Vikan


Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 16

Vikan - 21.01.1988, Blaðsíða 16
Sigmundur Dýrfjörð, eigandi Te- og kaffibúðarinnar, segir að ís- lendingar geri mun meiri kröfúr til gæða og úrvals í kaffimálum. anda staðarins, Sigmund Dýrfjörð, hvort íslendingar séu nýjungagjarnir í kaffimálum. „Það er kannski ekki beint hægt að segja það. Þeir eru hins vegar farnir að gera meiri gæða- kröfúr hvort heldur er um kaffi eða te að ræða enda er hér nú að finna meira og betra úrval tegunda," segir hann. Á fastaseðli Te og kaffi búðar- innar er að finna 12 tegundir af kaffi sem menn geta drukkið á staðnum en auk þess er hægt að panta allar hugsanlegar blöndur af kaffi, allt nýmalað á staðnum. „Hér eru margir fastagestir sem kaupa ekki kaffi annars staðar og koma þá jafhvel ofan úr Breiðholti eða ffá Hafnarfirði til þess. Við njótum einnig góðs af umferðinni um Laugaveginn og töluvert er um að erlent fólk sem býr í borginni komi hingað að versla." Á Mokka Ekki er hægt annað en að líta við inn á Mokka á þessu rölti okkar, en þar hittum við Þor- stein frá Hamri. „Ég kem hér alltaf, en það er misjafht hve oft það er á viku. Hingað kem ég því hér er hlý- legt og viðkunnanlegt viðmót, staðurinn er rólegur og ég hef alltaf virt hann Guðmund lyrir það að vera aldrei með nein uppátæki eða breytingar á staðnum," segir Þorsteinn. „Þar að auki má nefha að hér hittir maður oft kunningja sína og ræðir við þá um málefni dagsins í góðu tómi en einnig getur verið gott að hafa frið, engin ágengni eða órói er til staðar og kaffið er gott.“ í máli Þorsteins kemur einnig firam að er hann kom til borgar- Erla Sigurgeirsdóttir í Skeifúnni segir að þang- að komi nær eingöngu fastagestir af hafinar- svæðinu. innar fyrir 1960 hafi verið nokk- ur kafifimenning til staðar en síð- an finnst honum að hún hafi orðið dauflegri með árunum ... „en kannski er ég ekki dómbær um það...“ Annar fastagestanna á Mokka sem við ræðum við, Jóhann Sigurfinnur Bogason, segist koma þar á hverjum degi enda sé stemmningin á staðnum mjög notaleg... „hér eru lista- Jóhann Bogason segir að hann komi á hverjum degi á Mokka að £á sér kaffisopa og Uta í blöðin. verk upp um alla veggi og hér fiær maður öll blöðin til lestrar...“ Á Prikinu og í Skeifunni Frá Mokka liggur leiðin niður á Prikið í grenndinni. Þar hittum við Birgi Pétursson sem segist koma þar við endrum og sinn- um enda sé andinn góður á þessum stað og þar geti hann lit- ið í blöðin og fengið fréttir. Bakvið borðið, á Prikinu ræð- ur hinn brosmildi vert Ragnhild Djurhus ríkjum og greinilegt er að hún þekkir flesta gesti sína með nafni. Þeir bjóða hana allir velkomna til landsins aftur ffá Færeyjum. Kaffistofan Skeifan við gömlu höfhina lætur lítið yfir sér en hana sækja eingöngu fastagestir að sögn Erlu Sigurgeirsdóttur sem afgreiðir þar... „hingað koma menn af hafharsvæðinu í kring á hverjum degi enda er þetta þeirra sjoppa...“ segir hún. Einn fastagestanna sem við ræðum við, Kjartan Skaftason, segist hafa komið þarna á hverj- um degi undanfarin 8 ár en hann rekur lítið fyrirtæki í ná- grenni staðarins ... „það er ró- legt og gott að sitja hérna, fá sér molasopa og líta í blöðin á morgnana...“ segir harm. - FRI 16 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.