Vikan


Vikan - 25.02.1988, Síða 9

Vikan - 25.02.1988, Síða 9
Björn Malmquist í hlutverki sínu í Svörtum sólskinum eftir Jón Hjartarson sem Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir í nýja leikhúsinu sínu. Bíó breyttist í leikhús Svört sólskin nefnist leikrit eftir Jón Hjartarson leikara og rithöfund, sem Leikfélag Kópavogs sýnir á sínum nýju fjölum um þessar mundir. Jón skrifaði Svört sólskin upp- haflega fyrir Leikfélagið fyrir nærri tveimur árum, en hefur nú umskrifað verkið í tilefni af opnun nýs leikhúss í Kópavogi, endurvígslu gamla/nýja félags- heimilisins. Svört sólskin gerist í leikhúsi. Úr veggjum, göngum og skotum leikhússins eða ímyndunarafls- ins spretta hinar fúrðulegustu verur, sem eru reyndar þegar að er gáð, gamalkunnar og búa yfir vilja og löngun sem sérhver leikhúsgestur þekkir vel. Höf- undur bregður fyrir sig kjarn- miklu, fögru málfari, hefur reyndar fengið hinum æfðu áhugaleikurum í Kópavogi merkilegan og safaríkan ávöxt að bíta í. Og áhorfendur fá tæki- færi til að rifja upp sitthvað úr skólapensúminu jafnframt því að beita ímyndunaraflinu með- an á sýningu stendur. LEIKLIST Svört skólskin eru eitthvert best skrifaða leikritið sem frum- sýnt hefur verið uppá íslensku um langa hríð — ef við miðum við textann einvörðungu. Og hentar áhugafólki sérlega vel, því undirstraumar eru fremur bókmenntalegir en leikrænir, spennan í verkinu er sótt beint til áhorfandans og engin þörf fyrir leikara að ausa svo mjög úr eigin sálarkirnum. Töfraveröld leikhússins Gamla félagsheimilið í Kópa- vogi, þangað sem æska Reykja- víkursvæðisins sótti um tíma vafasamar kvikmyndir, hefur tekið miklum stakkaskiptum. Bíóinu hefur verið breytt í leikhús — og Leikfélagi bæjarsins sköpuð afbragðs góð aðstaða til hliðar við aðalsviðið. Þar er æfingasvið, búningageymsla, verkstæði og ágæt búningsher- bergi. Sviðið sjálft er sömuleiðis prýðilegt, ágætlega djúpt og hlýtur hvert áhugaleikjfélag að vera ánægt með svo góðan að- búnað. Það kemur og fram í leiksýningu félagsins núna, að tæknin gefur leikurunum ýmsa möguleika. Salurinn sjálfur rúmar um 150 áhorfendur í sæti. Frágang- ur er allur ákaflega vandaður. Marmari í anddyri, eik í veggj- um og Ijóskastarar faldir í lofti á bak við veglegar loftplötur. Reiknað er með að Félagsheim- ilið nýtist jafnt fýrir árshátíðir eða annars konar skemmtanir og fundahöld eins og fyrir leik- listina. Og trúlega hafa hinar mörgu forsendur sem arkitekti hefur verið gert að ganga út frá skilað 'sér vel. Nýja/gamla Félagsheimilið þeirra í Kópa- vogi er fjölnota hús sem vel hef- ur verið vandað til. Kópavogsvaka Kópavogsvakan hófst á sunnudaginn var. Alla yfirstand- andi viku fer fram margvísleg menningarstarfsemi í Félags- heimilinu. Skáld, tengd Kópa- vogi með einum eða öðrum hætti, lesa úr verkum sýnum. Hornaflokkurinn og Jassbandið leika, kórar syngja og unglinga- leikhúsið flytur „Vaxtaverki" eft- ir Benóný Ægisson. Á laugardag- inn kemur, þann 27. febrúar, lýkur svo Kópavogsvöku með almennum dansleik og kvöld- skemmtun. Þá kemur m.a. fram hið gamalfræga Ríótríó sem er sveitfast í Kópavogi. Kópavogsvaka var síðast höfð fyrir tveimur árum. Nú eru menn farnir að gera sér vonir um að í framtíðinni verði vakan að hefð, jafhvel árlegur við- burður í skammdeginu - enda er Kópavogskaupstaður að verða það bæjarfélag á íslandi sem hve mestu ver af fjármun- um til lista- og menningarlífs. -GG. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.