér stað innan
bandalagsins. Menn em ekki á
eitt sáttir, hvort gömlu slagorð-
in eigi að vera í fúllu gildi áffam,
eða hvort þau em úrelt.
Vikan leitaði eftir því við
formann Alþýðubandalagsins að
hann skæri úr um það hvort
stefriubreyting flokksins sé
raunvemleg eða ekki. Hjá for-
manni Alþýðubandalagsins
kemur m.a. ffam að nú sé í
reynd skilið á milli aðildarinnar
að NATO og vem hersins og
hann vill ekki að umræðan sé
frosin í allt eða ekkert.
í máli Ólafs Ragnar Grímsson-
ar kemur ffam að gömlu slag-
orðin, „ísland úr NATO og her-
inn burt“ em nokkuð úr sér
gengin og að Alþýðubandalagið
undir hans stjórn er nú reiðu-
búið til að þiggja kynnisferðir
NATO til útlanda til viðræðna
við bandalagið, eins og aðrir
stjórnmálaflokkar landsins hafa
gert í áratugi.
Vikan ræddi einnig við Ólaf
Ragnar Grímsson um stöðu Al-
þýðubandalagsins almennt,
verkalýðsmál, hugsanlegt sam-
starf Islendinga við Indverja í
ýmsum málum sem Ólafur hef-
ur verið hvatamaður að og hvað
framundan er hjá alþjóðlegu
þingmannasamtökunum Parli-
amentarians for Global Action
en Ólafúr er einn af forystu-
mönnum þeirra samtaka.
Við spurðum Ólaf fyrst um
hin breyttu viðhorf innan
flokksins til utanríkismála.
„Það er ljóst að við emm
mjög opnir fýrir viðræðum við
fúlltrúa annarra ríkja og er-
lendra samtaka og þjóðþinga
um þróun í alþjóðamálum
Við höfum talið að gætt hafi
of mikillar einangmnar al-
mennt á íslandi í umræðum um
utanríkismál. Það er hættulegt
fyrir smáríki á borð við okkur
sem á svo mikið undir utanrík-
isviðskiptum að fylgjast ekki vel
með því sem er að gerast á
alþj óðavettvangi og bregðast
rétt við breytingum sem þar
eiga sér stað,“ segir Ólafúr.
VIKAN 7