Vikan


Vikan - 25.02.1988, Side 3

Vikan - 25.02.1988, Side 3
VIKAN FEBRUAR Við gerum enn betur Sú velgengnl, sem Vlican hefur átt að fagna eftir þær breytingar sem gerðar voru á henni fyrir hálfu ári þegar SAM-útgáfan tók við útgáfú hennar, gera það að verkum, að við treystum okkur til að gera enn betur. Nýafstaðin lesendakönnun Verslunarráðs, timarita- útgefenda, auglýsenda og Sambands auglýsingastofa sýndi óvéfengjanlega að þær breytingar sem verið er að gera á Vikrmni mælast vel fyrir. Meira en annar hver þátttakanda í könnuninni kvaðst lesa Vikuna. Það leiddi til þess að Vikan komst í þriðja sæti „vinsældalistans" ásamt Nýju lífi, sem var hníQafnt að vinsældum. Aðeins Mannlíf og Hús 6? híbýli reyndust meira lesin. En SAM-útgáfan hefur ekki látið sér nægja að kynna sér niðurstöður þessarar lesendakönnunar og sölutölur dreifingarstjórans. Ritstjórnin fékk í byrjun febrúar til liðs við sig vaska sveit sem á nokkrum kvöldum og einni helgi sat við símann og hringdi í hátt á þriðja hundrað áskrifenda Vikunnar. Voru áskrifendurnir spurðir um það, hvernig þeim hafi líkað breytingarnar á blaðinu, hvers þeir söknuðu, hverju mætti sleppa, hvað þeim líkaði af hinu nýja og á hvern hátt mætti gera enn betur. Þessir dyggu lesendur blaðsins létu ekki standa á svörunum og leiddi þessi könnun margt athyglisvert í ljós. Um leið og það styrkti okkur í trúnni á margt það sem við höfum verið að gera, fengum við líka um leið fjölda ábendinga sem ekki verður horft framhjá. Með þessar hagnýtu upplýsingar að leiðarljósi snörum við okkur nú í breytingar sem sjá má strax á næsta blaði, en það kemur út eftir hálfan mánuð, eða þann 10. mars. Við gerum enn betur við lesendur vora. Þér mun líka breytingin. Kveðja, Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon, Magnús Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bryndís Kristjánsdóttir. Menning: Gunnar Gunnarsson. Blaðamenn: Adolf Erlingsson, Gunnlaugur Rögnvaldsson, Friðrik Indriðason. Ljósmyndarar: Páll Kjartansson, Magnús Hjörleifsson. Útlitsteikning: Guðni Björn Kjærbo. Setning og umbrot: SAM-setning Pála Klein, Sigríður Friðjónsdóttir, Árni Pétursson. Litgreiningar: Korpus hf. Filmusk., prentun, bókband: Hilmir hf. Dreifing og áskrift: Sími 83122. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.