Vikan


Vikan - 21.01.1988, Page 13

Vikan - 21.01.1988, Page 13
íbúar norðursins eru bestu og stöðugustu kúnnar kaffiframleiðenda heimsins. Þó við séum ekki sérlega mörg, ef miðað er við fólksfjölda í öðrum heimshlutum, þá drekkum við kaffi í tíma og ótíma sem samanlagt gerir að við drekkum meira en 5% af heims- framleiðslunni á ári. Þó við drekkum þessi ósköp af kaffi þá erum við ótrúlega fastheldin á kaffilögunina og virðumst vera lítið fyrir það gef- in að prófa mismunandi kaffi- drykki, helst viljum við „venju- legt“ kaffi sem lagað er á þann hátt að sjóðandi vátni er heilt yfir malað kaffið og síðan er það drukkið svart, með mjólk eða molakaffi sem mörgum finnst best. Margir segjast ekki kunna að helia upp á kaffi enda leynir það sér ekki þegar bragðað er á kaffi sem einhver slíkur hefúr hellt upp á. Ekkert er verra en vont kaffi. Auðvitað er smekkur manna misjafn og sumir viljja sterkt kaffi, aðrir veikt og hinir eitthvað þar á milli, en vont kaffi vill enginn. Gömlu taupokarnir bestir Ýmsar serimóníur eru í gangi þegar hellt er upp á kaffi og hef- ur hver sínar. Hver man ekki eftir gömlu taukaffipokunum sem saumaðir voru í höndum á þar til gerðan hring og átti helst að nota þar til komið var á þá gat — og því eldri sem pokarnir voru því betra varð kaffið. Enn eru þó nokkrir sem hella upp á TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Kaffidrykkir í anda Jótanna En fyrir þá sem alls ekki fást á kaffihús eru hér nokkrar upp- skriftir af góðum kaffidrykkjum til að útbúa heima — kaffidrykkj- um í anda Jótanna: Kalypso kaffi 2,5 dl sterkt heitt kaffi, 2 cl dökkt romm 2 cl kaffilíkjör, örlítili sykur. öllu hrært vel saman og þeyttur rjómi eða ís sett ofan á. Kakó- dufti stráð yflr. Skoskt kaffi 2 dl sterkt, heitt kaffi 2.5 cl skoskt viský 1.5 cl kaffilíkjör 2 tsk. sykur. Öllu , blandað vel saman og þeyttur rjómi settur ofan á. Romm kaffi 2,5 dl sterkt, heitt kaffi 4 cl dökkt romm 1 tsk. kakó 2 msk. sykur. Öllu blandað vel saman og þeyttur rjómi eða ís sett ofan á. Kaffigott 2 dl kaffi 4 cl kakólíkjör. Hrært vel saman og 2 tsk. af ís settar út í. Ofan á kemur þeyttur rjómi og hökkuðum möndlum stráð yfir. -B.K. kaffið á þennan máta en festir mega vera að svona dútli lengur og hella uppá einnota pappírs- poka og þeir allra tímalausustu nota sjálfiippáhellandi kaffivélar sem hvorki þarfhast pappírs- né taupoka. Síðan eru til könnur þar sem dembt er saman kaffinu og sjóðandi vatni, síðan er kaff- inu þrýst niður í botn á könn- unni með þjöppu sem í henni er og árangurinn verður alveg ein- staklega gott kaffi. Síðast en ekki síst ber að geta þess að hægt er að fá alls konar kaffivélar sem búa til mismunandi gerðir af kaffidrykkjum. Tíaurakaffi Þó venjulegt kaffi sé enn vin- sælast þá eru margir farnir að hætta sér út í að biðja um „útlcnt" kaffi á kaffihúsum - kaffi eins og expresso og capp- ucino. Það eru ekki mörg ár síð- an Mokka café á Skólavörðu- stígnum var sá staður sem fólk fór á til að fá öðruvísi og reglu- lega gott kaffi. Nú hefúr hann fengið samkeppni því algengt er orðið að hægt sé að velja um kaffidrykki á hinum kaffihúsum borgarinnar — og meira að segja er kaffið orðið að eftirrétti eftir góðan málsverð, þ.e.a.s. „írskt kaffi“ og fleiri drykkir þar sem áfengi og sykri er hrært út í kaff- ið og þeyttur rjómi settur ofan á. Reyndar er það gamall siður á Vestur-Jótlandi í Danmörku að drekka kaffi með rjóma ofan á, en þar var rjóminn settur ofan á til að presturinn fýndi ekki lykt- ina af brennivíninu sem Jótarnir höfðu laumað út í kaffið! Kaffið varð ekki vinsælt á Norðurlöndum fyrr en um 1800 og segja má að kirkjan hafi átt nokkurn þátt í vinsældunum. Kaffið hafði verið þekkt í Evr- VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.