Vikan


Vikan - 21.01.1988, Page 30

Vikan - 21.01.1988, Page 30
Jóhann Hjartarson á nú fyrír höndum erfiða baráttu við gamla jaxlinn Kortsnoj en eins og kemur fram í viðtalinu hér til hliðar telur hann litlar líkur á sigri sínum í þessum sex skákum ein- vigisins. Glíma Jóhanns °9 Korisnojs Sunnudaginn 24. þessa mán- aðar hefjast áskorendaein- vígin í Saint John í Kanada. Hugur íslenskra skákunn- enda verður eflaust þar á 'sveimi til að styðja Jóhann Hjartarson í glímunni við áskorandann margreynda, Viktor Kortsnoj. Einvígi Jóhanns og Kortsnoj verður eitt sjö einvígja, sem frarn fara á sama tíma og á sama stað í Kanada. Þetta eru sex skáka einvígi, nokkurs konar bráðabanar miðað við það sem áður hefur tíðkast. Sovét- mennirnir Jusupov og Ehlvest eigast við; Englendingurinn Short teflir við Ungverjann Sax; Timman, Hollandi, við Salov, Sovétríkjunum; Seirawan, Bandaríkjunum, við Speelman, Englandi; Ungverjinn Portisch við Sovétmanninn Vaganjan og loks teflir Sokolov, Sovétríkjun- um, við heimamanninn Spragg- ett. Sigurvegararnir sjö halda áfram keppni ásamt áttunda manni, Anatoly Karpov. Þessir tefla síðan einvígi og svo koll af kolli þar til einn stendur eftir til að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. Jóhann hélt utan 16. janúar til „fel IMar líkur á sigri" - segir Jóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson nýtui að- stoðar stórmeistaranna Frið- riks Ólafssonar og Margeirs Péturssonar í einvíginu við Kortsnoj og var Margeir með Jóhanni í að undirbúa hann undir einvígið nú síðustu vikumar. Við ræddum stutt- lega við Jóhann og spurðum hann fyrst hvemig undir- búningnum hefði verið háttað. „Þetta var mjög hefðbundið. Við kynntum okkur andstæðing- inn, byrjanir hans og skákir. Eg get ekki sagt að við höfum fúnd- ið neina nýja veikleika hjá hon- um en þetta er baráttujaxl eins og flestir þekkja." Hvernig líst þér á viðureign ykkar? „Bara þokkalega. Maður fer í þetta einvígi með jákvæðu hug- arfari.“ Hverjar telur þú líkur á sigri þínum? „Ég hef oft svarað þessu áður. Ég tel litlar líkur á því að mér takist að sigra hann.“ En nú hefúr þú unnið aðra og gert jafntefli í hinni af þeim tveimur skákum sem þið hafið teflt... „Það segir lítið að mínu áliti.“ Nú höfúm við heyrt að sex skákir séu of lítið til að skera úr um hvor sé betri. Hvaða skoðun hefúr þú á því? „Það er rétt, þetta er stutt, óvenjulega stutt af svona einvígi að vera en heimsmeistara- keppnin öll var orðin svo þung í vöfum að einhvers staðar varð að skera niður.“ Hér sitja þeir Kortsnoj og Jóhann að tafli í Belgrad en þeirri viðureign lyktaði með stórmeistarajafntefli. Jóhann vann hins- vegar það afrek á IBM mótinu að leggja Kortsnoj að velli en hér til hliðar má sjá lokaleikinn í þeirri viðureign. að venjast aðstæðum og loftslagi í tæka tíð fyrir slaginn. Stór- meistararnir Friðrik Olafsson og Margeir Pétursson voru í för með honum. Margeir hefur ver- ið aðalaðstoðarmaður Jóhanns við undirbúninginn og Friðrik verður formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Verði Campo- manes með eitthvað rnúður kemur til kasta Friðriks, sem ætti að vera reglum og venjum 30 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.